Fréttablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 50
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4
Hjartavernd hefur um áratuga skeið boðið landsmönnum upp á áhættumat þar sem einstak-
lingar geta fengið mælingar á helstu
áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma
og um leið heildstætt mat á því hverjar
líkurnar séu á því að fá hjartasjúkdóma
síðar á lífsleiðinni. Árið 2005 var Hjarta-
rannsókn ehf. stofnuð til að annast
áhættumat Hjartaverndar og segir Þór-
dís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir
hjá Hjartarannsókn ehf., að matið
sé góð fyrirbyggjandi aðgerð. „Við
metum stöðuna á þörfinni til að grípa í
taumana. Áhættumatið er þannig ekki
hugsað fyrir þá sem hafa klár einkenni
og þekktan hjartasjúkdóm.“
Áhættumatið er gert í tveimur
heimsóknum. Fyrst mælir hjúkrunar-
fræðingur ýmsa þætti hjá viðkomandi
aðila og í seinna skiptið fer læknir yfir
niðurstöðurnar og ræðir næstu skref ef
nauðsyn þykir. „Í fyrstu mælum við þá
þætti sem skipta raunverulega miklu
máli og hafa forspárgildi fyrir hjarta- og
æðasjúkdóma. Við mælum til dæmis
hæð, þyngd, mittismál, blóðþrýsting
og tökum blóðprufur í formi blóðfitu-
mælingar. Þannig mælum við kólest-
eról og blóðsykur, auk þess sem við
mælum þætti eins og nýrnastarfsemi
og blóðgildi sem ekki eru áhættuþættir
en gefa okkur viðbótarupplýsingar um
einstaklinginn til að fá stærri heildar-
mynd. Í vissum tilfellum er einnig gerð
öndunarmæling.“
Nokkrum dögum síðar hittir svo við-
komandi einstaklingur lækni þar sem
framkvæmd er frekari líkamsskoðun,
meðal annars á hjarta- og æðakerfi. Auk
þess er tekið ítarlegt viðtal þar sem
reynt er að fá fram hvort einhver ein-
kenni hjarta- og æðasjúkdóma séu til
staðar. Að lokum eru ræddar úrlausnir
og ábendingar varðandi áhættuþætti og
einhvers konar meðferðir ef þarf.
Notaður er áhættureiknir Hjarta-
verndar til að reikna áhættu á krans-
æðasjúkdómi á næstu 10 árum. „Hann
er notaður sem hjálpartæki en síðan
leggjum við frekara mat á líkindareikn-
inginn, til dæmis hvort viðkomandi
sé með aukaáhættu í formi mikillar
ættarsögu.“
HUGAÐ AÐ HEILSUNNI
HJARTARANNSÓKN KYNNIR Áhættumat er góð fyrirbyggjandi aðgerð til að
meta hvort grípa þurfi í taumana. Karlar þurfa að huga fyrr að matinu.
HJARTASJÚKDÓMAR Áhættumatið er gert í tveimur heimsóknum, segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir. MYND/ANTON
ÆTTARSAGA
Að sögn Þórdísar
er 35 ára aldur
heppilegur tími fyrir
karlmenn til mæta
í skoðun en konur
geta beðið aðeins
lengur. „Ef það er
sterk fjölskyldusaga
um kransæðasjúk-
dóma ráðleggjum
við karlmönnum
að koma um 25 ára
aldur og konum um
þrítugt.“
Nánari upplýsingar
má finna á
www.hjartarann-
sokn.is
Gamli bærinn í Laufási í
Eyjafirði opnar dyr sínar upp
á gátt í dag klukkan 9, þegar
sumaropnun tekur gildi í Gamla
bænum.
Boðið er upp á þjóðlegt kaffi,
kleinur og pönnukökur til sölu
í bænum. Á morgun, sunnudag,
verður handverksfólk úr
Þjóð háttafélaginu Handraðanum
að störfum milli klukkan 14 og
16. Hægt verður að bregða sér á
hestbak en starfsfólk Pólarhesta
verður með gæðinga á staðnum
og teyma undir yngstu
gestunum á flötinni. Gamli
bærinn í Laufási er í umsjón
Minjasafnsins á Akureyri en
í eigu Þjóðminjasafns. Opið
verður daglega í sumar frá
klukkan 9 til 17 til 1. september.
KAFFI OG PÖNNSUR Í LAUFÁSI
Sumarið er komið í Laufási en frá og með deginum í dag er opið daglega í
gamla bænum. Handverksfólk verður að störfum í bænum á morgun.
LAUFÁS
Sumaropnun hefst í dag í
Gamla bænum í Laufási.
KUNG FU
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Í samstarfi við Kína-Capital Institute of Physical Education
ITR Sumarnámskeið
Fyrir börn
og unglinga
SUMARSKRÁNING
HAFIN
Það er sama hvað er að gerast - við seljum miðana.
LANGAR ÞIG
Í LEIKHÚS?
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA