Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 48
FÓLK|HELGIN Pabbi kallaði mig alltaf Trillu þegar ég var lítil og nafnið festist við mig. Í seinni tíð hef ég líka verið kölluð amma dreki af barnabarninu og strákunum í skól- anum og er með það húð flúrað á bakið,“ segir Jónína, sem ólst upp í braggahverfinu Höfðaborg, þar sem nú stendur turninn í Borgartúninu í Reykjavík. „Ég hef alltaf verið heilluð af hafinu og lék mér við sjóinn sem krakki. Mig langaði að læra um sjó- mennsku og vélar og byrjaði að læra til vélstjóra fyrir margt löngu en hætti í náminu og fór þá á troll. Þegar ég varð fyrir eitrun í fingri, sem háði mér um tíma, fannst mér eins gott að nýta tímann til náms og stefndi á fyrsta stigið, sem gef- ur stýrimannsréttindi á 45 metra skipi. Fyrir þrýsting frá kennurum kláraði ég á endanum skipstjórann og sé ekki eftir því,“ segir Jónína, sem nú hefur skipstjórnarréttindi á farflutningaskip, sem eru gámaskip, togarar og öll stór skip á heimsins höfum. „Ég má nú stýra öllum skipum og eftir að hafa lokið fjórða stigi næsta vor get ég orðið skipherra á gæslu- skipunum. Það er voða skrýtin til- finning að vera orðin skipstjóri og aðskilnaður við strákana í skólan- um skilur eftir sig tómarúm,“ segir Jónína, sem í starfi skipstjóra tekst á við mikla ábyrgð. „Mér vex ekkert í augum og alls ekki að stýra stórum skipum. Engin tvö skip eru eins og þau láta mis- jafnlega í sjó. Þau hafa sinn eigin sterka karakter og því þarf að læra að stýra hverju og einu þeirra.“ KALLINN OG SKIPSTJÓRAFRÚIN Jónína hefur aldrei orðið sjóveik og líður hvergi betur en á sjó. „Ég hef alltaf ímyndað mér að sjóveiki sé svipuð því þegar ég gekk með tvíburana og ældi alla með- gönguna. Ég vorkenni sjóveikum óskaplega og hef séð sjóveika menn gráta og liggja í koju allan túrinn. Sjálf fæ ég stundum sjóriðu og þarf þá að skorða mig í rúminu heima, sem eru skrýtin áhrif sjóverunnar þegar komið er í land.“ Jónína segir sjómannsstarfið líkam lega erfitt en andlega nærandi. „Sjómennska á óskaplega vel við mig og ég kem yfirleitt endurnærð í land. Félagsskapurinn um borð er frábær og ég hef alltaf verið ein af hópnum þótt ég sé eina konan í áhöfninni. Ég hef kynnst yndisleg- um karakterum til sjós og allt eru það harðduglegir menn.“ Jónína kveðst ekki kvíða því að setjast í stól yfirmanns skipsfélaga sinna sem skipstjóri. „Skipstjórinn er einn af hópnum þótt hann sé líka mikið einn í brúnni. Þar er langt í frá einmana- legt og maður hefur náttúruna í kringum sig, fugla og hvali. Skipverj- um ber svo að fara eftir skipunum skipstjóra og auð vitað er alltaf sagt „helvítis kallinn“ um skipstjórann. Sem kona er ég þegar kölluð „kall- inn“ og spurning hvað á þá að kalla eigin manninn en stungið hefur ver- ið upp á að það verði skipstjórafrú,“ segir Jónína og hlær við. MISSTI FINGUR Á SJÓ Jónína er fjögurra barna móðir og á eitt barnabarn og eiginmann sem starfar í Noregi. „Víst er krökkunum ekki sama þegar ég er til sjós í vitlausu veðri en yngsti strákurinn, nú tæpra fimmtán ára, hefur komið með mér og það hefur dregið úr ugg hans. Sjálf hef ég ekki orðið hrædd á sjó en man eftir snarvit- lausu veðri vestan Snæfellsness þegar ég hugsaði að tvennt væri nú í stöðunni; annaðhvort flyti helvítis dallurinn eða sykki. Það má lítið út af bera á sjó og þarf ekki nema eina stóra gusu til að maður sé horfinn. Á sjó er maður stöðugt í lífshættu og þegar talað er um launamál sjómanna er ljóst að þau eru lág miðað við hvað starfið útheimtir. Þeir eiga hverja krónu skilið og gott meira en það. Sjálf hef verið hætt komin en læt það ekki stoppa mig og missti fing- ur þegar ég skar mig lítinn skurð og var bitin af eitruðum hlýra. Það háir mér þó ekkert í dag og ég á sem betur fer níu fingur til vara,“ segir Jónína og brosir. HÁSETI, KOKKUR OG VÉLSTJÓRI Á sjómannsferlinum hefur Jónína starfað á fiskiskipum og mætir sem háseti um borð í Jóhönnu Gísladóttir ÍS 7 frá Grindavík eftir sjómannadagshelgina. „Ég geng í öll störf á skipum og tek það sem vantar, hvort sem það er vélstjóri, háseti eða kokkur. Mig langar að stýra farskipum og hef sótt um starf stýrimanns hjá Eimskip sem hefur fyrir stefnu að konur gangi fyrir til að jafna hlut kvenna til sjós.“ Jónína finnur sjómennskunni ekkert til foráttu nema „fjárans skattinn“. „Skatturinn mætti hirða minna af launum sjómanna en tekur 44 prósent af tekjum okkar. Þá eru sjómenn án sjómannaafsláttar og fá ekki greiddan kostnað við fatnað, sem er umtalsverður. Þetta þarf að laga og minna á í aðdrag- anda sjómannadags.“ Jónína, sem er búsett í Sand- gerði, hefur lítið sótt hátíðahöld sjómannadags í liðinni tíð en ætlar nú að skella sér á Sjóarann síkáta í Grindavík. „Maður verður að fá sér öl á þessum degi svona einu sinni,“ segir hún brosmild og hamingju- söm. „Sjómannsstarfið er ákaflega heillandi og ég elska og dýrka það að vera úti á sjó. Við erum ekki margar mömmurnar til sjós og vitaskuld getur verið erfitt að vera fjarri ástvinum sínum en yfir þessu er ævintýraljómi og hafið lokkar og laðar.“ ■ thordis@365.is HELVÍTIS KALLINN SKIPSTÝRA Jónína Þórunn Hansen er nýútskrifaður skipstjóri og lærir til skipherra næsta haust, sem er æðsta stig skipstjórnar innan skipaflotans. ÁFRAM KONUR Jónína er fædd í koti skammt frá Keldum á Rangárvöllum og var skírð eftir ljósmóður- inni Jónínu Þórunni Jónsdóttur frá Keldum, sem tók á móti henni. Jónína segir að konur mættu vera fleiri til sjós og að karlkyns skipsfélagar hennar tali iðulega um hversu góð áhrif það hafi á andrúmsloftið að hafa konu í áhöfninni. MYND/GVA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.