Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 126

Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 126
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 90 Sigur Rósar hundar í heimilisleit Georg Holm, bassaleikari hljóm- sveitarinnar Sigur Rósar, og fjölskylda hans leita nú að nýju heimili fyrir hunda sína tvo á vefsíðu Dýrahjálpar. Hundarnir heita Þruma og Tinni og eru af labradorkyni. Í auglýsingunni segir að móðirin á heimilinu þjáist af slæmu ofnæmi sem sé farið að hafa veru- lega skaðleg áhrif á lungnaberkjur hennar. Fjölskyldan leitar því logandi ljósi að góðu og kærleiksríku fram- tíðarheimili fyrir Þrumu og Tinna. - sm „Við stefnum á að taka Rétt í nýjar hæðir,“ segir Kristinn Þórðarsson einn af fjórum handrits- höfundum að þriðju seríunni af íslensku lögfræði- spennuþáttunum Rétti. Ásamt honum mynda þeir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri, Jón Ármann Steinsson, handrits höfundur og Andri Óttarson, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins handrita- teymið. Skrifin byrjuðu í síðustu viku og lýst Kristni vel á nýja teymið. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Þorleif til liðs við okkur og svo erum við Jón Ármann vinir síðan í Los Angeles þar sem hann lærði handritaskrif. Andri er svo ekki bara fær penni heldur góður lögfræðingur og getur veitt okkur líka faglega ráðgjöf við skrifin,“ segir Krist- inn, sem sjálfur kom að fyrstu Réttar seríunni en síðastu tvær hafa verið skrifaðar af Sigurjóni Kjartans syni og Margréti Örnólfsdóttur. Búist er við því að þættirnir fara í framleiðslu og sýningu á Stöð 2 á næsta ári en þriðja serían mun telja á átta þáttum. Kristinn segir þá ætla að byggja á sama grunni og leikarateymi og í fyrstu tveimur seríunum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Magnús Jónsson voru meðal aðalleikara í fyrstu tveimur seríunum. „Við kynnum allavega einn nýjan karakter til leiks. Við stefnum á að koma á óvart og koma með meiri spennu inn í þessa seríu.“ - áp Skrifa handritið að Rétti 3 Byrjað er að undirbúa þriðju seríunni að íslensku lögfræðispennuþáttunum NÝTT TEYMI Þeir Kristinn, Jón Ármann, Andri og Þorleifur skrifa þriðju seríuna af Rétti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM þættir verða á nýju seríunni.8 „Ég er í skýjunum,“ segir Lilja Björg Jónsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á mótinu Sterkasta kona Bret- lands í mínus 75 kg flokki. Þetta var hennar fyrsta erlenda stórmót og árangurinn því glæsilegur. Lilja Björg hefur áður keppt í keppninni Sterkustu kona Íslands og varð í öðru sæti í síðustu keppni. Hún fékk boð um að taka þátt í Sterkustu konu Bretlands, eða Britain´s International Most Powerful Woman, frá Louise Blaides, sem vann einmitt keppn- ina í ár. „Hún sendi mér skeyti á Facebook og spurði hvort ég vildi ekki taka þátt og ég sló til og ákvað að fara út,“ segir Lilja. „Ég var með frábæran stuðningshóp heima á Hornafirði sem studdi mig í þessu. Ég hefði ekki getað gert þetta án þeirra en þetta voru bæði fyrirtæki og einstaklingar.“ Hún fékk einnig góða hjálp frá eigin- manni sínum Guðna Þór Valþórs- syni við undirbúninginn sem stóð yfir í fjóra mánuði. „Hann stóð þétt við bakið á mér.“ Alls tóku sex konur þátt í hennar flokki og varð árangur Lilju Bjarg- ar framar vonum. Hún fékk verð- launapening fyrir þriðja sætið og forláta sverð sem hún kom með heim til Íslands í gær. Fram undan hjá henni er þátt- taka í Sterkustu konu heims í október sem verður einnig haldin í Skotlandi. „Það verður svolítið aksjón þá. Ég er búin að sjá stelp- urnar sem eru að fara að keppa þar og maður veit hvernig maður á að vera í október. Ég á góða mögu- leika,“ segir kraftakonan hress og bætir við að sú sem lenti í öðru sæti í Sterkustu konu Bretlands hafi einnig lent í öðru sæti í Sterk- ustu konu heims í fyrra. „Núna verður bara tekið á því fram í októ- ber.“ freyr@frettabladid.is Í þriðja sæti yfi r þær sterkustu í Bretlandi Lilja Björg Jónsdóttir varð þriðja í keppninni Sterkasta kona Bretlands. NAUTSTERK KONA Lilja Björg Jónsdóttir fékk verðlaunapening og sverð fyrir þriðja sætið. Gemma Taylor-Magnússon, sem er gift kraftajötninum Benedikt Magnús- syni, hefur unnið titilinn Sterkasta kona Bretlands fjórum sinnum í plús 75 kg flokki. Hún hefur tvívegis lent í öðru sæti í keppninni Sterkasta kona heims. Í síðara skiptið árið 2011 fæddi hún yngri son sinn aðeins átta vikum áður. Núverandi sterkasta kona heims í plús 75 kg flokki er Kristin Rhodes frá Bandaríkjunum. Gemma hefur unnið fjórum sinnum Persónulegur Gauti Þeyr Ný plata með rapparanum Gauta Þey, sem er betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er væntanleg í haust. Hún verð- ur, að sögn Gauta, öllu persónulegri en fyrra efni hans. „Fyrri platan var dálítið mikið partý en þessi nýja er þynnkan sem fylgir,“ segir Gauti. Platan kallast ÞEYR, eftir honum sjálfum. „Þeyr og Emmsjé Gauti eru ekki sami maður- inn þó svo að Emmsjé Gauti sé líka featuring á plötunni,“ útskýrir Gauti. Eitt lag er þegar komið í spilun af nýju plötunni, Hvolpaást með Retro Stefson og Larry BRD. „Ég get ekki stöðvað orð- róminn. Það einasem ég get gert er að halla mér aftur og hlæja að öllu þessu fólki sem virðist ekki eiga sér mikið líf.“ ÞEIR ERU ÓFÁIR ÍSLENDING- ARNIR SEM HAFA FERÐAST UM NORÐURLÖNDIN Á SÍÐUSTU VIKUM TIL AÐ MÆTA Á TÓNLEIKA MEÐ BEYONCÉ. ORÐRÓMUR HEFUR VERIÐ UPPI UM ÞAÐ AÐ SÖNGKONAN EIGI VON Á SÍNU ÖÐRU BARNI MEÐ EIGINMANNI SÍNUM, JAY-Z, EN HÚN SEGIR SVO EKKI VERA. Stöðug ævintýraleit Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir er mikil ævintýramanneskja og stöðugt í leit að nýjum ævintýrum. Ef marka má skrif hennar á Facebook í gær leitar hún nú að mótorhjólakennara og því útlit fyrir að mótorhjólin verði hennar næsta verkefni. Meðal þess sem hún hefur tekið sér fyrir hendur hingað til er fall- hlífarstökk, en hún varði til að mynda stórum hluta aprílmánaðar á Flórída þar sem hún sótti námskeið í því. Það vakti líka athygli síðasta sumar þegar skvísan varð sér úti um byssuleyfi. FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.