Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 98

Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 98
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 62MENNING Ég er svo hrifnæm að flestar bækur sem ég les breyta lífi mínu smávegis. Ef ég er spurð hvaða bók breytti lífi mínu er nærtækasta svarið að nefna síðustu bók sem ég las. Síðasta bók sem breytti lífi mínu var Útlaginn eftir Jakob Ejersbo. Hún gjörbylti lífi mínu svo sem ekki en eftir að hafa lesið hana fannst mér ég örlitlu nær um fólk sem elst upp landlaust og á eiginlega hvergi heima þrátt fyrir að búa ekki við skort. Um fólk sem er útlendingar í eigin upprunalandi en samt ekki beint viðurkennt í landinu sem það elst upp í. Útlaginn var góð lesning. Fyrir mörgum árum las ég bók sem fór svo í skapið á mér að ég grýtti henni út í vegg. Ég ætla ekki að gefa upp hvaða bók það var sökum eðlislægrar kurteisi en það atvik breytti lífi mínu líka smávegis. En ég hef ekki skeytt skapi mínu á saklausri bók aftur. Útlagi Jakob Ejersbo BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Eyrún Magnúsdóttir ritstjóri Birna Bjarnadóttir, forstöðumaður íslensku- deildar Manitoba-háskóla, er eina mann- eskjan í heiminum sem er með doktors- gráðu í verkum Guðbergs Bergssonar. Hvað var það sem heillaði hana svo við verk Guð- bergs? „Hann er eins og aðrir lykilhöfundar bókmenntanna, bæði hér og annars staðar; þetta er endalaust ríkidæmi skynjunar og hugsunar um manneskjuna í lífinu á hverj- um tíma. Það er í rauninni endalaust ævin- týri í hvert sinn að opna bók eftir svona höf- unda.“ Lykilhöfundur, segirðu. Er Guðbergur lykilhöfundur í íslenskum bókmenntum? „Já, það er hann. Það hefur verið vitað, þannig lagað séð, alveg síðan Tómas Jóns- son metsölubók kom út árið 1966. Það verð- ur sprenging í sögu íslenskra bókmennta með þeirri bók, ekki síst í sýn á íslenska menningu. Ég segi ekki að það hafi gerst daginn sem bókin kom út en fljótlega eftir það var farið að tala um að hann væri að birtast á íslensku bókmenntasviði sem arf- taki. Ekki bara arftaki Halldórs Laxness heldur einnig Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnarssonar. Hann er tiltölu- lega ungur þegar hann er búinn að skapa sér ákveðið rými sem er ekki eins og neitt annað rými í íslenskum nútímabókmennt- um. Það er það sem orðið lykilhöfundur þýðir, enda notar maður það sparlega.“ Yfirskrift málþingsins er Að heiman og heim, hvað ætlar þú að fjalla um í þínu erindi? „Erindi mitt heitir Sýnir úr leið- angri og ég ætla að fara svolítið yfir þetta svið sem er leiðangur. Það er enginn annar leiðangur eins og leiðangrar bókmenntanna. Við höldum af stað í hvert sinn sem við opnum bók og svo er að sjá hvað verður á vegi okkar. Ég ætla að skoða hvað Guð- bergur hefur gert í sínum leiðöngrum og hvernig sýnir þetta eru. Hvað sér hann og hvert er samhengið í því sem hann sér? Öll hans skrif snúast meira og minna um mann- legt hlutskipti og svo hvernig við Íslending- ar fótum okkur á þessu tilvistarsviði. Svo hefur hann auðvitað teiknað upp landakort sem kynnir Ísland fyrir lesendum á ein- stakan hátt.“ Það vekur athygli að öll erindin á mál- þinginu eru á ensku. Hvernig stendur á því? „Ástæðan er einfaldlega sú að þetta er hugs- að sem samræða um ferðalagið sem á sér stað í heimsóknum. Þetta er alþjóðlegt mál- þing og þau fara oft fram á ensku. Það verða þarna nokkrir af lykilþýðendum íslenskra bókmennta á erlend tungumál og þeir tala ekki allir íslensku.“ Guðbergur hefur dvalið langdvölum á Spáni, hefur það markað sýn hans á Ísland? „Einn lykilþátturinn í hans fagurfræði er að þú verður að hafa fjarlægð frá því sem þú ert að horfa á. Það er mjög fallegt brot í viðtals- bókinni við Guðberg sem Þóra Kristín skrif- aði þar sem hann talar um Grindavík, hvað hún sé fyrir honum og hvernig hann sjái hana og svo segir hann: „Þeir sem vilja fjalla um sína Flórens verða að fara og lifa í útlegð og deyja langt frá sinni Flórens.“ Þannig að ég held að fjarlægðin sé lykilpunktur í verk- um hans.“ Að þinginu standa Stofnun Vig dísar Finn boga dóttur í erlendum tungumálum, íslensku deild Manitoba-há skóla, Reykjavík Bók menntaborg UNESCO, mennta– og menn- ing ar mála ráðu neytið, utan rík is ráðu neytið, Bókmennta– og list fræði stofnun Háskóla Íslands, Hug vís inda stofnun Háskóla Íslands og Grindavíkurbær. fridrikab@frettabladid.is Tómas olli sprengingu í sögu íslenskra bókmennta Að heiman og heim er yfi rskrift alþjóðlegs málþings til heiðurs Guðbergi Bergssyni sem haldið verður í dag. Meðal þeirra sem þar halda erindi er Birna Bjarnadóttir, sem segir engan vafa leika á að Guðbergur sé lykilhöfundur í íslenskum bókmenntum, arft aki Halldórs, Þórbergs og Gunnars Gunnarssonar. DOKTOR Í GUÐBERGI Birna skrifaði doktorsritgerð um fagurfræði í verkum Guðbergs Bergssonar en í dag ætlar hún að fjalla um sýnir úr leiðangrinum í verkum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 09.45-10.00 Frú Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum, setur ráð- stefnuna. 10.00-10.30 Colm Tóibín, rit- höfundur og Mellon-prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum: „Home: Wherever That May Be– Exile and Return in Irish Fiction“. 10.30-11.00 Birna Bjarnadóttir, forstöðumaður íslenskudeildar Manitoba-háskóla í Kanada: „Visions from an Expedition“. 11.00-11.30 Eric Boury þýðandi:„Authors and Translators– Wondrous Birds of the Same Ilk“. 11.30-12.00 Hans Brückner, mynd- listarmaður og þýðandi: „Visual Artist’s Translation of Flatey-Freyr: A Short Story in Three Parts“. 12.00-13.30 Hádegisverðarhlé. 13.30-14.00 Massimo Rizzante, ljóðskáld, rithöfundur, þýðandi og prófessor við Università degli Studi di Trento á Ítalíu: „Childhood, Youth and Other Eternities– Notes on The Swan“. 14.00-14.30 Enrique Bernárdez, þýðandi og prófessor við Universi- dad Complutense á Spáni: „The Art of Telling Stories– From Don Quijote (and Before) to Tómas Jónsson (and Beyond)“. 14.30-15.00 Ármann Jakobsson, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands: „The Sea, the Sea: The Frogman and the Aesthetics of the Elements“. 15.00-15.15 Hlé. 15.15-16.00 Íslenskir rithöfundar fjalla um tengsl sín við verk Guð- bergs Bergssonar. Eiríkur Guðmundsson Haukur Ingvarsson Kristín Ómarsdóttir Oddný Eir Ævarsdóttir stjórnar umræðum. 16.00-16.30 Heiðursdoktorsathöfn. 16.00-16.20 Ástráður Eysteinsson, prófessor og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands: „Leitin að landinu fagra“. Geir Sigurðsson, dósent og vara- forseti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands, afhendir heiðurs- doktorsskjalið. Guðbergur Bergsson, heiðursdoktor við Háskóla Íslands, flytur ávarp. Geir Sigurðsson, dósent og varafor- seti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Há- skóla Íslands, slítur ráðstefnunni. 16.30-17.30 Móttaka. Dagskrá málþingsins ÓKEYPIS AÐGANGUR HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 4. JÚNÍ KL.12:15 BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR, SÓPRAN JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON, BARITÓN ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ TOSCA OG ONÉGIN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.