Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 63
| ATVINNA |
Við viljum ráða harðduglegan
veitingastjóra til starfa á skemmti-
legum og spennandi vinnustað.
Þarf að hafa búa yfir skipulagshæfni
og þolinmæði. Vinnutíminn er alla
mánudaga til föstudaga, frá 9–17.
Ef þú hefur gaman af fólki og góðum
mat, ert eldri en 33 ára og vilt vinna
hjá traustu fyrirtæki með einstakan
starfsanda, hikaðu þá ekki við að
sækja um.
Sæktu um hér:
atvinna@foodco.is — umsokn@foodco.is
66°NORÐUR er eitt elsta og stærsta framleiðslu fyrirtæki landsins. Það hefur þjónað sjómönnum, björgunarsveitum og öllum þeim
sem vilja vera úti í vondu veðri frá því að það var stofnað á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1926. Fyrirtækið framleiðir m.a. útivistar-
fatnað, sjófatnað og vinnu fatnað og rekur alls 20 verslanir. Hjá því starfa um 300 starfsmenn við hönnun, framleiðslu, sölu og
markaðs setningu, innanlands sem utan.
Leitum að öflugum
verslunarstjóra
Vegna aukinna umsvifa óskar 66°NORÐUR eftir að ráða verslunarstjóra í verslun sína
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Leitað er að öflugum, metnaðargjörnum og drífandi
einstaklingi sem er tilbúinn að starfa með góðum hópi fólks. Í boði er spennandi starf
í vaxandi alþjóðlegu um hverfi þar sem framúrskarandi starfsmenn eiga mögu leika á
endurmenntun og starfsþróun.
Starfssvið
· Ábyrgð á rekstri verslunar
· Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
· Umsjón með útliti verslunar
og framsetningu
· Sjá til þess að sölu- og
þjónustumarkmið náist
· Dagleg stjórnun og starfsmannahald
· Mönnun vakta og ráðningar
Hæfniskröfur
· Framúrskarandi samskiptahæfileikar
· Reynsla af sölumennsku
· Mjög góð enskukunnátta
· Eitt Norðurlandamál, þýska
og önnur tungumál kostur
· Háskólamenntun kostur
· Reynsla af verslunarstörfum æskileg
Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir inga@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní nk.
LAUGARDAGUR 1. júní 2013 11