Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 27. júní 2013 | SKOÐUN | 25 Að undanförnu hefur menntun íslenskra ung- menna vakið áhuga fjöl- miðla. Ástæðan er skýrsla þverpólitísks og þverfag- legs samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi. Umfjöllunin hefur vakið áhuga minn og vonir um framsækni til að gera góðan skóla betri. Skóli á að þróast í takt við síbreyti- legt þjóðfélag enda er kveð- ið á um það í öllum lögum og reglu- gerðum sem um hann gilda. Allir eru sammála um að íslenskir skól- ar skuli ætíð veita bestu menntun sem völ er á, hvort sem viðkomandi menntastofnun heyrir undir ríki eða sveitarfélag. Ég fagna því að skólastarf í land- inu verði skoðað með tilliti til efna- hagslegrar hagsældar og vonandi verður litið til langrar framtíðar. Augljóslega er stefnt að því að ná fram sparnaði og þá skiptir máli hvernig, og hvað menn hyggjast fá fram. Ég geri fastlega ráð fyrir að breytingar á skólastarfi sem gerð- ar hafa verið í þverpólitískri sátt á undanförum árum séu komnar til að vera og afturhvarf til gamalla tíma þyki ekki fýsilegur kostur. Með grunnskólalögunum 1974 var stigið farsælt skref í áttina að skóla fyrir alla. Þá var horfið frá því að draga nemendur í dilka eftir náms- getu. Fyrir þann tíma tíðkaðist að vera með fjölmenna bekki nem- enda með góða námsgetu og aðra fámennari sem gjarnan fengu við- urnefnið tossabekkir. Aukning á vinnuframlagi Í áðurnefndri skýrslu samráðshóps- ins um aukna hagsæld á Íslandi er að finna hugmynd um að fjölga nemendum í náms- hópum og auka kennslu- tíma kennara. Þannig á að spara fé, m.a. til að greiða kennurum hærri laun. Umræðan um laun kenn- ara er ekki ný af nálinni; hún hefur fylgt mér líkt og skuggi alla starfsævi mína. Enginn veit þó betur en þeir sem starfa í grunn- skólanum að stækkun nemendahópa styður ekki við hugmyndina um bestu menntun fyrir nemendur. Hins vegar heyri ég marga, bæði lærða og leika, henda hana á lofti. Í nýlegri könn- un á vinnuframlagi kennara sem Félag grunnskólakennara og Sam- band sveitarfélaga stóðu saman að kemur fram að kennarar skila vinnu langt umfram það sem þeir fá greitt fyrir. Staðreyndin er að áðurnefndar breytingar á starf- inu hafa haft í för með sér veru- lega aukningu á vinnuframlagi af þeirra hálfu. Í lögum um skóla án aðgreiningar felst aukin vinna, m.a. í gerð einstaklingsnámskráa, breyttum samskiptum við foreldra og ótal fundum með sérfræðingum sem koma að málefnum barna. Þá eru ótaldar kröfurnar um að skól- inn taki að sér meiri fræðslu af ýmsu tagi. Heildarmyndin Á Íslandi hefur ríkt sátt um grunn- skólana. Hver skóli setur sér eigin námskrá og gróskan er jafnmikil og skólarnir eru margir. Þar vinna samviskusamir kennarar sem eiga að njóta sannmælis. Allar upp- hrópanir um að þeir sinni ekki starfi sínu dæma sig sjálfar. Hvað er átt við þegar talað er um að fjölga í námshópum og velja hæf- ustu kennarana til starfa? Það er kunnugleg tugga úr fortíðinni en nútíminn krefst hugmynda um skólaumhverfi morgundagsins. Er stækkun nemendahópa og fleiri kennslustundir kennara líkleg til að hækka launin og laða fólk að kennaranámi? Á að spara með því að segja upp stuðnings fulltrúum, eða fjölga þeim í samræmi við stækkandi námshópa? Á kennari eingöngu að sinna kennslu og und- irbúningi? Hver á þá að vinna með sérfræðingunum að velferð nem- enda? Á að fella úr gildi lög um skóla án aðgreiningar og hverfa aftur til flokkunar nemenda? Er samfélagslegur byr með þessum hugmyndum? Þessar spurningar krefjast svara. Það kæmi verulega á óvart ef foreldrasamfélagið legði bless- un sína yfir þessar hugmyndir. For- eldrar hafa skorist í leikinn þegar skólayfirvöld einstakra skóla hafa ætlað að grípa til stækkunar nem- endahópa. Ég hvet ráðamenn til að horfa á heildarmyndina áður en ákvarðanir eru teknar og kennara, foreldra og aðra sem að menntun- ar- og uppeldismálum koma til að tjá sig um þetta mikilvæga mál- efni. Grunnskóli er stór vinnustað- ur barna og fullorðinna sem krefst mikils sveigjanleika. Hvernig verð- ur hann metinn inn í excel-skjal sem reiknar út hagsæld á Íslandi? Horfa þarf á heildarmyndina Forsætisráðherra Íslands skrifar grein í Morgun- blaðið þriðjudaginn 25. júní með yfirskriftinni „Fyrsti mánuður loftárása“. Þar kvartar hann undan skömmum sem stjórnar- andstæðingar hafa látið dynja á honum fyrstu vik- urnar í embætti. Gagnrýn- inni líkir ráðherrann við loftárásir, þar sem and- stæðingarnir láti sprengj- um rigna úr lofti. Líkingamál forsætis- ráðherra skapar hugrenninga- tengsl við aðrar loftárásir og öllu áþreifanlegri. Í Afganistan hafa Nató-þjóðir látið sprengjum rigna úr háloftunum, ekki í einn mánuð heldur hundrað fjörutíu og einn. Stríðið endalausa í einu fátækasta landi jarðar hefur nú staðið lengur en heimsstyrjaldirnar tvær saman- lagt. Flestir hafa gleymt hinum upprunalega tilgangi þessa stríðs, enda hafa vestrænir ráða- menn ítrekað endurskil- greint markmiðin eftir því sem átökin hafa dregist á langinn. Í hverri viku berast fregnir af hörmulegum afleiðingum hernaðar- ins, þar sem fjarstýrðum árásarvélum er beitt til að tryggja að sem fæstir Nató-hermenn falli. Minna fer fyrir slíkri umhyggju fyrir l ífi og l imum afganskra borgara. Íslensk stjórnvöld hafa lítt skipt sér af þessu stríði, sem þó er háð í okkar nafni og með okkar stuðn- ingi. Ólíklegt má teljast að það breytist með nýjum utanríkis- ráðherra, sem segist vilja taka virkari þátt í starfsemi og umsvif- um Nató. En hver veit nema nýtil- komin andúð framsóknarmanna á loftárásum muni koma fram í utan- ríkisstefnunni? 141. mánuður loftárása UTANRÍKISMÁL Stefán Pálsson formaður Sam- taka hernaðar- andstæðinga MENNTUN Valgerður Eiríksdóttir grunnskólakennari ➜ Á að spara með því að segja upp stuðnings- fulltrúum, eða fjölga þeim í samræmi við stækkandi námshópa? Á kennari eingöngu að sinna kennslu og undirbúningi? Landsbankinn og Matís hafa komið á fót nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði sem byggja á íslensku hráefni eða hugviti. Samkeppninni er ætlað að vera öflugur hvati við upp- byggingu fyrirtækja og þróun verkefna í matvæla- og líftækniiðnaði. Markmiðið er að auka varanlega verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi. Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla- og líftækni þar sem áhersla er lögð á nýsköpun, verðmætaaukningu og matvælaöryggi. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að vera hreyfiafl í atvinnulífinu og veita stuðning og ráðgjöf á sviði nýsköpunar, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Umsóknarfrestur er til kl. 17 mánudaginn 2. september 2013. Opið er fyrir allar hugmyndir á sviði matvæla- og líftækni sem eiga erindi á markað og byggja á íslensku hráefni eða hugviti. Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á landsbankinn.is/nyskopun og matis.is/nyskopun. Nýsköpunarkeppni Landsbankans og Matís Landsbankinn og Matís auglýsa eftir viðskipta- hugmyndum á sviði matvæla og líftækni, byggðum á íslensku hráefni eða hugviti. er komin í nýjan búning Nýjar og handhægar umbúðir tryggja hámarksendingu. OPNIST HÉR SAMA GÓÐA SKINKAN E N N E M M / S IA • N M 58 25 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.