Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 26
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Þetta er magnað verk og frábært hlutverk að takast á við fyrir ný útskrifaðan leikara,“ segir Þorvald-ur Davíð Kristjánsson, sem fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt sem verður frum- sýnd á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins næsta vetur. Þorvaldur hefur jafnframt gengið frá fastráðning- arsamningi við Borgarleikhúsið og fer með hlutverk í fleiri sýningum á næsta leikári, meðal annars í leik- ritinu Jeppi á fjalli eftir Ludvig Hol- berg sem æfingar eru nýhafnar á. Simon Stephens er höfundur sýningarinnar Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem byggir á sam- nefndri skáldsögu Mark Haddon. Sagan fjallar um óvenjulegan dreng, Christopher, sem leggur í lang- ferð til að fá skilning á heimi full- orðna fólksins. Borgarleikúsið er fyrsta leikhúsið í heiminum til að til að tryggja sér sýningar réttinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt utan Bretlands og leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þorvaldur segist hlakka mikið til.„Hilmar Jónsson leikstjóra þekki ég til dæmis vel enda hef ég unnið með honum tvisvar áður, í Hafnarfjarðar leikhúsinu og Þjóð- leikhúsinu. Hann er flottur leik- stjóri og það verður gaman að vinna með honum. Við erum í raun nýbyrjuð að undirbúa sýninguna, vinna að persónu sköpun og slíku, og það á ýmislegt eftir að koma í ljós.“ Aðspurður viðurkennir Þorvaldur Davíð að Magnús Geir Þórðar son, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hafi mikinn sannfæringarkraft en ekki hafi þurft mikið til að sann- færa hann um að skrifa undir hjá Borgarleikhúsinu. Leikarinn útskrifaðist frá Juilliard-listaháskólanum í New York seinni hluta árs 2011 og hefur síðan dvalið bæði í Los Angeles og hér heima á Íslandi í ýmsum verkefnum. Þar á meðal fór með hann aðalhlutverk í spennumynd- inni Svartur á leik og hefur ný- lokið tökum á kvikmyndinni Von- arstræti, sem verður frumsýnd í kringum áramótin. Í sumar hefj- ast tökur á enn einni myndinni sem Þorvaldur leikur í, Blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur, auk þess sem Þorvaldur vinn- ur þessa dagana að undirbúningi sjónvarps seríu byggða á spennu- sögum Ragnars Jónas sonar. Í síð- astnefnda verkefninu hyggst Þor- valdur leika aðalhlutverk og taka einnig þátt í framleiðslu þátta- raðarinnar ásamt Sagafilm. Því lítur út fyrir að Þorvaldur muni hafa lítinn frítíma í sumar, en hann á von á barni síðsumars ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karlsdóttur. „Við ætlum þó að reyna að komast eitthvert út á land, vonandi austur á Fáskrúðsfjörð að hitta fjölskyldu sem ég á þar. Það er draumur inn að komast þangað.“ Í kvikmyndinni Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z, sem tök- um er nýlokið á, leikur Þorvaldur Davíð fyrrverandi atvinnu- mann í knattspyrnu sem byrjar að vinna í banka. Leikarinn, sem sjálfur æfði fótbolta í mörg ár með Þrótti Reykjavík, fékk að rifja upp gamla takta við tökurnar. „Ég fékk að sóla nokkra á gervigrasinu í Egilshöll þar sem karakterinn minn spilaði fyrir- tækjabolta. Ég þurfti aðeins að skerpa á knattspyrnukunnáttunni, horfa á vídeóspólur frá Knattspyrnuskóla KSÍ og skoða teiknimyndirnar um Kalla og kýklópana á YouTube,“ segir hann og hlær. HELGIN 1. júní 2013 LAUGARDAGUR Kominn í Borgarleikhúsið Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleik- húsið og fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt á næsta leikári. FASTRÁÐINN Þorvaldur Davíð hefur alið manninn í Los Angeles og á Íslandi síðan hann úrskrifaðist úr Juilliard- listaskólanum árið 2011. Hann verður hér heima á næstunni enda önnum kafinn í hinum ýmsu verkefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Horfir á Kalla og kýklópana Hollywood-leikarinn Will Smith og fjöl- skylda eru örugglega mestu hetjur samtím- ans – í það minnsta á hvíta tjaldinu. Sam- tals hafa þau bjargað lífi 63.648.098.766 manns í bíómyndunum sem þau hafa leikið í. Þá er ótalið hversu oft fjölskyldan hefur bjargað sálarlífi fólks með yfirburða- popptónlist. Fjölskyldufaðirinn Will ber höfuð og herðar yfir fólkið sitt þótt sonurinn Jaden sæki stöðugt í sig veðrið. Saman bjarga þeir einmitt mannkyninu í After Earth, sem frumsýnd verður á fimmtudaginn. - bþh Smith-fj ölskyldan bjargar heiminum Engin fj ölskylda í heiminum hefur bjargað mannkyninu jafn oft og fj ölskylda Will Smith. Will pabbinn Jaden sonurinn Jada mamman Willow dóttirin MANNKYNIÐ ÞARFNAST OFTAST EPÍSKRAR BJÖRGUNAR Dreifing fjölda kvikmynda þar sem einhver Smith bjargar mannslífum og hverju var bjargað. ■ Bjargar fleiri en einni manneskju ■ Bjargar öllu mannkyninu ■ Bjargar óbeint HEIMILD: WIRED MAGAZINE Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri Vorhátíð, Esjan og útskrift arafmæli Á laugardagsmorguninn fer ég á Vorhátíð Austurbæjarskóla, Eyja mín er að klára 8. bekk og Gylfi að útskrifast úr 10. nú eftir helgi. Vor- hátíðir skólans eru stórskemmtilegar og hinn ljúfasti vorboði síðustu árin. Svo ætlum við Sara vinkona að skutlast upp á Esjuna og niður aftur, okkur til yndisauka og heilsubótar. Undir kvöld á ég von á gömlum bekkjarfélögum úr 6A í fordrykk, en við fögnum nú 20 ára stúdentsafmæli. Erum líklega yngstu 20 ára stúdentar sem sögur fara af. Á sunnudaginn ætlum við vinkonurnar í hinu mæta kvenfélagi Ung og aðlaðandi að snæða saman hádegis- verð, með okkar ektamönnum. Það verður líklega hápunktur á annars dásamlegri helgi. Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is Helga Arnardóttir fréttamaður Bíó og grænir fi ngur Planið er að fara að sjá myndina The Great Gatsby. Ég hef einnig ákveðið að reyna að kaupa ferskar matjurtir til að gróðursetja í pottana á pallinum mínum, vona að ég hljómi ekki of miðaldra. Magnús Tumi Guðmunds- son jarðeðlisfræðingur Á leið í Grímsvötn Ég er að fara upp á Vatna- jökul í dag og ætla að vera við rannsóknir á Gríms- vatnasvæðinu yfir helgina. Það er alltaf tilhlökkunarefni að komast upp á jökul. Steindór Grétar Jónsson sérfræðingur Slakað á eft ir fl utninga Ég ætla á The Quijada Orchestra á Volta í kvöld og svo reyna að slaka á eftir flutninga í vikunni, kannski horfa aftur á nýju Arrested Development seríuna. Myndlist Árleg menningarveisla á Sólheimum í Grímsnesi hefst í dag. Klukkan 13 verður menningar- veislunni formlega hrundið af stað með opnun á sýningunni Fuglalífi í Ingustofu. Þaðan verður síðan gengið á milli annarra sýningastaða. Tónleikar Sólheimakórsins verða í Sólheimakirkju kl. 14 og kl. 15 verður kynningin á ormaræktinni í Sesselju- húsi. Samhliða opnun Menningarveisl- unnar verður verkið Fjörfiskur eftir Jón B. Jónasson afhjúpað af dóttur hans, Huldu Ósk, í Höggmyndagarði Sólheima. Á morgun verður svo messa í Sólheimakirkju kl. 14. Menningarveisla í Grímsnesi Árleg veisla á Sólheimum Tónlist Hin árvissa djasssumartón- leikaröð veitingahússins Jómfrúar- innar við Lækjargötu hefst í dag. Í ár verða tónleikar alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur kvartett söngkonunnar Krist- jönu Stefánsdóttur. Auk hennar skipa hljómsveitina þeir Kjartan Valdemars son á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Þau munu flytja fjölbreytt úrval sígrænna djasslaga. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17 og fara fram utandyra á Jómfrúar- torginu. Aðgang- ur er ókeypis. Djass alla laugardaga Sumardjass á Jómfrúnni Náttúrulíf Áhugafólk um fugla getur gengið um friðlandið í Flóa síðdegis í dag með leiðsögn. Friðlandið er ein af skrautfjöðrum Fuglaverndar, enda verpa þar 25 tegundir að staðaldri, og nú er tilvalinn tími til að skoða hina fjölbreyttu fánu votlendisfugla. Gangan hefst klukkan 16.30 og Hjálmar A. Jónsson mun leiða hana. Mæting er við fuglaskoðunarskýlið við bílastæði í Friðlandinu. Mikilvægt er að vera vel skóaður, muna eftir sjónauka og jafnvel hand- bók um fugla. Fuglaskoðun með Fuglavernd Gengið um Flóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.