Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 50
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 Hjartavernd hefur um áratuga skeið boðið landsmönnum upp á áhættumat þar sem einstak- lingar geta fengið mælingar á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og um leið heildstætt mat á því hverjar líkurnar séu á því að fá hjartasjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Árið 2005 var Hjarta- rannsókn ehf. stofnuð til að annast áhættumat Hjartaverndar og segir Þór- dís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir hjá Hjartarannsókn ehf., að matið sé góð fyrirbyggjandi aðgerð. „Við metum stöðuna á þörfinni til að grípa í taumana. Áhættumatið er þannig ekki hugsað fyrir þá sem hafa klár einkenni og þekktan hjartasjúkdóm.“ Áhættumatið er gert í tveimur heimsóknum. Fyrst mælir hjúkrunar- fræðingur ýmsa þætti hjá viðkomandi aðila og í seinna skiptið fer læknir yfir niðurstöðurnar og ræðir næstu skref ef nauðsyn þykir. „Í fyrstu mælum við þá þætti sem skipta raunverulega miklu máli og hafa forspárgildi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Við mælum til dæmis hæð, þyngd, mittismál, blóðþrýsting og tökum blóðprufur í formi blóðfitu- mælingar. Þannig mælum við kólest- eról og blóðsykur, auk þess sem við mælum þætti eins og nýrnastarfsemi og blóðgildi sem ekki eru áhættuþættir en gefa okkur viðbótarupplýsingar um einstaklinginn til að fá stærri heildar- mynd. Í vissum tilfellum er einnig gerð öndunarmæling.“ Nokkrum dögum síðar hittir svo við- komandi einstaklingur lækni þar sem framkvæmd er frekari líkamsskoðun, meðal annars á hjarta- og æðakerfi. Auk þess er tekið ítarlegt viðtal þar sem reynt er að fá fram hvort einhver ein- kenni hjarta- og æðasjúkdóma séu til staðar. Að lokum eru ræddar úrlausnir og ábendingar varðandi áhættuþætti og einhvers konar meðferðir ef þarf. Notaður er áhættureiknir Hjarta- verndar til að reikna áhættu á krans- æðasjúkdómi á næstu 10 árum. „Hann er notaður sem hjálpartæki en síðan leggjum við frekara mat á líkindareikn- inginn, til dæmis hvort viðkomandi sé með aukaáhættu í formi mikillar ættarsögu.“ HUGAÐ AÐ HEILSUNNI HJARTARANNSÓKN KYNNIR Áhættumat er góð fyrirbyggjandi aðgerð til að meta hvort grípa þurfi í taumana. Karlar þurfa að huga fyrr að matinu. HJARTASJÚKDÓMAR Áhættumatið er gert í tveimur heimsóknum, segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir. MYND/ANTON ÆTTARSAGA Að sögn Þórdísar er 35 ára aldur heppilegur tími fyrir karlmenn til mæta í skoðun en konur geta beðið aðeins lengur. „Ef það er sterk fjölskyldusaga um kransæðasjúk- dóma ráðleggjum við karlmönnum að koma um 25 ára aldur og konum um þrítugt.“ Nánari upplýsingar má finna á www.hjartarann- sokn.is Gamli bærinn í Laufási í Eyjafirði opnar dyr sínar upp á gátt í dag klukkan 9, þegar sumaropnun tekur gildi í Gamla bænum. Boðið er upp á þjóðlegt kaffi, kleinur og pönnukökur til sölu í bænum. Á morgun, sunnudag, verður handverksfólk úr Þjóð háttafélaginu Handraðanum að störfum milli klukkan 14 og 16. Hægt verður að bregða sér á hestbak en starfsfólk Pólarhesta verður með gæðinga á staðnum og teyma undir yngstu gestunum á flötinni. Gamli bærinn í Laufási er í umsjón Minjasafnsins á Akureyri en í eigu Þjóðminjasafns. Opið verður daglega í sumar frá klukkan 9 til 17 til 1. september. KAFFI OG PÖNNSUR Í LAUFÁSI Sumarið er komið í Laufási en frá og með deginum í dag er opið daglega í gamla bænum. Handverksfólk verður að störfum í bænum á morgun. LAUFÁS Sumaropnun hefst í dag í Gamla bænum í Laufási. KUNG FU DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Í samstarfi við Kína-Capital Institute of Physical Education ITR Sumarnámskeið Fyrir börn og unglinga SUMARSKRÁNING HAFIN Það er sama hvað er að gerast - við seljum miðana. LANGAR ÞIG Í LEIKHÚS? F ÍT O N / S ÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.