Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 18
1. júní 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN En reizlan var bogin og lóðið var lakt,/ og létt reyndist allt, sem hún vó;/ útnesja fólkið var fátækt og spakt, / flest mátti bjóða því svo.“ Þetta er erindi úr Bátsenda pundaranum. Með því kvæði lyfti Grímur Thom- sen í sögulegt æðra veldi viður- eign Skúla fógeta við einokunar- kaupmenn sem höfðu rangt við í viðskiptum. Á tímum einokunarinnar var gjaldmiðillinn stöðugur. En því skammrifi fylgdu margvís legir bögglar. Landsmenn gátu til að mynda ekki treyst á að kaupmenn vigtuðu rétt. Að því er þessa tvo þætti varðar lá viðskiptaóvissan því fremur í vigtinni en gjaldmiðlinum. Þótt margt hafi breyst í aldanna rás eru vigtin og gjald- miðillinn enn lykilatriði í við- skiptum. Þeirri óvissu sem áður fylgdi vigtinni hefur hins vegar verið eytt að mestu með alþjóð- legum eftirlitsreglum og sam- keppni. En þegar kemur að því að meta verðgildi krónunnar er reislan nú bogin og lóðið lakt. Þar liggur óvissan. Það er þessi óvissa sem Alþýðu- sambandið og Samtök atvinnulífs- ins vilja draga úr. Tilgangurinn er stöðugleiki með viðskiptafrelsi og þar með meiri verðmætasköpun og hærri kaupmætti. Vinnumarkaður- inn hefur því kallað eftir þríhliða samvinnu við nýja ríkisstjórn. Hún hefur tekið því kalli vel og reyndar sagt að það sé forsenda árangurs í baráttunni fyrir viðreisn þjóðar- búskaparins. Í stjórnarsáttmálanum hefur ríkis stjórnin aftur á móti sett það sem skilyrði að ekki megi ræða aðrar lausnir til frambúðar í peninga málum en krónuna. En vandinn er sá að eftir leið þríhliða samninga verður vafningasamara að finna raunhæfar og varanlegar lausnir hafi Þrándur í Götu stærra hlutverk en hugsjónir Skúla fógeta. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Er enginn Skúli á sviðinu? Þröngsýni ríkisstjórnarinnar lýtur ekki einvörðungu að álitaefnum varðandi fram- tíðarskipan gjaldmiðilsmála. Hún hefur einnig ákveðið að hætta aðildarviðræðunum við Evrópu- sambandið; öndvert við vilja meiri- hluta þjóðarinnar eins og hann mælist í skoðanakönnunum. Í stað dýpri efnahagssamvinnu á innri markaðnum er tvíhliða samvinna við Asíuþjóðir síðan sett í forgang. Ríkisstjórninni gengur vita- skuld gott eitt til með skilyrð- inu um krónuna, rétt eins og aðil- um vinnumarkaðarins sem telja það óskynsamlegt. Afstaða ríkis- stjórnarinnar byggist ekki á því réttmæta sjónarmiði að hægja á viðræðunum vegna umbrota innan Evrópusambandsins. Nær lagi er að rætur hennar liggi í eins konar pólitískri meinloku. Óumdeilt er að efnahagur lands- ins fór batnandi með vaxandi sjálf- stjórn. Ástæðan fyrir því var sú að heimastjórn og síðar fullveldi var nýtt til að auka frelsi í við- skiptum fyrst inn á við og síðar út á við í samvinnu við aðrar þjóðir. En fullveldisréttur sem nýttur er til að takmarka þetta frelsi er jafn slæmur hvort heldur sem boðin koma úr danska kansellíinu eða stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg. Meinlokan er að líta svo á að óskorað fullveldi yfir eigin mynt með takmörkuðu viðskiptafrelsi sé betri kostur en óheft viðskipta- frelsi með sameiginlegri mynt og takmörkuðum beinum yfirráðum á því sviði. Einokunarkaupmenn- irnir vildu halda í þá stöðu að geta skekkt lóðin á reislunni. Ríkis- stjórnin ætlar, hvað sem það kost- ar, að halda í mynt sem er breyti- legasti verðmætamælikvarði í víðri veröld. Það er líka viðskipta- hindrun. Afleiðingin er minni verð- mætasköpun og lakari lífskjör. Hlutverk Þrándar í Götu Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum aðila vinnumarkaðar-ins um nýja sýn á gerð kjara- samninga og hugmyndir um bætt vinnubrögð. Þeir ákváðu að sækja fyrirmyndir til grannríkjanna sem tekist hefur að auka kaupmátt samhliða lágri verðbólgu. Ríkis- sáttasemjari skipulagði kynnis- ferð til Norðurlandanna í þessum tilgangi. Markmiðið er að allir sem hlut eiga að máli við gerð kjara- samninga hafi sameiginlega sýn á svigrúm til aukins kostnaðar og kjarabóta næstu árin. Þessi samtök hafa ekki sammælst um nýja mynt eða aðild að Evrópu- sambandinu. Því fer fjarri, en þau vilja ekki loka dyrum fyrir fram. Sú afstaða er auðskilin í ljósi þess að án alvöru mælikvarða í stöð- ugri mynt eru skammtímalausnir nærtækasta úrræðið. Ríkisstjórnin hefur leyst úr læðingi nokkra bjartsýni með þjóðinni. Flest bendir til að lokuð pólitísk staða verði opnuð og ný tækifæri gefist í þjóðarbú- skapnum. En reginmunur er á því hvort úrlausnir hennar byggjast á skammtímasjónarmiðum eða lang- tímahugsun um kerfisleg nýmæli. Í þessu ljósi er því óskiljan- legt að ríkisstjórnin skuli útiloka kerfis breytingar í gjaldmiðils- málum þegar aðilar vinnu- markaðar ins bjóðast til að ræða samstarf til lengri tíma á víð- tækari grundvelli en áður hefur þekkst um stöðugleika og bætt kjör. Ný hugsun aðila vinnumarkaðarins D rög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulags- málum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulags- drögunum undanfarna daga benda til að pólitísk sam- staða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þétt- ingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkenni- leita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgs- óskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfis- verndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsa- raðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meiri- hluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki bygg- ingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðu- þingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætis- ráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur. Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur markar tímamót: Undið ofan af klúðri fortíðar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Kennt í Sjúkraþjálfaranum Hafnarfirði 691 0381 Kristin Björg Yoga í sumar Aukin orka • rétt öndun • góð slökun BOÐIÐ UPP Á KLIPPIKORT Þú tapar aldrei tíma þótt þú getir ekki mætt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.