Fréttablaðið - 07.05.2013, Page 46
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34
„Núna er bókin Aska eftir Yrsu
Sigurðardóttur á náttborðinu, bæði
í venjulegu og hljóðbókarformi.
Hljóðbókina nota ég í fjallgöngum.
Er einmitt að fara á Hvannadals-
hnúk um helgina og þarf að finna
mér nýja bók fyrir þá löngu göngu.“
Þorbjörg Marínósdóttir, rithöfundur og
kynningarfulltrúi.
BÓKIN
„Þetta leggst alveg gríðarlega vel í mig,“ segir frétta-
konan Brynja Þorgeirsdóttir en hún var á dögunum
ráðin ritstjóri menningarþáttar Ríkissjónvarpsins,
Djöflaeyjunnar.
Brynja tekur við af Þórhalli Gunnarssyni sem er
orðinn framleiðslustjóri hjá Saga Film. Brynja hefur
starfað að hluta til í Kastljósinu í vetur samhliða
meistaranámi í bókmenntafræði. „Starfið hentar mér
því mjög vel. Ég hef vísvitandi verið að færa mig
frá fréttunum yfir á menningarsviðið undanfarið og
hlakka mikið til haustsins,“ segir Brynja sem ætlar
þó ekki að umbylta efnistökum þáttarins. „Þátturinn
hefur sterkan grunn en það er alltaf hægt að efla og
bæta. Það er því von á smá breytingum en þátturinn
verður enn þá um menningu á mannamáli.“
Þrátt fyrir að taka ekki við fyrr en í haust situr
Brynja ekki auðum höndum í sumar. Hún er að undir-
búa skemmtiþætti um íslenska tungumálið ásamt
Braga Valdimar Skúlasyni. Þættirnir eru að skandi-
navískri fyrirmynd og fara í framleiðslu í sumar.
„Við erum enn þá að velta fyrir okkur heiti þáttanna
en þar fjöllum við um tungumálið á fróðlegan og
skemmtilegan hátt.“ - áp
Brynja Þorgeirs tekur við Djöfl aeyjunni
Tekur við af Þórhalli Gunnarssyni sem ritstjóri menningarþáttarins í Ríkissjónvarpinu.
SPENNT Brynja Þorgeirsdóttir tekur við
Djöflaeyjunni í haust.
Um sextán þúsund miðar hafa sam-
anlagt selst á íslensku kvikmynd-
irnar fjórar sem hafa verið frum-
sýndar á þessu ári, eða XL, Þetta
reddast, Ófeigur gengur aftur og
Falskur fugl.
Langflestir hafa séð Ófeig-
ur gengur aftur, eða hátt í 9.500
manns. Grínmyndin, sem Ágúst
Guðmundsson leikstýrði með Ladda
í hlutverki draugsins Ófeigs, var
frumsýnd 27. mars og er enn í sýn-
ingum. Tekjur hennar nema hátt í
þrettán milljónum króna.
Í öðru sæti er XL í leikstjórn
Marteins Þórssonar með Ólaf Darra
Ólafsson í aðalhlutverki með tæp-
lega 3.000 selda miða. Hún var
frumsýnd 18. janúar og er ekki
lengur í bíó.
Þriðja vinsælasta myndin er
Falskur fugl í leikstjórn Þórs
Ómars Jónssonar. Samkvæmt tölum
frá Samtökum myndrétthafa á
Íslandi, Smáís, hafa rúmlega 2.000
manns borgað sig inn á myndina
síðan hún var frumsýnd 19. apríl
en hún er enn í sýningum.
Þetta reddast í leikstjórn Bark-
ar Gunnarssonar rekur svo lestina
með tæplega 1.800 manns. Hún var
frumsýnd 1. mars og er sýningum
á henni hætt.
Þessar aðsóknartölur eru langt
fyrir neðan tvær vinsælustu
íslensku myndir síðasta árs, Svart-
ur á leik og Djúpið. Rúmlega 60 þús-
und manns sáu þá fyrrnefndu og
tæplega fimmtíu þúsund þá síðar-
nefndu. - fb
Langfl estir hafa séð Ófeig í bíó
Um sextán þúsund miðar hafa selst á fj órar íslenskar kvikmyndir á þessu ári.
VINSÆLUST Ófeigur gengur aftur er
vinsælasta íslenska myndin á þessu ári.
Samanlagðar
tekjur myndanna
fjögurra nema rúmum
tuttugu milljónum króna.
2.798
Ariel Actilift
Regular eða Color
4,74L 65 þvottar
Kræsingar & kostakjör
KR
STK
WWW.NETTO.IS | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
| Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
998
Ariel þvottapúðar
12 stk
KR
PK
FRÁBÆ
RT VERÐ
!
„Þetta var þrælgaman. Ég sat
og glotti við tönn megnið af
tímanum,“ segir Finnur Frið-
riksson, dósent við kennara-
deild Háskólans á Akureyri.
Hann komst að áhugaverðum
niðurstöðum þegar hann rann-
sakaði muninn á ummælum og
hegðun karla og kvenna á einni
Face book-síðu yfir einn sólarhring.
Hann skoðaði tvö hundruð stöðu-
uppfærslur frá 113 mismunandi
einstaklingum og 516 ummæli frá
360 einstaklingum á síðunni.
„Það ber að varast að draga stór-
ar ályktanir af þessu en margfeld-
niáhrifin sem eru í Facebook eru
mikil,“ segir Finnur, sem komst
að því að samskipti fólks aug-
liti til auglits virðast vera svip-
uð og samskipti þess á Facebook.
Hann flokkaði efnið á Facebook í
samfélags-, stjórnmála- og hvers-
dagsflokka. Samkvæmt niðurstöðu
hans setja konur tvöfalt oftar en
karlar inn hversdags-stöðuupp-
færslur, til dæmis ef þær hafa
skroppið í bíltúr á Þingvöll, sett inn
myndir af börnunum, eða svokall-
aða „montstatusa“ um börnin sín.
Í samfélagsflokki tjáðu konur sig
um föt eða tísku en karlar ræddu
íþróttir og skelltu inn bröndun-
um. Karlar tjáðu sig jafnframt
mun meira um tónlist eða kvik-
myndir en konur. Jafnræði var
á milli kynjanna þegar stjórn-
málaumræða var annars vegar.
Á Facebook virtust karlar tjá
sig að langmestu leyti um stöðu-
uppfærslur hjá öðrum körl-
um og konur gerðu það sama
hjá öðrum konum, eða í um
75% tilfella í báðum tilvikum.
Aðspurður segir Finnur að margt á
Facebook virðist endurspegla mun-
inn á hugsunarhætti kynjanna og
gott sé að nota síðuna í rannsókn-
arskyni. „Maður er með aðgang
að gríðarlega miklu efni þar
sem fólk er að tjá sig, að ég held
býsna frjálslega,“ segir hann.
Frá sólahringnum sem hann rann-
sakaði prentaði hann út átta-
tíu síður af Facebook og var
hátt í viku að vinna úr efninu.
Næsta verkefni hans er að rann-
saka notkun unglinga á Face book
og hann hefur fengið aðgang að
tveimur slíkum síðum.
freyr@frettabladid.is
Skoðaði tvö hundruð
„statusa“ á Facebook
Finnur Friðriksson rannsakaði muninn á ummælum kynjanna á Facebook.
SKEMMTILEG RANNSÓKN Finnur Friðriksson hafði þrælgaman af því að rannsaka
Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUN
Konur voru mun duglegri í að nota upphrópunar-
merki eða broskarla á Facebook en karlar.
„Konur virðast nota heldur meira af upphrópunar-
merkjum og oftast þegar þær eru hneykslaðar á
einhverju eða lýsa yfir ánægju með eitthvað, til
dæmis með gott veður. Karlar nenna ekki að æsa
sig nema ef verið er að tala um íþróttir eða bíla,“
segir Finnur.
Konur nota broskarla oftar og kom Finnur auga
á átta mismunandi afbrigði af broskörlunum hjá
þeim. Karlar notuðu bara þrjú afbrigði af bros-
körlunum og tvö þeirra voru fýlukarlar. Hvað hjörtu varðar notuðu konur
þau eingöngu.
Konur nota fleiri upphrópunarmerki
Við skutlum Júlíu heim
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Birtingur treystir okkur fyrir
öruggri dreifingu á Júlíu
➜ Meðal umsjónarmanna Djöflaeyjunnar eru
Vera Sölvadóttir, Guðmundur Oddur Magnús-
son, Sigríður Pétursdóttir og Símon Birgisson.