Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 32
FÓLK| Kate Middleton, hertoga-ynja af Cambridge, er leið-andi í tískuheiminum og hefur mikil áhrif á sölu og mark- aðssetningu verslana. Hún á von á sínu fyrsta barni eftir tvær vik- ur en sams konar klæðnaður og hún hefur notað á meðgöngunni rennur út eins og heitar lummur í Bretlandi. Fyrst var það kjóll frá ítalska fyrirtækinu MaxMara sem Kate hefur notað nokkuð oft en sá kjóll seldist upp í versl- unum um leið og myndir tóku að birtast af henni í fjölmiðlum. MaxMara er greinilega í upp- áhaldi hjá Kate. Fyrir nokkrum dögum nefndi fyrirtækið Max- Mara ljósa kápu sem Kate notar mikið eftir hertogaynjunni. Um leið og þær fréttir bárust seldist kápan upp í stórversluninni House of Fraser, þótt hún kosti um 170 þúsund krónur. Kápan er úr kasmír, með kraga upp á háls- inn og er í hnésídd. Það má segja að það sé stórmál fyrir tísku- fyrirtæki að hertogaynjan falli fyrir hönnun þeirra. KATE LEGGUR TÍSKULÍNUNA KÁPAN MaxMara-kápan sem hefur verið nefnd eftir Kate og selst nú upp í verslunum í Bretlandi. KJÓLLINN MaxMara-kjóllinn sem allar barnshafandi konur vilja eiga. Hulda Vigdísardóttir er 19 ára nýstúdent úr Mennta-skólanum í Reykjavík. Hún var nýverið þátttakandi í Ljós- myndakeppni Íslands og komst í úrslit. Ásamt því að hafa mikinn áhuga á ljósmyndun elskar Hulda að ferðast víðs vegar um heiminn en hún hefur einnig starfað sem fyrirsæta. „Það er gott að geta unnið báðum megin við myndavélina þar sem að þetta helst allt í hendur og þessar greinar hjálpa hvor annarri mikið,“ segir Hulda. Hún hefur ekki fengið neina menntun í ljósmyndun. „Ég lærði mikið af ljósmyndakeppninni. Þar voru krefjandi verkefni eins og til dæmis að fá módel, finna um- hverfi og slíkt á aðeins tíu mín- útum,“ segir Hulda. Í haust langar hana að ferðast um heiminn en í vor stefnir hún á að læra ljósmyndun í Berlín eða Kaupmannahöfn. Nýverið landaði Hulda stórum fyrirsætusamningi sem verður gerður opinber á næstu vikum. „Það er erfitt að velja á milli ljós- myndunar og fyrirsætustarfsins en ætli ég vilji ekki byrja sem fyrirsæta og verða svo ljósmynd- ari eftir það,“ segir Hulda þegar hún er spurð á hvoru hún hafi meiri áhuga. Á föstudaginn flýgur Hulda til Osló ásamt frænku sinni og munu þær fara af stað þaðan í mánaðar interrailferð um Evrópu. Förinni er heitið frá Ósló til Ítalíu, Sviss, Slóveníu, Þýskalands, Frakklands, Austurríkis og fleiri landa. Hún er ekki ókunnug svona stórum ferðalögum en í fyrra ferðaðist hún um suðaustur Asíu í fjóra mánuði. Þar sem hún hefur ferðast til fjölmargra landa hefur hún sankað að sér fötum frá öllum heimshornum. „Ég verslaði mjög mikið þegar ég ferðaðist um Asíu, enda fötin ódýr og mikið úrval. Eftir að hafa verslað föt um allan heim þá er ekki eins spennandi að versla hér heima, enda lítið úrval,“ segir Hulda. Á myndinni klæðist Hulda buxum frá H&M, bol frá Forever 21 í Taílandi, gallajakka frá Alaska og skóm frá Nasty Gal. ■ gunnhildur@365.is LJÓSMYNDARI SEM ELSKAR AÐ FERÐAST VINNUR BÁÐUM MEGIN VIÐ MYNDAVÉLINA Hulda Vigdísardóttir er 19 ára nýstúdent úr MR sem gerir það gott sem ljósmyndari og fyrirsæta. FÖT FRÁ ÖLLUM HEIMSHORNUM Hulda hefur sankað að sér fötum á ferða- lögum sínum. Þessa fallegu skyrtu og armband fékk hún í Asíu. MYNDIR/ARNÞÓR Kjóll á 11.900 kr. Str. 36 - 48 F ÍT O N / S ÍA Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Minna að fletta meira að frétta Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.