Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 70
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54
„Uppáhaldsdrykkurinn er vatn. Eins
„boring“ og það hljómar.“
Kristín Inga Jónsdóttir fór með sigur af hólmi
í karókíkeppni háskólanna.
DRYKKURINN
D
YN
A
M
O
R
EY
K
JA
V
ÍK
Fimm gamlingjar komast að því að það er miklu
betri aðbúnaður í fangelsum en á elliheimilum
og grípa til sinna ráða. En leiðin á bak við rimlana
reynist þyrnum stráð ...
SPENNANDI
KÓSÍKRIMMI!
„Hrikalega
skemmtileg!“
RADIO P4 BLEKI
NGE
Þar sem Alpafjöllin teygja sig suður
á Ítalíu liggja nokkur undurfögur
stöðuvötn, sum tilheyra alfarið Ítalíu,
önnur eiga líka landamæri að Sviss.
Í þessari fallegu ferð gefst einstakt
tækifæri til að kynnast nánar þessu
einstaka svæði á Norður-Ítalíu.
Fararstjóri: Hlíf Ingibjörnsdóttir
Um ferðina:
LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS
á mann í tvíbýli.
Gist verður við Lago Maggiore í
4 nætur og við Comovatn í 3 nætur.
192.600 KR.-
Ítalía heillar
11. - 18. júní
Mjög mikið innifalið
MENNING „Þetta kom mikið á óvart
og er mér mikill heiður,“ segir
Haraldur Þorleifsson vefhönn-
uður sem tilnefndur er til Webby-
verðlaunanna í tveimur flokkum.
Verðlaunin eru þau virtustu innan
vefheimsins.
„Svona Óskarsverðlaun nörd-
anna,“ bætir Haraldur við kíminn.
Haraldur lauk BA-gráðu í
heimspeki og viðskiptafræði og
stefndi á að klára meistaragráðu
í hagfræði en lauk ekki prófi. „Ég
var á þeim tíma farinn að vinna
sem grafískur hönnuður með
náminu og að endingu varð það
ofan á.“
Haraldur, sem er sjálfstætt
starfandi, hefur á nokkrum árum
skapað sér sess á meðal fremstu
vefhönnuða í heiminum. Á ferli
sínum hefur hann unnið fyrir
Microsoft, Motorola og nú síðast
Google við hönnun kynningar-
síðu fyrir Google Maps. Fyrir þá
vinnu hlaut hann tilnefningarnar.
Haraldur er nýkominn heim
ásamt konu sinni og ungri dóttur
eftir sex mánaða búsetu í Japan.
Fjölskyldan býr nú í Vestur-
bænum en mun að sögn Haralds
ekki koma til með að stoppa lengi
þar sem fyrirhugaðir eru flutn-
ingar til Berlínar um mánaða-
mótin. „Við erum svo heppin að ég
get unnið mína vinnu hvar sem er
í heiminum og konan mín er enn
þá í fæðingarorlofi auk þess sem
hún er myndlistarkona. Okkur
langar því að nota tækifærið og
prófa okkur áfram í að búa víðs
vegar um heiminn. Við ætlum að
vera í Berlín í hálft ár og flytja
svo til Suður-Ameríku með haust-
inu.“
Hægt er að kjósa Harald og
síðuna hans, www.morethana-
map.com, og auka þar með mögu-
leika hans á verðlaunum, á vef-
síðu Webby-verðlaunanna. - mlþ
Meðal fremstu vef-
hönnuða heimsins
Vefh önnuðurinn Haraldur Þorleifsson er á hraðri uppleið. Hann er eft irsóttur
á meðal tölvurisa heimsins, hefur unnið fyrir Microsoft og Motorola og var á
dögunum tilnefndur til stórra alþjóðlegra verðlauna fyrir vinnu sína fyrir Google.
HARALDUR ÞORLEIFSSON Er tilnefndur í tveimur flokkum á hinum alþjóðlegu og
virtu Webby-vefverðlaunum. Hann segir tilnefningarnar mikinn heiður.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Webby-verðlaunin eru ein stærstu og virtustu verðlaun sem veitt eru á
sviði margmiðlunar í heiminum. Verðlaunin eru oft kölluð Óskarsverðlaun
internetsins. Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum, allt frá vefsíðu-
hönnun til tónlistarmyndbanda.
Aðeins einum Íslendingi hefur hlotnast sá heiður að vinna til verð-
launanna en Björk Guðmundsdóttir var heiðruð sem listamaður ársins
2011.
Webby-verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og eru haldin hátíðleg ár
hvert í New York.
Webby-verðlaunin
„Þetta er plata um ástina, von, vin-
áttu, brostin hjörtu og löngun. Samt
mest um ástina,“ segir listakonan
Berglind Ágústsdóttir, sem sendir
frá sér sína fjórðu sólóplötu sem
nefnist I am your girl á morgun.
Berglind tók upp plötuna heima
hjá sér en hún segir lögin öll vera
mjög persónuleg. „Tónlistin á plöt-
unni er ástar-, ópus-, tilraunakennd
poppmúsík unnin í samvinnu við
fjölmarga vini mína víðs vegar
um heiminn,“ segir Berglind, sem
opnar líka sýningu á föstudaginn í
bókabúðinni Útúrdúr á Hverfisgötu.
Þar verða til sýnis nokkrar teikn-
ingar, litlar bækur, platan sjálf og
vonandi nýtt myndband sem vin-
kona hennar er að klára í New York.
„Ég er líka vinna kassettu sem
kemur út sama dag með svona til-
raunum sem ég geri ein. Kassettan
verður líka á sýningunni.“
Berglind stígur á svið á morgun
klukkan 17.30 í Hörpu á tónleika-
röðinni Undiröldunni. Þar hitar
hún upp fyrir hljómsveitina Vök
sem nýverið vann Músíktilraunir.
„Ég hlakka mikið til að hitta alla
vini mína á tónleikunum og svo
opna sýninguna beint eftir að þeim
er lokið. Sævar vinur minn ætlar
að spila plötur. Bara kósý og lítið
og barnvænt.“
- áp
Plata sem fj allar mest um ástina
Listakonan Berglind Ágústsdóttir sendir frá sér sínu fj órðu plötu, I am your girl.
➜ Uppáhaldslag Berglindar
á plötunni er lagið I would
never cheat on you with
another boy.
NÝ PLATA Berglind Ágústsdóttir segir
nýju plötuna fjalla mest um ástina.
„Ég er fjórði Íslendingurinn sem
kemst inn og þar af önnur konan.
Umsóknarferlið tók marga mánuði og
ég sendi meðal annars inn hugmynd-
ir að myndum í fullri lengd, samtöl,
hugmynd að stuttmynd og vídeó,“
segir leikkonan Anna Gunndís Guð-
mundsdóttir, sem komst nýverið inn
í Tisch School of the Arts við New
York-háskóla. Þar mun hún læra kvik-
myndagerð með áherslu á leikstjórn
næstu þrjú árin.
Af átta hundruð umsækjendum
voru hundrað boðaðir í viðtal og fór
viðtal Önnu Gunndísar fram á sam-
skiptaforritinu Skype. „Ég var með
þrjár frumsýningar á skömmum tíma
og komst alls ekki út í viðtalið. Ég tal-
aði því við þau í gegnum Skype,“ segir
Anna Gunndís, en hún starfar sem
leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar.
Anna Gunndís flytur út í byrjun
ágúst og kveðst hlakka mikið til enda
sé borgin hreint ótrúleg. „Ég var í New
York í þrjár vikur um jólin og þetta er
alveg ótrúleg borg. Ég hlakka mikið
til þess að koma þangað yfir sumar-
tímann því það var skítkalt þegar ég
var þarna síðast,“ segir hún og hlær.
Eiginmaður hennar og samstarfs-
félagi, leikarinn Einar Aðalsteinsson,
mun svo flytja út í haust. „Hann ætlar
að koma aðeins seinna og vonandi fær
hann einhverja vinnu í kjölfarið.“
Spurð hvort hún ætli að snúa sér
alfarið að leikstjórn að náminu loknu
svarar Anna Gunndís neitandi. „Ég
var spurð að því sama í viðtalinu og
þá sagði ég nei. Maður getur vel gert
bæði.“ - sm
Ætlar ekki að leggja leiklistina á hilluna
Anna Gunndís Guðmundsdóttir hefur nám í leikstjórn við Tisch School of the Arts í New York-borg.
ÚT Í NÁM Leikkonan Anna Gunndís
Guðmundsdóttir flytur til New York
í ágúst og hefur nám í leikstjórn við
NYU. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
umsækjendur af
800 fengu inngöngu
í námið.
36