Fréttablaðið - 01.06.2013, Síða 118
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 82
Ef við náum upp
vörn og markvörslu þá er
ég vongóður.
Ágúst Þór Jóhannsson, landsilðsþjálfari
SPORT
KÖRFUBOLTI Annar leikur CAI Zaragoza og Real Madrid í
undanúrslitum spænsku deildarinnar fer fram í dag.
Real vann fyrsta leik liðanna með átta stigum, 84-76,
en Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza stóðu
í stórliðinu lengi vel.
Þeir hafa komið allra liða mest á óvart í spænska
boltanum í vetur og sýndu í rimmunni gegn Valencia í
átta liða úrslitum að liðið getur gert ótrúlegustu hluti.
Það er því fullsnemmt að afskrifa Jón og félaga strax.
Jón Arnór skoraði sjö stig í fyrsta leiknum ásamt
því að leika vel í vörninni. Þeir þurfa helst að vinna
leik dagsins því annars er liðið komið í erfiða stöðu
í einvíginu.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úr-
slitarimmuna og mun þriðji leikur liðanna fara
fram næstkomandi þriðjudag. - hbg
Pressa á Jóni Arnóri og félögum
HANDBOLTI Það er mikið undir hjá
stelpunum okkar á morgun. Þá
taka þær á móti Tékkum í fyrri
leik liðanna í umspili um laust
sæti á HM sem fram fer í Serbíu
í desember.
Leikurinn fer fram í Vodafone-
höllinni og stelpurnar verða að ná
hagstæðum úrslitum til þess að
eygja von um að komast til Serbíu
fyrir jól.
Ísland spilaði tvo leiki við Tékka
fyrir síðasta EM og vann Ísland
annan þeirra leikja.
„Við eigum helmingslíkur á því
að komast áfram. Leikir okkar
gegn Tékkum hafa alltaf verið
jafnir og þessi lið eru svipuð að
getu,“ sagði Ágúst Þór Jóhanns-
son landsliðsþjálfari.
Tékkar stóðu sig mjög vel á síð-
asta EM. Liðið komst upp úr riðla-
keppninni. Í milliriðlinum tapaði
liðið svo fyrir Dönum, Serbum og
Norðmönnum. Allir leikirnir töp-
uðust með tveimur mörkum sem
segir margt um styrkleika tékk-
neska liðsins.
Snýst um vörn og markvörslu
„Við erum að fara að mæta hörku-
liði. Við verðum að ná upp varn-
arleik og markvörslu. Það er sem
fyrr lykillinn að þessu hjá okkur.
Sóknarleikurinn lítur vel út og svo
er Karen komin inn eftir meiðslin
og það styrkir okkur mikið. Ef við
náum upp vörn og markvörslu þá
er ég vongóður.“
Íslenska liðið tók þátt í æfinga-
móti í Svíþjóð á dögunum þar sem
allir leikir töpuðust og varnar-
leikurinn var æði misjafn. Ágúst
vonast til þess að liðið hafi lært af
þeim leikjum. „Við þurfum jafnari
varnarleik en í þessum leikjum.
Við höfum verið að skerpa á varn-
arleiknum á síðustu æfingum. Við
kunnum það vel og spilum venju-
lega góða vörn. Ég hef því ekki
neinar stórkostlegar áhyggjur af
varnarleiknum sem slíkum.“
Það er oft sagt að það sé verra að
spila fyrri leikinn í svona umspili
á heimavelli en Ágúst Þór reynir
að líta á það jákvæðum augum.
„Það er erfitt að tala um hvað
við þurfum að gera vel svo ég sé
í rónni. Ég var ekki einu sinni
rólegur þó svo að við hefðum
unnið Úkraínu með átján mörkum
á heimavelli. Við munum reyna
að einbeita okkur að því að spila
vel og halda leikskipulagi. Það er
hættulegt að hugsa of mikið um
mörk og annað. Ég horfi á þetta
sem fjóra hálfleiki og við ætlum að
koma vel út úr þeim,“ sagði Ágúst.
Væru það ekki mikil vonbrigði
fyrir liðið að ná ekki að klára ein-
vígið?
„Við erum í þessu til þess að
komast á stórmótin og við stefnum
á að komast í gegnum þetta. Auðvi-
tað yrðu það því vonbrigði að kom-
ast ekki áfram. Skiptir engu hver
mótherjinn er.“
Stelpurnar hafa verið vel hvatt-
ar áfram í síðustu leikjum í Voda-
fone-höllinni og Ágúst vonar að
það verði ekki breyting þar á.
„Okkur hefur liðið vel þar og
spilað vel. Það er klárt mál að við
spilum á erfiðum útivelli í Tékk-
landi og við þurfum því að lág-
marki 1.000 manns til þess að
styðja okkur í þessum leik. Ég veit
að stelpurnar eiga eftir að sýna
góðan leik.“ henry@frettabladid.is
Við ætlum til Serbíu
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, segir liðið alltaf
stefna á stórmót. Fram undan eru leikir um laust sæti á HM í Serbíu. Þjálfarinn
kallar eft ir stuðningi áhorfenda svo liðið nái sínu allra besta fram.
MIKIÐ UNDIR Hrafnhildur Skúladóttir, Arna Sif Pálsdóttir og félagar í landsliðinu
spila sannkallaðan stórleik á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI „Við værum ekki íþrótta-
menn ef við stefndum ekki á sigur,“
segir Sif Atladóttir, sem verður í
eldlínunni með íslenska kvenna-
landsliðinu í Laugardalnum í dag.
Andstæðingurinn er Skotland en
leikurinn er sá eini sem stelpurn-
ar okkar spila hér á landi áður en
haldið verður utan.
„Skotarnir eru líkamlega sterk-
ir og líkir okkar á margan hátt,“
segir Sif sem þekkir vel til fram-
herja þeirra sem spilaði í Svíþjóð.
„Annars er það þetta hefðbundna
breska. Þær eru tilbúnar í slags-
mál. En við erum náttúrulega líka
þekktar fyrir að sýna tennurnar og
blóðið,“ segir Sif á léttu nótunum.
Kvennalandsliðið hefur tapað
fjórum af síðustu fimm leikjum
sínum og því virðist lítið tilefni til
bjartsýni fyrir Evrópumótið sem
hefst í Svíþjóð þann 10. júlí.
„Við gerum okkur alveg grein
fyrir því að úrslitin hafi ekki verið
sem best,“ segir Sif en minnir á að
um æfingaleiki sé að ræða. „En ef
það er einhver tími til þess að gera
mistök er það í æfingaleikjum. Þá
getur maður stoppað í götin fyrir
EM.“
Miðvörðurinn segir alla tap-
leikina hafa verið leikgreinda í
þaula og unnið í veikleikum og þeir
gerðir að styrkleikum.
Hún minnir einnig á að sterka
leikmenn hafi vantað í íslenska
liðið á Algarve-mótinu í mars. Þar
má nefna Margréti Láru Viðars-
dóttur sem er mætt í slaginn á
nýjan leik.
Landsleikurinn á Laugardals-
velli hefst klukkan 16.45. Ókeyp-
is er á leikinn fyrir eldri borgara,
öryrkja og börn yngri en sextán
ára. - ktd
Stoppa í götin fyrir Evrópumótið í Svíþjóð
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum í æfi ngaleik á Laugardalsvelli í dag.
GLEÐIGJAFI Það er alltaf stutt í brosið þegar Sif Atladóttir er annars vegar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Búist er við því að
David James verji mark ÍBV sem
tekur á móti Fylki í 6. umferð
Pepsi-deildar karla á morgun.
Leiknum var flýtt vegna lands-
liðsverkefna Tonny Mawejje með
Úganda en aðrir leikir í 6. umferð
fara fram 9. og 10. júní.
James missti af síðustu tveim-
ur leikjum ÍBV, gegn Víkingi
Ólafsvík og Þrótti, en töluverð
óvissa hefur ríkt um ástæðu fjar-
veru James í leikjunum.
„Hann var að klára A-þjálfara-
námskeið sitt hjá UEFA,“ segir
Óskar Örn Ólafsson, formaður
knattspyrnudeildar ÍBV. Óskar
staðfesti að James hefði komið
til landsins í gær og taldi James
kláran í slaginn gegn Fylki.
„Það var einhver vökvi inni á
hnénu hjá honum sem var tekinn
á meðan hann var ytra,“ sagði
Óskar. Hann segir hins vegar að
koma verði í ljós hvort James tak-
ist að slá út Guðjón Orra Sigur-
jónsson í marki ÍBV. Guðjón Orri
fékk aðeins á sig eitt mark í leikj-
unum tveimur án James. - ktd
Klár í slaginn
gegn Fylki
FLOTTUR James hefur fengið á sig
fjögur mörk í fimm leikjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Helena Sverrisdóttir skoraði 16 stig
í öruggum sigri Íslands á Kýpur á
Smáþjóðaleikunum í gær. Helenu
vantar nú aðeins eitt stig til þess
að jafna stigamet Önnu Maríu
Sveinsdóttur með landsliðinu.
Ísland mætir Lúxemborg í
leiknum um gullið á leikunum
í dag.
„Þetta er ekkert flókið. Hún
spilar ekki á morgun,“ sagði
Anna María, sem er aðstoðar-
þjálfari landsliðsins. „Ég er
mjög ánægð að heyra þetta. Það
er alltaf gaman þegar fólk nær
metunum mínum,“ segir Anna
María. Gamla kempan mátti sjá
á eftir stigameti sínu í efstu deild
kvenna á dögunum til Birnu Val-
garðsdóttur. Anna María minnir
á að Helena sé komin mun lengra
í körfuboltanum en hún náði og
er greinilega mjög ánægð fyrir
hennar hönd. - ktd
Flest stig fyrir A-landsliðið (meðaltal í leik)
1. Anna María Sveinsdóttir 759 (12,7)
2. Helena Sverrisdóttir 758 (17,2)
3. Birna Valgarðsdóttir 730 (9,6)
4. Signý Hermannsdóttir 509 (8,3)
5. Hildur Sigurðardóttir 391 (5,4)
Helena stigi frá meti Önnu Maríu
STIGAHÆSTAR Það fór vel á með Önnu
Maríu og Helenu eftir sigurinn á Kýpur í
gær. MYND/KKÍ
KÖRFUBOLTI Íslenska kvenna-
landsliðið getur unnið sín fyrstu
gullverðlaun á Smáþjóðaleikum
í sextán ár þegar liðið mætir
Lúxemborg í hreinum úrslitaleik
í dag. Ísland hefur aðeins einu
sinni unnið gull á leiknum en það
var á heimavelli árið 1997. Leik-
arnir voru þeir síðustu þar sem
Anna María Sveinsdóttir, núver-
andi aðstoðarlandsliðsþjálfari,
tók þátt sem leikmaður.
„Það var stór stund og mjög
sætt því við höfðum aðeins einu
sinni unnið gullverðlaun, á móti á
Möltu árið áður. Við vorum með
mjög sterkan hóp á þessum tíma,“
segir Anna María. Hún telur
íslenska liðið eiga góða mögu-
leika í dag.
„Ég vona að stelpurnar feti í
fótspor okkar og vinni gullið.“ - ktd
Gull eft ir 16
ára bið?
GULLIÐ UNDIR Kristrún Sigurjónsdóttir
verður í aðalhlutverki í dag. MYND/KKÍ
SUND Anton Sveinn McKee vann
sín fimmtu og sjöttu gullverð-
laun í einstaklingsgreinum á
Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg
í gær. Anton kom fyrstur í mark,
bæði í 400 metra fjórsundi og
1.500 metra skriðsundi.
Eygló Ósk Gústavsdóttir og
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa
einnig unnið sex gullverðlaun,
þrenn í einstaklingskeppnum og
þrenn í boðsundum. Sundsveit
Íslands hefur samanlagt nælt í
sextán gullverðlaun en Lúxem-
borg kemur næst með níu. -ktd
Yfi rburðir hjá
sundfólkinu
SIGURSÆLL Anton Sveinn hefur farið á
kostum í Lúxemborg. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
HANDBOLTI Hannes Jón Jónsson
hjá Eisenach var í gær kjörinn
besti leikmaður b-deildar þýska
handboltans af þjálfurum
deildar innar.
Árangurinn er magnaður enda
voru þrjú illkynja æxli fjarlægð
úr þvagblöðru hans í október.
Hannes hafði mikla yfirburði í
kjörinu.
Eisenach situr í þriðja sæti
deildarinnar með fjögurra stiga
forskot á Bietigheim þegar þrjár
umferðir eru eftir. - ktd
Hannes bestur
ENDURKOMA Hannes Jón hefur farið á
kostum með Eisenach eftir áramót.
NORDICPHOTOS/BONGARTS