Fréttablaðið - 01.06.2013, Síða 120

Fréttablaðið - 01.06.2013, Síða 120
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 84 HANDBOLTI Hápunktur hvers tíma- bils í félagsliðahandbolta hvert ár er úrslitahelgin í Meistara- deild Evrópu, sem verður haldin í fjórða sinn í Köln um helgina. Undan úrslita leikirnir fara fram í dag og úrslitaleikurinn á morgun, auk þess sem spilað er um brons- verðlaunin. Í þetta sinn komust tvö Íslendinga lið í undanúrslitin; Kiel frá Þýskalandi og Kielce frá Pól- landi. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og þeir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með liðinu. Þórir Ólafsson er svo á mála hjá Kielce. Kielce mætir Barcelona í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins og Kiel leikur svo gegn Hamburg, öðru þýsku liði, síðdegis. Það er því möguleiki á að Íslendingaliðin muni mætast í úrslitaleik á morg- un. Dvel ekki við fortíðina Guðjón Valur þekkir úrslita- helgina vel enda er hann að taka þátt þriðja árið í röð, og það með þriðja liðinu. Fyrst lék hann með Rhein-Neckar Löwen, svo AG Kaupmannahöfn og nú Kiel. Hann náði þó ekki að spila til úrslita í þau skipti en það stendur vitanlega til bóta. „Það er alltaf markmiðið að fara alla leið, þegar maður er kominn í undanúrslitin. Það er óskandi að það takist. Þetta er stórt og flott mót sem allir handboltamenn vilja vinna. Þetta er hápunktur tímabilsins fyrir okkur,“ sagði Guðjón Valur, sem vildi lítið ræða um hin árin. „Það er allt í fortíðinni og ég hef lítinn áhuga á að ræða hana eitt- hvað sérstaklega. Það er erfitt að lifa í fortíðinni,“ segir hann. Þýskur slagur Alfreð hefur undirbúið sína menn af kappi fyrir leikinn gegn Ham- burg í dag. Guðjón Valur segir að það hafi sína kosti og galla að mæta öðru þýsku liði. „Við þekkjum þá mjög vel og höfum unnið þá tvisvar í vetur. En þeir þekkja okkur líka mjög vel. Það sem verður ólíkt nú er að hvor- ugt lið er á heimavelli og það verða ekki þýskir dómarar á leiknum,“ segir hann. „Við höfum verið að horfa á vídeó af þeim síðustu 2-3 dagana og æft mjög vel. Við erum klárir í þennan slag.“ Hann segir að liðið hafi ekki eytt tíma í undirbúning fyrir mögu- legan andstæðing í úrslita leiknum, komist Kiel þangað. „Þjálfarinn er auðvitað búinn að klippa saman myndband af báðum liðum en eftir leikinn í dag tekur bara við stutt- ur undirbúningur fyrir leikinn á morgun, hvort sem það verður spilað um gull eða brons.“ Sem fyrr segir er þetta í fjórða sinn sem þetta fyrirkomulag er á úrslitahelginni í Meistaradeildinni en áður voru úrslitaleikirnir tveir, heima og að heiman hjá liðunum sem komust alla leið. Gamlir leikmenn fjölmenna „Mér finnst þetta frábært fyrir- komulag og ég held að flestir hand- boltamenn séu sammála um það. Stemningin hér í Köln er frábær og nánast að borgin fari á hvolf þessa helgina. Hingað mæta svo fullt af gömlum leikmönnum og ekki þverfótað fyrir goðsögnum úr handboltaheiminum,“ segir hann en Guðjón Valur mun spila fyrir framan fjölskyldu sína um helgina. Fjölskyldan fylgist vel með „Konan mín, börn og foreldrar verða hér, sem og systir mín og kærasti hennar. Þar að auki hef ég frétt af mörgum Íslendingum sem ætla að koma hingað. Ég redd- aði til dæmis 21 Kiel-treyju fyrir frænda minn sem er að koma hing- að með stóran hóp,“ segir hann. Guðjón Valur segir að sér hafi liðið vel hjá Kiel, sem er þegar búið að landa tveimur stærstu titl- unum í Þýskalandi. „Það er alltaf áskorun að koma til nýs liðs – sýna og sanna að maður sé nógu góður og traustsins verður. Það hefur tekist nokkuð vel. Ég hef verið nokkuð meiðslafrír og tekið þátt í mörgum eftirminnilegum leikj- um,“ segir hann en með sigri um helgina mun Kiel vinna þrefalt, annað árið í röð. eirikur@frettabladid.is Þetta mót vilja allir vinna Guðjón Valur Sigurðsson tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð og nú með þriðja félaginu. Nú er hann í liði ríkjandi Evrópumeistara Kiel sem stefnir að því að vinna allt, annað árið í röð. GUÐJÓN VALUR Hefur unnið flesta stóru titlana í félagsliðahandboltanum og getur bætt þeim allra stærsta í safnið um helgina. Hér er hann í leik með Kiel. NORDICPHOTOS/GETTY Laugardagur 13.15 Kielce - Barcelona 16.00 Kiel - Hamburg Sunnudagur 13.15 Bronsleikur 16.00 Úrslitaleikur Allir leikirnir sýndir beint á Stöð 2 Sport HD. Leikir helgarinnar Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma undanúrslitaleik Kielce og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í Köln í dag. Það verður síðasti félagsliða- leikurinn sem Hlynur dæmir, en hann ákvað fyrir nokkru að leggja flautuna á hilluna í lok tímabilsins. Þeir Anton Gylfi og Hlynur munu þó dæma einn leik til viðbótar, landsleik Rússlands og Serbíu þann 12. júní næstkomandi. Eftir það leggur Hlynur flautuna til hliðar en Anton Gylfi mun dæma áfram með Jónasi Elías- syni. Næstsíðasti leikur Hlyns í dag HANDBOLTI Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska liðinu Kielce hafa komið sterkir inn í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið. Liðið er eitt fjögurra sem keppir í úrslitahelgi Meistara- deildar Evrópu í Köln en liðið mætir Barcelona í undanúrslitum í dag. „Það er mikil stemning í bænum heima og allir hafa verið að bíða eftir þessari helgi,“ sagði Þórir sem varð tvöfaldur meistari með Kielce í vor en liðið sópaði erkifjendunum Wisla Plock, 3-0, í lokaúrslitum úrslitakeppninnar í pólsku deildinni. „Þetta voru samt ekki auðveldir leikir og við vildum því einbeita okkur að þeim áður en við byrjuðum að hugsa um Meistaradeildina,“ bætir Þórir við. Hann fékk þó lítið að spila í úrslitarimmunni þar sem Króatinn Ivan Cupic er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli. „Ég fékk ekki nema tólf mínútur í einum leiknum og það var allt og sumt. Þetta er auðvitað ákvörðun þjálfarans og ekkert annað fyrir mig að gera en að standa mig vel á æfingum og bíða eftir tækifærinu. Cupic er einn af betri hornamönnum heims,“ segir Þórir sem veit ekki hvort hann muni þurfa að dúsa á bekknum alla helgina í Köln. „Það verður bara að koma í ljós. Það er þjálfar- ans að ákveða þetta. Ég verð bara að nýta þær mínútur sem ég fæ,“ segir hann. Fyrir fram reikna flestir með sigri Barcelona í dag og Þórir vonast til þess að þeir spænsku muni falla í þá gryfju að vanmeta andstæðing- inn. „Við vitum hvað við getum og ætlum að einbeita okkur að því. Barcelona er með mjög sterka vörn og tvo góða markverði. En við erum líka með ágæta markverði og getum líka spilað hörkuvörn. Við munum í það minnsta ekki gefa tommu eftir enda ekki víst að maður komist hingað á hverju ári. Þá er um að gera að njóta þess,“ segir hann. Þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma leikinn í dag. „Þeir dæmdu hjá okkur leik gegn Medvedi í Rússlandi í fyrra og stóðu sig þá mjög vel. Þetta er mikill heið- ur fyrir þá og þeir eiga það fyllilega skilið að dæma hér,“ segir Þórir. Hann á þó ekki von á að fá mikið gefins hjá löndum sínum í dag. „Ég veit að þeir eru heiðarlegir og munu dæma eftir bestu getu. Ég mun samt örugglega grípa aðeins í íslenskuna ef ég þarf eitthvað að tuða í þeim.“ - esá Tuða aðeins á íslensku við dómarana Þórir Ólafsson er kominn til Kölnar með pólska liðinu Kielce sem mætir geysisterkum Börsungum í dag. SPENNTUR Þórir vonast til að fá tækifæri með Kielce gegn Barcelona í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ekkert verður af því að bjórtjald verði reist nærri félags- heimili Þróttar fyrir landsleik Íslands og Slóveníu. Þróttarar hafa þó ekki lagt árar í bát. Í gær fengu þeir synjun á umsókn sinni um bjórtjaldið og eru hissa á þeim úrskurði. Umhverfis- og skipulags- svið Reykjavíkurborgar hafnaði umsókninni á þeim forsendum að ekki væri hægt að vera með áfengi á svæði sem væri ætlað börnum og unglingum. „Á sama tíma er verið að halda veislur í Laugardalshöll- inni þar sem ekki bara er verið að selja bjór heldur einnig sterkt áfengi. Ég veit ekki betur en að það svæði sé líka ætlað börnum og unglingum. Mér finnst borgin vera komin í mótsögn við sjálfa sig,“ segir Jón Kaldal, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, og bendir á að bjór hafi verið seldur í tjaldi fyrir utan Laugardals- höllina þegar HM í handbolta var haldið hér á landið árið 1995. „Við viljum selja bjór í tvo tíma en þeir seldu bjór í tvær vikur. Fordæmið fyrir bjórsölu á þessu svæði er því til staðar,“ segir Jón. Þróttarar hafa ekki gefið upp vonina um að reisa bjórtjald í Dalnum og hafa lagt inn nýja umsókn um að reisa tjaldið á svo- kölluðum þríhyrningi sem er nær Skautahöllinni. - hbg Borgin hafnaði bjórtjaldinu BJÓR OG BOLTI Þróttarar vilja reisa bjórtjald í Laugardalnum fyrir lands- leikinn gegn Slóveníu 7. júní. KÖRFUBOLTI Miami getur í nótt tryggt sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með sigri á Indiana í sjötta leik liðanna í úrslitarimmu vesturdeildar- innar. Sigurvegari rimmunnar mætir San Antonio Spurs í loka- úrslitunum. Miami er ríkjandi meistari og fyrir fram var ekki talið að liðið myndi lenda í teljandi vand- ræðum með Indiana. En síðar- nefnda liðið var með undirtökin framan af í leik liðanna í gærnótt og stefndi í að liðið færi með 3-2 forystu í sjötta leikinn sem fer fram í Indiana í kvöld. En LeBron James sneri leiknum sínum mönnum í vil með frábærum kafla í þriðja leik- hluta. Þá skoraði hann sextán af 30 stigum sínum í leiknum og var aðalmaðurinn í 20 stiga viðsnún- ingi. Miami vann, 90-79, og er því í lykilstöðu fyrir leik kvöldsins. - esá LeBron sá um sigurinn ÓTRÚLEGUR LeBron James hefur sýnt frábæra takta í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.