Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 51

Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 51
 | FÓLK | 5 Nú stendur yfir alþjóðleg kvik- myndahátíð í Bíó Paradís. Sýndar eru áhugaverðar kvikmyndir fyrir börn sem hafa hlotið viðurkenningar um allan heim. Markmiðið er að slík hátíð verði haldin árlega en hún er hugsuð til að vekja áhuga barna á kvik- myndum og kvikmyndamenningu, stuðla að tengslum við líf og umhverfi annarra barna víða um heim og færa börnum fjölbreyttari upplifun á hvíta tjaldinu en þau hafa haft aðgang að hingað til. Meðal þess sem boðið er upp á í dag er verðlaunamyndin Mrs. Miller en það er mynd sem bar sigur úr býtum í yngri flokki Mynd- vers grunnskólanna. Hún fjallar um tvo krakka sem verða forvitnir um af- drif heimsfrægrar kvikmyndastjörnu (Mrs. Miller) og reyna að leysa tíu ára gamla morðgátu sem leiðir til óvæntra endaloka. Kvikmyndagerðar- menn: Karólína Jack, Hekla Sól Haf- steinsdóttir, Helga Björg Óladóttir, Elísa Björg Tryggvadóttir og Una Mist Óðinsdóttir. ■ SKEMMTUN Hátíðin Sjóarinn síkáti í Grinda- vík hefur verið ein vinsælasta bæjarhátíð landsins en hún fer ævinlega fram um sjómanna- helgina. Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina og mikið er lagt upp úr vandaðri barna- dagskrá. Um 20 þúsund manns tóku þátt í hátíða rhöldum í fyrra. Bænum er skipt upp í fjögur litahverfi til að búa til skemmtilega stemningu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram á Sjóar- anum síkáta að þessu sinni. Þar má meðal annars nefna Magga Eiríks og KK, Bubba Morthens, Skálmöld, Matta Matt, Pál Óskar, Rokkabillýbandið, Skíta- móral, Gissur Pál Gissurarson og Unni Eggertsdóttur. Brúðubíllinn verður á staðnum og sömuleiðis Skoppa og Skrítla, hoppukastalar og trúðar. Þá er hægt að fara í skemmtisiglingar. Guðbergsstofa verður form- lega opnuð í Kvikunni á sunnu- daginn kl. 16.00 og verður jafnframt málþing til heiðurs Guðbergi Bergssyni, rithöfundi og heiðursborgara Grindavíkur. Guðbergsstofa er safn og sýn- ing um Guðberg en hann fædd- ist í Grindavík og ólst þar upp. SJÓARINN SÍKÁTI ■ FUGLASKOÐUN Fuglavernd býður upp á fugla- skoðun í dag í samvinnu við Norræna húsið. Gengið verður um friðlandið í Vatnsmýrinni og í kringum Tjörnina og leiðir Aron Leví áhugasama í gegnum fuglalífið á Hústjörn, Vatns- mýrartjörn, Þorfinnstjörn, Suður tjörn og Norðurtjörn. Gangan hefst klukkan 16. Lagt verður af stað frá anddyri Norræna hússins og tekur gangan um klukkustund. Gangan er öllum opin og er áhugasömum bent á að klæða sig eftir veðri og hafa sjónauka meðferðis. Sjá www.norraenahusid.is. FUGLALÍFIÐ Í MÝRINNI KVIKMYNDAHÁTÍÐ BARNA Í BÍÓ PARADÍS Hjartasjúkdómar eru stundum eins og borgarísjakinn, að stórum hluta dulinn og ósýnilegur nema skyggnst sé undir yfirborðið. Með áhættumati er hægt að: • greina áhættuþætti og meta líkurnar á kransæðsjúkdómi • greina áður óþekktan kransæðasjúkdóm • veita ráðgjöf um lífsstíl • hefja meðferð við áhættuþáttum ef við á • beina þeim sem þarfnast frekari sérfræðimeðferðar í réttan farveg Þú átt eitt hjarta ... hugsaðu vel um það Ekki bíða of lengi – pantaðu tíma í Áhættumat Hjartarannsóknar í síma 535 1800 eða bókaðu tíma á www.hjarta.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.