Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 64
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 HANDBOLTI Gunnar Steinn Jónsson hefur verið að gera það gott með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik undanfarið ár og líkar dvölin í Frakklandi vel. Leik- maðurinn fær ekki tækifærið í landsliðinu þrátt fyrir að spila með sterku liði í einni stærstu deild í heimi. „Mér fór að ganga vel þegar leið á tímabilið hér úti í Frakklandi,“ segir Gunnar Steinn Jónsson, leik- maður Nantes. Atvinnumannaferill Gunnars hófst fyrir fjórum árum þegar leikmaðurinn fór til sænska félagsins HK Drott. „Það gekk rosalega vel hjá mér í Svíþjóð og strax á fyrsta ári komst liðið alla leið í úrslit. Fyrsta tíma- bilið var mikið ævintýri fyrir mig persónulega og gaf mér mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera. Ég bætti mig gríðarlega mikið í Svíþjóð og var orðinn lykil- maður í liðinu þegar leið á. Þar lék ég sextíu mínútur í hverjum leik og var með stórt hlutverk.“ Förinni heitið til Frakklands „Fyrir síðasta tímabil ákvað ég að færa mig um set og prófa nýja hluti. Deildin í Frakklandi er allt öðruvísi og í raun allt önnur íþrótt. Það er hægt að bæta við tuttugu kílóum á hvern varnarmann í frönsku deildinni saman borið við sænsku deildina og maður þurfti að aðlagast því. Það er mun meiri harka í frönsku deildinni og kannski minna um hraða og tækni. Ég varð að fara sjálfur í lyftinga- salinn og bæta vel á mig þegar ég kom í frönsku deildina.“ Hann segir að tímabilið hjá Nantes hafi verið fremur súrsætt. „Við töpuðum lokaleiknum, sem kostaði okkur fjórða sætið og þar af leiðandi Evrópusæti. Við höfn- uðum því í því fimmta, sem mun reyndar mögulega gefa okkur Evrópusæti eftir allt saman, en franska deildin er að verða gríðar- lega sterk. Liðið komst í úrslit í franska bikarnum og í Evrópu- keppninni en þeir leikir töpuðust báðir. Við vorum í raun einu skrefi frá öllu. Þetta er mjög ungt lið og allir í kringum það voru sáttir við okkar frammistöðu á tímabilinu en félagið hefur aldrei unnið titil og er nýkomið upp í efstu deild. Það varð algjör sprengja í þess- ari deild rétt eftir að ég kom til Nantes og í dag er franska deild- in að verða sú allra heitasta. Ég var í raun mjög heppinn þar sem ég gekk í raðir félagsins rétt áður en stórir fjárfestar fóru að dæla peningum í nokkur lið í deildinni. Núna virðast allir vilja koma til Frakklands og að mínu mati er þetta eina deildin sem er á mikilli uppleið í Evrópu í dag.“ Spurður tíu sinnum á dag Gunnar Steinn var staddur hér á landi í fríi á dögunum og barst talið oft að íslenska landsliðinu. „Ég er líklega spurður, af vinum og vandamönnum, svona tíu sinn- um á dag út í íslenska lands liðið og af hverju ég er ekki valinn. Íslenska landsliðið hefur senni- lega verið með sitt allra besta lið sögunnar undanfarin ár og það er ekki gefið að maður gangi bara inn í það. Mér finnst aftur á móti frek- ar asnalegt að ég hafi aldrei fengið tækifæri til þess að æfa með lið- inu eða vera hluti af einhverjum æfingahópi. Ég er að spila í kring- um heimsklassaleikmenn allt árið um kring og stend mig nokkuð vel. Því tel ég mig eiga fullt erindi í landsliðið. Nánast allir liðs félagar mínir eru alltaf kallaðir í lands- liðsverkefni og þá æfi ég bara einn hjá liðinu út í Frakklandi, sem er nokkuð spaugilegt. Mark miðið með því að færa sig til Frakk- lands var kannski fyrst og fremst að eiga meiri möguleika á að kom- ast í landsliðið.“ Ekkert heyrt í þjálfurum En hafa landsliðsþjálfarar undan- farinna ára haft samband við Gunnar? „Ég hef ekki tekið eftir því að menn séu að fylgjast með mér hér og Aron [Kristjánsson, landsliðs- þjálfari Íslands] hefur aldrei haft samband við mig. Ég heyrði heldur aldrei í Guðmundi Guðmundssyni [fyrrum landsliðsþjálfara],“ segir Gunnar Steinn, en Fréttablaðið hefur eftir áreiðanlegum heim- ildum að Guðmundur Guðmunds- son hafi séð leikmanninn spila í úrslitum um sænska meistaratitil- inn árið 2010 í Malmö Arena þegar Drott tapaði eftir framlengdan leik. Gunnar Steinn leikur í dag með mönnum á borð við Alberto Entrerríos, Jorge Maqueda og Valero Rivera sem eru allir í byrjunar liði spænska landsliðsins í handknattleik. Spánn varð heims- meistari í janúar á þessu ári. Frábært líf í Frakklandi Miðjumaðurinn er nýkominn úr aðgerð á öxl en skrapa þurfti bein frá liðamótum sem hafði verið að trufla Gunnar síðastliðin ár. „Þetta var ekki alvarleg aðgerð en samt sem áður nauðsynleg. Ég ætti vera klár fyrir næsta tímabil. Ég er með samning við Nantes út næsta tímabil og er ekkert á leið- inni í burtu.“ stefanp@frettabladid.is SPORT Ég á erindi í landsliðið Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes, hefur verið atvinnumaður í handknattleik í fj ögur ár en aldrei fengið tækifærið með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn færði sig frá Svíþjóð til Frakklands til að eiga meiri möguleika á því að komast í eitt besta handknattleikslið Evrópu, lið Íslands. STÓRHUGA Gunnar Steinn fór til Frakklands til að eiga möguleika á því að komast í íslenska landsliðið. Leikmaðurinn hefur ekki lagt árar í bát og vill meina að hann eigi skilið tækifæri. Lífið leikur við fjölskylduna í Frakklandi, þau Gunnar Stein, Elísabetu Gunnarsdóttur og Ölbu Mist dóttur þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það kom Gunnari á óvart hversu stór hluti tungumálið er af íþróttinni en það reyndist honum erfitt að sinna sínu hlutverki sem leikstjórnandi með engin tök á frönsku. „Það var nokkuð erfitt að flytja sig yfir til Frakklands þar sem allir tala bara frönsku. Fyrir mig sem leikstjórnanda var það sér- staklega strembið þegar maður átti að eiga í samskiptum við liðsfélaga sína inni á vellinum. Ég fór strax í frönskukennslu tvisvar í viku og þegar tungumálið var komið vel á veg fór boltinn að rúlla betur fyrir mig sem leik- mann.“ Tók tíma að ná tökum á frönskunni H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð O G O P I Ð E I T T S Í M A N Ú M E R ÚTSALA SUMAR- | | | | | | | | | | UREYRI | REYKJAVÍK | AKU REYRI | REYKJAVÍK | AKUR EYRI | – fyrir lifandi heimili – AFSLÁTTUR %50 ALLT AÐ GOLF Í gær var tilkynnt um úthlutun úr Forskoti, afrekssjóði íslenskra kylfinga. Styrkirnir námu alls 15 milljónum króna og ákvað stjórn sjóðsins að styrkja sex kylfinga að þessu sinni. Styrki hlutu Birgir Leifur Haf- þórsson, Ólafur Björn Loftsson og Þórður Rafn Gissurarson, sem allir eru atvinnukylfingar. Þá fengu þau Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir styrki fyrir einstök verkefni og Einar Haukur Óskarsson fyrir þátttöku sína í Nordea-mótaröðinni. Þeir aðilar sem standa að sjóðn- um auk Golfsambands Íslands eru Eimskip, Valitor, Íslands- banki og Icelandair Group. - esá Styrkir til afrekskylfi nga BIRGIR LEIFUR Einn sex styrkþega úr Forskoti. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Brasilía keppir til úrslita um Álfubikarinn í knatt- spyrnu í fimmta sinn frá upphafi. Liðið mun freista þess að vinna keppnina í þriðja skiptið í röð í úrslitaleiknum á sunnudag en andstæðingurinn verður annað- hvort Spánn eða Ítalía, sem mæt- ast í hinni undanúrslitum í kvöld. Brasilía hafði betur gegn Úrúgvæ í gær, 2-1, en ung stirnið Neymar lagði upp bæði mörk sinna manna fyrir þá Fred og Paulinho. Edinson Cavani skoraði mark Úrúgvæ, sem fékk tækifæri til að komast yfir snemma leiks. Julio Cesar varði þá vítaspyrnu frá Diego Forlan. - esá Brasilía í úrslit Álfubikarsins MAGNAÐUR Neymar lagði upp bæði mörk Brasilíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Markmiðið með því að færa mig til Frakklands var að komast í landsliðið. Gunnar Steinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.