Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 6

Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 6
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 KAUPMANNAHÖFN Hasssalar í Pusher Street í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn vilja borga skatta og gjöld af verslun sinni eins og hverjir aðrir kaupmenn í borginni. Málið hefur vakið töluverða athygli í dönskum fjölmiðlum í kjölfar fréttar í blaðinu Politi- ken um þessar óskir hasssölu- mannanna. Í fréttinni var haft eftir einum þeirra að um 99 pró- sent félaga sinna vilji að verslun þeirra verði gerð lögleg „svo við getum farið með afrakstur dags- ins í næsta bankabox eins og aðrir kaupmenn,“ eins og hann orðar það. Politiken ræddi við Morten Bödskov dómsmálaráðherra Dan- merkur í framhaldinu af framan- greindri frétt. Viðbrögð hans voru að segja þvert nei við þess- um óskum hasssölumannanna í Pusher Street. Bödskov segir það af og frá að dönsk yfirvöld muni semja um eitt eða annað við menn sem tilheyra skipulögðum glæpa- samtökum. Þar er hann að vísa til þess að Hells Angels stjórnar að mestu markaðinum í Kristjaníu. „Við ætlum ekki að gefast upp fyrir skipulögðum glæpasamtök- um sem standa að baki þessum fíkniefnaviðskiptum og öðrum glæpum,“ segir Bödskov. „Lög- leiðing á hassi myndi aðeins auka neyslu þess og fjölga fíklum og þannig skaða ungmenni okkar enn meir en orðið er.“ Frank Jensen yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar er jákvæður gagnvart því að lögleiða hass í borginni og hefur talað fyrir slíku undanfarna mánuði. Hann er hins vegar algerlega sammála dóms- málaráðherranum um að ekki komi til greina að semja um málið við hasssölumennina í Kristjaníu. Hugmyndir Frank Jensen ganga út á að hass verði selt í sérstökum verslunum undir ströngu eftirliti hins opinbera. Hann horfir eink- um til þess að draga úr glæpum sem tengjast hasssölunni en blóð- ugir götubardagar hafa geisað frá áramótum milli glæpagengja sem berjast um bestu sölustaðina í borginni þ.e. fyrir utan Kristjaníu. Jensen horfir einnig til þess að hægt væri að auka tekjur borgar- innar verulega ef hass væri gert löglegt. fridrik.indridason@365.is Hasssölumenn vilja borga opinber gjöld Hasssölumenn í Kristjaníu vilja borga skatta af verslun sinni. Dómsmálaráðherra Danmerkur segir fráleitt að semja við þá enda tilheyri þeir skipulögðum glæpa- samtökum. Undir það tekur borgarstjórinn, sem talað hefur fyrir lögleiðingu hass. SÖLUBORÐ Hasssölumenn við iðju sína í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. NORDIPHOTOS/AFP Pusher Street er einn stærsti hassmarkaður Evrópu, en þar eru að jafnaði til staðar á bilinu 25 til 30 sölubásar á hverjum degi. Talið er að veltan á hassmarkaðinum í Kaupmannahöfn liggi á bilinu 750 til 1.000 milljóna danskra króna, allt að rúmlega 20 milljarðar íslenskra króna, á hverju ári. Rúmlega helmingur þeirrar veltu er af sölu á Pusher Street. Stærsti hassmarkaður Evrópu LÖGREGLUMÁL „Samkvæmt íslenskum hegningar lögum varðar það sektum eða jafnvel fangelsi að dreifa klámi og ég held að það þurfi eitthvað að skoða framkvæmd og eftirfylgni þessara laga,“ segir Steinunn Gyðu- og Guð- jónsdóttir, starfskona Stígamóta, um það að íslenska lög reglan telur sig ekki hafa burði til að aðhafast vegna dreifingar á grófu klámi. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að íslenskar torrent-síður hýstu mjög gróft klám. Allir stjórnendur og notendur síðanna eru Íslendingar. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunn- ar, sagði lítið hægt að gera og það sé miður. Meðal þess sem mestri dreif- ingu hefur náð er myndskeið af grófri misnotkun á tékkneskri konu. Björg- vin segir lögregluna hafa heimild til að stöðva dreifingu ef viðkomandi kæri birtinguna. Þegar um útlend- inga er að ræða sé nær ómögulegt að aðhafast. „Konur sem hafa verið í viðtöl- um á Stígamótum til dæmis vegna vændis hafa nefnt það að klám sé í raun miklu verra en vændið af því að þá er búið að mynda ofbeldið gegn þeim og dreifa því og þær vita í rauninni ekkert hvar það dúkkar upp. Þannig að það er ekki hægt að ætla konum að vera að elta uppi myndskeið af þeim um allan heim, eins og skilja mætti af orðum yfirmanns kyn- ferðisbrotadeildar,“ segir Steinunn. - þeb Starfskona Stígamóta segir þurfa að endurskoða framkvæmd laga um klám: Geta ekki elt uppi myndir af sér STEINUNN Að sögn Steinunn- ar Gyðu- og Guðjónsdóttur, framkvæmdastýru athvarfs Stígamóta, þarf að endur- skoða framkvæmd og eftir- fylgni laga um klámefni. Sálfræðiþjónusta mín er flutt í Læknamiðstöð Austurbæjar, Álftamýri 1. Einnig bjóðast tímar á Skype. Ágústína Ingvarsdóttir, Cand. psych. - GSM 6638927 VIÐSKIPTI „Fyrst og fremst er það ánægjan yfir því að dómurinn hafi komist að sömu niðurstöðu og við þegar við fengum endurútreikn- inginn frá SP-fjármögnun. Við erum vissulega glaðir yfir því að þetta geti haft jákvæð áhrif á samfélagið allt,“ segir Axel Óli Ægisson, fram- kvæmdastjóri Plastiðjunnar. Fyrirtækið hafði betur gegn SP-fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, í Hæstarétti í gær. Deilt var um uppgjör lána- samnings Plastiðjunnar og SP-fjár- mögnunar vegna kaupa á Mercedes Benz-bifreið. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Axel segir ljóst að fordæmisgildið sé gríðarlegt og í húfi séu tugþúsund- ir samninga upp á milljarða króna. Hann segir viðbrögðin hafa verið gríðarleg í kjölfar dómsins, en fjöldi jákvæðra símhringinga og ummæla fólks sem telur sig vera í sömu stöðu og fyrirtækið sé staðfesting á því. „Við töldum að á okkur hefði verið brotið og erum bara þeirra gerðar að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga,“ segir Axel. Í tilkynningu frá Landsbank- anum kemur fram að beðið hafi verið eftir dóm nu m og ánægju lýst með að niðurstaða skuli vera feng- in og óvissu eytt sem ríkt hafi um endurreikning bílálána. „Landsbankinn hefur nú þegar hafið vinnu við að yfirfara endurreikning allra sambærilegra bílalánasamninga hjá bankanum. Þar sem við á mun endurreikning- urinn verða leiðréttur þannig að hann verði í samræmi við niður- stöðu dómsins,“ segir þar. Lán sem þarfnast skoðunar í bankanum vegna dómsins eru sögð um það bil 30 þúsund tals- ins. „Vinnunni verður hraðað eins og auðið er og er gert ráð fyrir að fyrstu bílalánin verði leiðrétt í byrj- un júlí næstkomandi.“ - mhh/óká Plastiðjan hafði betur í Hæstarétti í slag um endurútreikning fimm milljóna króna bílaláns fyrir Mercedes Benz-bifreið: Um 30 þúsund lán Landsbankans í endurútreikning BÍLLINN Hér má sjá steininn sem velti hlassinu, en þetta er bíllinn sem Plast- iðjan höfðaði málið út af. MYND/STÖÐ2 AXEL ÓLI ÆGISSON SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar brást í gær við aðstoðarbeiðni frá norsku farþegaskipi vegna far- þega sem fengið hafði hjartaáfall um borð. Skipið var staðsett um 47 sjó- mílur suður af Ingólfshöfða og fékk strax fyrirmæli um að sigla nær landi til að þyrlan þyrfti ekki að fljúga jafnlangt. Þyrlan var kölluð út klukkan 15.42 og fór TF-GNÁ í loftið 16.14. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar var sjúklingur- inn kominn um borð í þyrluna klukkan 17.42 og lent var klukkan 18.39 við Landspítalann í Foss- vogi. - hó Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð að norsku farþegaskipi: Flogið með farþega á sjúkrahús BJÖRGUN Landhelgisgæslunni barst í gær aðstoðarbeiðni frá norsku farþega- skipi vegna farþega um borð sem fékk hjartaáfall. TF-GNÁ fór á staðinn og flutti manninn á sjúkrahús. MYND/LHG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.