Fréttablaðið - 11.04.2013, Síða 64

Fréttablaðið - 11.04.2013, Síða 64
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa. Gunnar Nelson visir.is Meira um leiki gærkvöldsins Kynning og viðtöl við áhugasama verða í stofu HT-300 á Háskólatorgi föstudaginn 12. apríl kl. 14–16 Umsóknarfrestur er til 15. apríl Sjá nánar á www.matur.hi.is og í kennsluskrá Háskóla Íslands 2013–2014 www.kennsluskra.hi.is Námsleiðir í boði eru: » Lífefni í matvælum og líftækni » Gæðastjórnun við framleiðslu og vinnslu matvæla » Matvælavinnsla og verkfræði Kennarar og leiðbeinendur taka á móti gestum og kynna og ræða námsleiðir, verkefni og samstarf við atvinnulífið í nýju alþjóðlegu meistaranámi. Alþjóðlegt meistaranám í matvælafræði í samvinnu Háskóla Íslands og Matís MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐIDEILD ÍÞRÓTTIR „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smell- ur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðsl- unum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hing- að til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða. Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bar- daganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þenn- an. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vanda- mál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífs- fyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardag- anum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfinga- salnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur. Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa- Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meining- in,“ segir Gunnar. kolbeinntumi@365.is Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifi ns liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KVENNA UNDANÚRSLIT, 3. LEIKUR SNÆFELL - KR 50-73 (17-33) Snæfell: Kieraah Marlow 15/15 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10, Hildur Björg Kjartansdóttir 7/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Ellen Alfa Högnadóttir 4/4 fráköst, Sara Sædal Andrésdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2. KR: Shannon McCallum 25/10 fráköst/6 stoðsend- ingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/13 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 9/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6/5 stolnir, Rannveig Ólafsdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 5, Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2. Staðan í einvíginu er 2-1, KR í vil. MEISTARADEILD EVRÓPU FJÓRÐUNGSÚRSLIT, SEINNI LEIKIR BARCELONA - PSG 1-1 0-1 Javier Pastore (50.), 1-1 Pedro (71.) Barcelona komst áfram á útivallamarkareglunni. Samanlögð úrslit voru 3-3. JUVENTUS - BAYERN 0-2 0-1 Mario Mandzukic (64.), 0-2 Claudio Pizarro (91.). Bayern komst áfram, 4-0 samanlagt. Dregið verður í undanúrslit á morgun. Í pottinum verða Real Madrid, Barcelona, Bayern München og Dortmund. ÖFLUGIR Lionel Messi og David Beck- ham komu báðir inn á sem varamenn í leik Barcelona og PSG í gær. Messi hafði mikil áhrif á leik sinna manna og átti þátt í jöfnunarmarkinu. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Hamarskonur endur- heimtu sætið sitt í efstu deild eftir 73-59 sigur á Stjörnunni í Hveragerði í gærkvöldi í hrein- um úrslitaleik um sæti í Dominos- deild kvenna. Hamar kemur því strax upp eftir fall í fyrra og tekur sæti Fjölnis, sem féll á dögunum. Íris Ásgeirsdóttir (23 stig, 8 stoðsendingar, 5 stolnir) og Marín Laufey Davíðsdóttir (22 stig, 15 fráköst) fóru fyrir Hamarsliðinu í gær og áttu Stjörnukonur fá svör við leik þeirra. Íris var líka sátt í leikslok: „Við áttum ekki heima í þessari deild. Þær mættu miklu tilbúnari en við í leik tvö en við fórum yfir það sem við gerðum illa í síðasta leik og rúlluðum yfir þær í kvöld. Við vissum að við værum miklu betri. Við erum búnar að sýna það í vetur að við erum langbesta liðið í þessari deild,“ sagði Íris kát og hún var ánægð með stuðninginn. „Það var æðislegt að vinna þetta fyrir framan þessa frábæru áhorf- endur. Það er miklu skemmtilegra að vinna þetta hérna með svona áhorfendur en í Garðbænum,“ sagði Íris að lokum. - óój Áttum ekki heima í þessari deild Hamar endurheimti sæti sitt í úrvalsdeild kvenna. FRÁBÆRAR Íris Ásgeirsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir fagna hér eftir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ SPORT LAS VEGAS MÁ BÍÐA Gunnar Nelson er líklega með rifinn liðþófa og þarf því að fara í aðgerð á morgun. Hann missir því af bardaga sínum gegn Mike Pyle sem átti að fara fram í Las Vegas þann 25. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.