Fréttablaðið - 01.06.2013, Síða 60
| ATVINNA |
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
www.hagvangur.is
Forritari - hugbúnaðarþróun
Point á Íslandi er hluti af alþjóðlegri
samsteypu og er með starfsemi í 10
löndum.
Point leggur áherslu á heildarlausnir í
rafrænni greiðslumiðlun. Meginstarfssvið
Point er hugbúnaðargerð á því sviði ásamt
innflutningi á posum. Fyrirtækið er leiðandi
á sínu sviði. Hjá Point á Íslandi starfa nú 20
úrvals sérfræðingar.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna
á heimasíðu þess www.point.is
Starfið felst í forritun tengt rafrænni greiðslumiðlun
og tengingum, samþættingu kerfa ofl.
Tækniumhverfið samanstendur af Java, .NET, C#, C++,
MS SQL og Windows umhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun í tölvunar-, kerfis- eða verkfræði.
Árangursrík starfsreynsla af sviði hugbúnaðar.
Öguð og skipulögð vinnubrögð.
Í boði er fjölbreytt framtíðarstarf með margvíslegar faglegar áskoranir og mikil tækifæri. Lögð er áhersla á góðan
starfsanda og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.
Point ehf. óskar eftir að ráða öflugan forritara sem hefur náð góðum árangri í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní nk. Umsókn ásamt ferilskrá óskast fyllt út á www.intellecta.is. Nánari upplýsingar um starfið
veita Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511 1225. Farið verður með allar umsóknir og
fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225
ráðgjöf ráðningar rannsóknir
Veitusvið Orkuveitu Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafmagnsverkfræðing eða
tæknifræðing. Sérfræðingur í stjórnkerfum gegnir lykilhlutverki í rekstri stýrivéla í
veitukerfum OR og stuðlar með frumkvæði og metnaði að hagkvæmum og öruggum
rekstri veitukerfa. Starfið heyrir undir forstöðumann rekstrar á veitusviði. Veitusvið
annast rekstur og uppbyggingu allra veitukerfa Orkuveitunnar, sinnir eftirliti og viðhaldi
auk þess að stjórna öllu kerfinu og vakta það.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
6
44
17
0
5/
13
VEITUSVIÐ OR
– sérfræðingur stjórnkerfa
Umsóknarfrestur er til og með 12. júní.
Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
Einstaklingar af báðum kynjum
eru hvattir til að sækja um störfin.
Umsjón með úrvinnslu umsókna
hefur Hilmar Garðar Hjaltason
(hilmar.hjaltason@capacent.is)
hjá Capacent Ráðningum.
Umsækjendur eru vinsamlegast
beðnir að sækja um störfin á
heimasíðu Capacent Ráðninga,
www.capacent.is. Umsóknum
um störfin þurfa að fylgja ítarlegar
starfsferilsskrár og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni viðkomandi í starfið.
Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi
vinnustaður fólks með mikla
þekkingu. Fyrirtækið leitast við að
vera í fremstu röð hvað snertir öryggi
og vinnuumhverfi og möguleika
starfsfólks til að samræma vinnu og
fjölskylduábyrgð eins og kostur er.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
varða tölvustýringu búnaðar í veitukerfum
gangsetningu þeirra
ráðgjafa/verktaka í verkefnum
Menntunar- og hæfnikröfur:
1. júní 2013 LAUGARDAGUR8