Fréttablaðið - 07.05.2013, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. maí 2013 | FRÉTTIR | 11
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn
miðvikudaginn 29. maí 2013 kl. 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum.
Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins.
Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast
stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir ársfund.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að
berast stjórn með skriflegum hætti viku fyrir ársfund.
Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila inn til
stjórnar viku fyrir ársfund.
Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska
lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík.
Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til
stjórnar verða birtar á vefsvæði sjóðsins, islif.is.
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til þess
að mæta.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði sjóðsins
islif.is eða hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans
í síma 410 4040.
Ársfundur
Íslenska
lífeyrissjóðsins
Helstu kennitölur úr ársreikningi 2012 2011
Hrein raunávöxtun 2,7% 4,0%
Hrein raunávöxtun – meðaltal sl. 3 ára 5,1% 6,0%
Hrein raunávöxtun – meðaltal sl. 5 ára -4,3% -4,4%
Fjöldi virkra sjóðfélaga – meðaltal 8.776 9.147
Fjöldi lífeyrisþega – meðaltal 246 237
Heildarfjöldi sjóðfélaga 27.652 27.456
Hrein eign til greiðslu lífeyris í lok tímabils (millj. kr.) 37.141 33.734
Tryggingafræðileg staða Samtryggingadeildar 31.12.2012 31.12.2011
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar -0,50% 1,80%
Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar -2,00% 1,50%
Ársreikning sjóðsins má nálgast á islif.is.
LÍF I LÍF II LÍF III Samtrygging:
Lögbundinn
lífeyrissparnaður
LÍF IV
5 ára meðalnafnávöxtun
3,9% 3,8% 3,7% 3,4% 2,5%
8,5% 7,1% 6,7% 5,0% 7,8%
Nafnávöxtun 2012
ÞÝSKALAND, AP Réttarhöld hófust
í Þýskalandi í gær yfir hópi fólks
sem kennir sig við Neðanjarðar-
hreyfingu þjóðernissósíalista, en
fólkið eru ákært fyrir tíu morð,
tvær sprengjuárásir og fimmtán
bankarán á árabilinu 2000 til 2007.
Átta hinna myrtu voru af tyrk-
neskum ættum, einn var Grikki
og hinn síðasti var lögreglukona.
Þetta er stærsta mál sinnar teg-
undar í Þýskalandi í áratugi, en
hópurinn framdi illvirki sín um
árabil án þess að yfirvöld skiptu
sér af honum.
Beate Zschaepe er talin vera
höfuðpaur klíkunnar og á hún
yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
verði hún fundin sek. Tveir helstu
vitorðsmenn hennar fundust látn-
ir árið 2011, en fjórir aðrir eru nú
fyrir rétti, ákærðir fyrir að hafa
aðstoðað hreyfinguna við illvirk-
in.
Yfirvöld höfðu haft veður af
Zschaepe og hennar samverka-
fólki áður en tilvist neðanjarðar-
hreyfingarinnar varð ljós. Lög-
regla taldi morðin hins vegar
tengd erlendum glæpaklíkum.
Mikil umræða er nú í Þýska-
landi um það hvernig yfirvöld-
um sást yfir tilvist klíkunnar.
Aðstandendur fórnarlamba segj-
ast bera von í brjósti um að rétt-
lætið nái fram að ganga, en einn-
ig að svör fáist við því hvað hafi
ráðið vali fórnarlambanna, en ekk-
ert þeirra var þekkt.
Zschaepe mun ekkert tjá sig í
réttinum, að sögn lögmanna henn-
ar. Þeir óttast hins vegar að hún
verði tekin af lífi í fjölmiðlum og
fái ekki sanngjarna meðferð.
- þj
Nýnasistaklíka fyrir rétti í Þýskalandi vegna tíu morða og fleiri glæpa:
Þreifst um áraraðir án afskipta yfirvalda
ÁKÆRÐ FYRIR KYNÞÁTTAMORÐ
Beate Zschaepe kom fyrir rétt í Mün-
chen í gær. Hún á yfir höfði sér lífstíðar-
dóm vegna morða og annarra afbrota.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Sextugur karlmaður
var í gær dæmdur af Héraðsdómi
Reykjaness til að greiða ríkis-
sjóði rúmar 700 þúsund krónur í
sekt vegna tollalagabrots. Maður-
inn gerði tollgæslunni ekki grein
fyrir armbandsúri af gerðinni
Hublot að verðmæti kr. 2.790.000
krónur, en tollverðir fundu vöruna
við leit á ákærða við komu hans
til landsins í apríl 2012.
Maðurinn játaði brot sitt skýlaust
fyrir dómnum. Úrið var gert upp-
tækt,
Allt í allt þurfti maðurinn því að
greiða rúmar 3,4 milljónir fyrir
úrið, sem hann fær síðan ekki að
halda. Verjandi mannsins tók ekki
þóknun fyrir störf sín. - hó
Braut tollalög og fékk sekt:
Borgaði ekki
toll af dýru úri
DÓMUR Maðurinn var dæmdur í Hér-
aðsdómi Reykjaness
SPÁNN, AP Atvinnuleysi á Spáni
minnkaði í apríl. Ástæðan er sú
að fjöldi fólks hefur fengið tíma-
bundna vinnu í ferðamennsku
í landinu, sem er mjög vinsæll
sumarleyfisstaður. Rúmlega 46
þúsund færri voru skráðir án
vinnu í apríl en í mars.
Ráðuneytið greindi frá því
í gær að nú séu 4,99 milljónir
manna án vinnu. Í apríl hafi verið
skrifað undir 1,1 milljón ráðning-
arsamninga, 19 prósentum meira
en í mars, og ellefu prósentum
meira en í apríl í fyrra. - þeb
Fá vinnu í ferðamennsku:
Atvinnuleysi
minna á Spáni
ÞINGVELLIR
Vilja kajakbann fellt niður
Þingvallanefnd hefur falið þjóðgarðs-
verði að kanna hvort hægt sé að verða
við kröfu um að aflétta banni við
kajökum á Þingvallavatni. Þingvall-
nefnd segir menn munu sigla á eigin
ábyrgð.
SVÍÞJÓÐ Hópur manna sem eru
andvígir moskum í Svíþjóð hvatti
í gær til mótmæla í Fittja í Stokk-
hólmi þar sem bænaköll hafa
verið leyfð í hádeginu á föstu-
dögum.
Hópurinn hefur hvatt til mót-
mælaaðgerða tvisvar á hverjum
föstudegi vegna bænakallanna
og sótt um leyfi til þess. Þegar
bænaköllin hófust fyrir skömmu
voru fulltrúar Svíþjóðardemó-
krata og Flokks Svía á staðnum.
Múslímar í Stokkhólmi fögnuðu
hins vegar ákaft þegar leyfi lög-
regluyfirvalda fékkst fyrir bæna-
köllunum. -ibs
Hópur andvígur moskum:
Bænaköllum
mótmælt í
Stokkhólmi
HEILBRIGÐISMÁL
Óvíða reykja færri
Unglingar í Reykjanesbæ reykja síður
og drekka en unglingar annars staðar
á landinu. Þetta er meðal niðurstaðna
í samanburði Rannsóknar og grein-
ingar fyrir árið 2012. Fyrirtækið gerir
reglulega kannanir meðal ungmenna í
grunn- og framhaldsskólum.