Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 22
FÓLK|
TAKK FYRIR Ósk hneigir sig.
Ragnheiður hefur þó undanfarið
vakið athygli hestamanna fyrir frammi-
stöðu sína á hestasýningum, bæði
Æskunni og hestinum og Stórsýningu
Fáks. Þar kom hún fram ásamt hryssu
sinni Ósk frá Hvítárholti og saman
léku þær ýmsar listir sem lögðust vel í
áhorfendur. Hinar ýmsu kúnstir kenndi
Ragnheiður hryssunni með smelluþjálf-
un sem hún hefur nýtt sér undanfarin
ár með góðum árangri.
FLJÓTIR AÐ KVEIKJA Á PERUNNI
„Mágkona mín lærði smelluþjálfun í
Englandi og notaði mikið bæði á hesta
og hunda. Hún kynnti þetta fyrir mér
og svo byrjaði ég bara að fikra mig
áfram,“ segir Ragnheiður sem er að
mestu sjálfmenntuð í fræðunum. „Ég
lærði grunninn af mágkonu minni og
hef svo lært af reynslunni. Í raun þarf
maður bara að nota hugmyndaflugið
og þá getur maður notað þetta í nánast
hvað sem er,“ segir Ragnheiður og
tekur fram að henni hafi komið á óvart
hversu fljótvirk aðferðin er. „Maður sér
árangur um leið. Hestarnir eru fljótir
að kveikja á perunni og læra hratt.“
En hvernig virkar smelluþjálfun?
„Maður byrjar á að bíða eftir ákveðinni
hegðun, til dæmis að hesturinn snerti
ákveðinn hlut. Þegar hann gerir það
óvart smellir maður lítilli plastsmellu
og gefur nammi um leið. Hesturinn
fattar tenginguna um leið og endur-
tekur hegðunina,“ útskýrir Ragnheiður.
Smám saman er hægt að kenna hestin-
um flóknari hluti og smátt og smátt er
nammið tekið út en smellurinn verður
næg hvatning. Hún segir flesta hesta
móttækilega fyrir þjálfunaraðferðinni
þó alltaf séu einhverjir sem hafi engan
áhuga. „Maður hefur séð gamla og
lúna hesta breytast í frískleg folöld við
smelluþjálfunin, þeir hlaupa um, elta
bolta og finnst mjög skemmtilegt.“
Ragnheiður hefur aðallega notað
smelluþjálfunina til að kenna hestum
kúnstir en ekki í almennri reiðþjálfun.
„Það er svolítið erfitt að vera bæði með
taum og smellu,“ segir hún glettin en
útilokar ekki að hægt sé að nota smell-
una til að kenna hestum ýmislegt í reið.
„Maður getur til dæmis notað smelli til
að venja hesta af hræðslu við hluti eða
til að laga ýmis hegðunarvandamál.“
VITUNARVAKNING
Meðal þess sem hestar Ragnheiðar
kunna er að hneigja sig, snúa sér í
hringi, sparka í bolta, dansa, leggjast
niður, bakka og spænska skrefið. „Þá
fylgja þeir manni eftir alveg hundrað
prósent,“ segir Ragnheiður og bætir
við að með þessari þjálfun eflist tengsl
manns og hests. „Hryssan mín Ósk er
til dæmis mjög viljug og stygg, ég næ
henni varla úti í gerði. Þegar ég er með
hana í þessum leikjum hleypur hún á
eftir mér og gerir allt fyrir mig. Hún er
líka að verða blíðari. Áður ruddist hún
í burtu þegar ég tók af henni beislið, nú
tekur hún sér tíma og stendur hjá mér
og lætur knúsa sig.“
Ragnheiður segir mikla vitundar-
vakningu vera meðal hestamanna um
aðrar þjálfunaraðferðir. „Fólk er að
uppgötva að hestamennska snýst ekki
bara um að ríða í hringi,“ segir hún
glaðlega. ■ solveig@365.is
SPÆNSKA SKREFIÐ Ragnheiður og Ósk eru stórstígar þegar þær þjálfa
spænska skrefið.
KOSS Ragnheiður kyssir Svala fyrir umburðar-
lyndið.
SPARKAÐ Í BOLTA Hestarnir hafa mjög gaman
af þjálfuninni. Ragnheiður segir gamla jálka breyt-
ast í frískleg unglömb þegar þeir hlaupa eftir bolta.
SÝNI-
KENNSLA
Ragnheiður hefur
haldið nokkur
námskeið síð-
ustu tvö árin þar
sem hún bland-
ar saman Seven
games aðferð Pat
Parelli og smellu-
þjálfun. Næsta
fimmtudag, 16. maí,
munu Ragnheiður
og Súsanna Sand
Ólafsdóttir vinkona
hennar standa
fyrir sýnikennslu
í reiðhöllinni í
Mosfellsbæ. „Það er
ókeypis inn og allir
velkomnir,“ segir
hún.
HEILSA
Holtagörðum, s. 553-1800
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
www.facebook.com/fondurlist
GLÆSILEGT
ÚRVAL AF
SKARTGRIPAEFNI
Stærsta föndurverslun landsins
Úrvalið er
hjá okkur
3360 perlur kr 895.-
8 mm Glerperlur crackle -
lengja ca 110 perlur kr 990.-
Allt í skartgripagerðina -
frábær verð !
10 mm Viðarperlur - lengjan
kr 395.- 40 perlur
10 mm náttúrusteinar -
lengjan kr 1490 - 40 steinar
Sæktu þér nýja appið og hlustaðu á
FM957 hvar og hvenær sem er!
Farðu á visir.is/utvapp eða skannaðu QR kóðann
og sæktu Útvappið fyrir iOS eða Android.
Fáðu FM95BLÖ
í símann þinn!
Ný
tt
ap
p
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir