Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 62
Helstu verkefni og ábyrgð
Deildarlæknir hlýtur þjálfun og reynslu á öllum sviðum
öldrunarlækninga, við heildrænt mat, meðferð og greiningu
á bráðaöldrunarlækningadeild, endurhæfingardeild og
heilabilunardeild svo og við göngudeild og ráðgjöf.
Hæfnikröfur
» Almennt íslenskt lækningaleyfi
» Íslenskukunnátta
» Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2013.
» Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. september
2013 eða eftir samkomulagi.
» Upplýsingar veitir Pálmi V Jónsson, yfirlæknir, netfang
palmivj@landspitali.is, sími 543 9891.
» Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af
prófskírteinum og lækningaleyfi.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu
berast Pálma V. Jónssyni, yfirlækni, LSH öldrunarlækningar
K4 Landakoti.
ÖLDRUNARLÆKNINGAR
Deildarlæknir í starfsnámi
og/eða endurmenntunarstaða
Starf deildarlæknis í öldrunarlækningum er laust til
umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt starf á hinum ýmsu
þjónustuþáttum öldrunarlækna. Staðan er námsstaða sem
veitist til eins árs en möguleiki er á skemmri ráðningu.
Starfið er gott innlegg til sérnáms í öldrunarlækningum,
heimilislækningum, lyflækningum og fleiri greinum.
Starfsvettvangur er á Landakoti og í Fossvogi. Vaktir
eru á Landakoti. Einnig getur staðan verið góð endur-
menntunarstaða fyrir starfandi heimilislækna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst m.a. í skráningu í ICEBIO gagnagrunninn en þar
fer fram kerfisbundin skráning allra íslenskra gigtsjúklinga
sem fá meðferð með líftæknilyfjum. Starfið felst einnig í
samskiptum við sjúklinga, eftirfylgd, fræðslu og ráðgjöf í
samstarfi við gigtlækna og hjúkrunarfræðinga á dagdeild og
göngudeild gigtsjúkdóma.
Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Góð tölvufærni
» Faglegur metnaður
» Sjálfstæði í starfi og góð skipulagshæfni
» Góð færni og lipurð í samskiptum
» Þekking á gigtsjúkdómum æskileg
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2013.
» Starfshlutfall er 80-100% og veitist starfið frá 1. september
2013 eða eftir samkomulagi.
» Upplýsingar veitir Kristján Steinsson, yfirlæknir, netfang
krstein@landspitali.is, sími 543 1000.
» Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.
Hjúkrunarfræðingur
ICEBIO gagnagrunnur
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings við ICEBIO
gagnagrunninn í gigtsjúkdómum. Unnið er í dagvinnu en
ákveðinn sveigjanleiki í vinnutíma er mögulegur.
Starfið er fjölbreytt og gefur tækifæri til þátttöku í vísinda-
vinnu. Um er ræða nýtt starf sem heyrir undir yfirlækni
gigtlækninga. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki þátt í
þróun starfsins í samvinnu við samstarfsmenn.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðingurinn ákveður, skipuleggur og veitir
hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð
á meðferð, samkvæmt starfslýsingu.
Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Faglegur metnaður
» Góð samskiptahæfni
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2013.
» Starfshlutfall er 80% og veitist starfið frá 1. september
2013 eða eftir samkomulagi.
» Upplýsingar veitir Marianne Hólm Bjarnadóttir,
deildarstjóri, marianne@landspitali.is, sími 824 5980.
» Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um
ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum.
Gjörgæsla
Hjúkrunarfræðingur
Starf hjúkrunarfræðings á gjörgæsludeild við Hringbraut
er laust til umsóknar.
Deildin þjónar einstaklingum sem þarfnast gjörgæslu-
meðferðar af margvíslegum ástæðum. Þá er veitt sérhæfð
meðferð, bæði eftir hjartastopp og opnar hjartaaðgerðir.
Í boði er góð einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra
hjúkrunarfræðinga og frábært starfsumhverfi sem býður
upp á möguleika til að dýpka þekkingu. Starfið er fjölbreytt
og krefjandi.
Vísir hf óskar eftir að ráða
Vélarvörð til afleysingar á
Fjölnir SU 57.
Fjölnir er línuveiðiskip með
beitningarvél. Nánari upp-
lýsingar eru gefnar í síma
896-2825 eða á heimasíðu
Vísis www.visirhf.is.
Smiður óskast
Óskum eftir að ráða öflugan
smið til framtíðarstarfa.
Aðallega er um innanhúsframkvæmdir að ræða en þó
mikil fjölbreytni. Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Vinsamlegast sendið upplýsingar á eggert@tharfathing.is Sérkennsluráðgjafi
Laus er til umsóknar staða sérkennsluráðgjafa vegna leik-
skólabarna á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.
Meginverkefni sérkennsluráðgjafa:
• Umsjón og eftirlit með sérkennslu barna á einhverfurófi
og annarra barna með þroskafrávik
• Ráðgjöf í sérkennslu til starfsfólks og foreldra
• Samstarf við stjórnendur og starfsfólk sem annast sér-
kennslu.
• Samstarf við aðrar stofnanir er fjalla um málefni sér-
kennslubarna
Menntunar og hæfniskröfur:
• Sérkennaramenntun og reynsla af sérkennslu .
• Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða eða sam-
bærileg menntun sem nýtist í þessu starfi æskileg
• Góð samskiptahæfni og færni til teymisvinnu.
• Skipulagshæfileikar og almennt góð tölvufærni
• Góð tungumálafærni í ensku og einu norrænu tungumáli
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Sérkennsluráðgjafi kemur til starfa í samhentan hóp starfs-
manna á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar sem sinna stuðningi
við skólastarf í leik- og grunnskólum þar sem margvíslegt,
öflugt þróunarstarf er í gangi og í stöðugri þróun.
Umsóknarfrestur er til 15. júní. 2013 og skal skila umsóknum
til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Linnetsstíg 3 í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Kristjánsdót-
tir, þróunarfulltrúi leikskóla ( bogga@hafnarfjordur.is), í síma
585 5800.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt
sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
HELSTU VERKEFNI
• Sala á vörum N1 til fyrirtækja og stofnana um land allt
• Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
• Samskipti við innkaupadeild sem og innlenda og
erlenda birgja
• Samskipti við markaðsdeild
• Önnur tilfallandi verkefni á fyrirtækjasviði
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Menntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla á sölustörfum
• Góð almenn tölvuþekking
• Góð íslenskukunnátta
• Frumkvæði og árangursdrifni
• Samskiptafærni og jákvætt viðhorf
SÖLUMAÐUR ÓSKAST
Fyrirtækjasvið N1 leitar að kraftmiklum og áreiðanlegum sölumanni í hópinn.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem krefst frumkvæðis og sjálfstæðis í starfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs í síma 440 1040
eða í tölvupósti hinrik@n1.is. Áhugasamir sæki um starfið með því að senda ferilskrá ásamt nánari
upplýsingum á netfangið atvinna@n1.is fyrir 12. júní n.k.