Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 70
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 „Þetta er náttúrulega frábær heiður,“ segir Helgi Rúnar Gunnarsson, gítarleikari og söngvari Benny Crespo ś Gang. Hann spilar sem gestur með Botnleðju á útgáfutónleikum rokkaranna í Austurbæ í kvöld. Aðspurður segist Helgi Rúnar hafa verið mikill Botnleðjuaðdáandi þegar hann var yngri. „Þegar Drullumall og Fólk er fífl komu út var ég tíu eða ellefu ára gamall. Ég var búinn að vera að hlusta á Nirvana og þetta hitti algjör- lega í mark hjá mér á þeim tíma,“ segir hann. „Ég sá þá hita upp fyrir Blur í Laugardals- höllinni ´96 og síðan fékk ég Fólk er fífl-diskinn í jólagjöf. Ég held ég hafi bara hlustað á hann og Nirvana næstu tvö árin.“ Helgi Rúnar hefur þekkt þá Heiðar Örn Kristjánsson og Harald Frey Gíslason úr Botn- leðju í þónokkurn tíma því þeir hafa unnið með Magnúsi Öder, félaga hans úr Benny Crespo ś Gang, við upptökur á plötum Pollapönks. Hann ber þeim vel söguna og hlakkar mikið til að spila þeim þeim í Austurbæ. Enn eru til miðar á útgáfutónleikana. Sigur- hljómsveit Músíktilrauna, Vök, hitar upp. - fb Heiður að spila með Botnleðju Helgi Rúnar Gunnarsson aðstoðar Botnleðju á útgáfutónleikum í kvöld. SPILAR MEÐ BOTNLEÐJU Helgi Rúnar Gunnarsson (lengst til vinstri) ásamt hljóm- sveitinni botnleðju. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON ➜ Önnur plata Benny Crespó s Gang er væntanleg í haust. „Þetta er náttúrulega alveg svakalega gaman. Þetta er ein af stóru hátíðunum í Evrópu, ásamt kvikmyndahátíðinni í Cannes, í Berlín og fleirum,“ segir Balt- asar Kormákur leikstjóri. Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, verður heimsfrumsýnd á opn- unarhátíð hinnar árlegu Locarno kvik- myndahátíðar. Hátíðin fer fram í bænum Locarno í Sviss þann sjöunda ágúst og er þetta í sextugasta og sjötta sinn sem hún er haldin. Fyrsta leikstjóraverkefni Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, var valið til þátttöku í keppni kvikmyndahátíðarinnar árið 2000. Nú snýr hann aftur með banda- ríska spennugamanmynd sem skartar Denzel Washington, Mark Wahlberg og Paulu Patton í aðalhlutverkum. „Það var á þessari hátíð sem allt fór af stað, þannig að það er alveg sérstaklega skemmtilegt að koma aftur þangað,“ bætir Baltasar við. Baltasar mun verða viðstaddur sýninguna á 2 Guns og halda tölu áður en sýningin hefst. „Þetta verða eins og rokktónleikar. Sýningin er úti, á torgi, og þar verða um það bil átta þúsund manns,“ útskýrir Balt- asar. - ósk Heimsfrumsýnd í hjarta Evrópu 2 Guns eft ir Baltasar Kormák verður opnunarmynd virtrar kvikmyndahátíðar BALTASAR KORMÁKUR Leikstjóri 2 Guns. NORDICPHOTOS/ GETTY „Ég er að fara á Hornstrandir. Þetta er jómfrúarferðin mín á fjöll. Ég var að fá 30 þúsund króna gönguskó í afmælisgjöf og fer á föstudaginn.“ Vala Höskuldsdóttir, listakona. SUMARFRÍIÐ DY NA M O RE YK JA VÍ K 1. SÆTI EYMUNDSSON - KILJUR 19. - 25. JÚNÍ „Á SKILIÐ AÐ VERÐA SUMAR- SMELLUR!“ ★★★★★ „Stórkostleg saga. Hún grætir og kætir.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir, DV „Ekki láta sumarið líða án þess að lesa Maður sem heitir Ove ... í senn hrífandi og fyndin og lesandinn er líklegur til að skiptast á að hlæja og gráta. ... Á skilið að verða sumarsmellur.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu „Einfaldlega hrein dásemd“ – Kolbrún Bergþórsdó ttir, Morgunblaðinu – Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl. Borð fyrir 5 er nýr íslenskur þáttur sem hefst á Skjá einum í haust. Átta pör verða valin úr hópi umsækjenda til að halda þriggja rétta matarboð á heimili sínu fyrir þrjá valinkunna dómara. Að sögn Hilmars Björnssonar, dagskrástjóra Skjás eins, er leitast eftir því að hafa pörin sem taka þátt sem ólíkust og að margt fleira en góður matur þurfi til að þess sigra keppnina. „Til þess að heilla dómarana þarftu að hugsa út fyrir boxið, koma dómurunum á óvart og halda góða veislu. Dómararnir gefa síðan stig fyrir stemmning- una, matinn, vínið og umgjörðina á veislunni almennt.“ Búið er að opinbera nafnið á einum dómaranna í þáttunum en það mun vera Svavar Örn Svavars- son, hárgreiðslu- og útvarpsmaður á K100. Hverjir hinir dómararn- ir tveir eru kemur í ljós á næstu dögum en að sögn Hilmars verður annar þeirra kokkur. Hilmar telur að þættirnir ættu að höfða til Íslendinga, sem hann segir að séu upp til hópa mjög for- vitnir. „Ég held að fólk hafi mjög gaman að því að sjá inn á heimili fólks og fylgjast með hvernig það heldur matarboð í mjög krefjandi aðstæðum.“ Ekki eru gerðar neinar aðrar kröfur til umsækjenda en að þeir hafi metnað fyrir því að halda skemmtilega veislu og hann hvet- ur pör, jafnt ung sem aldin, til að sækja um. „Það verður áhugavert að sjá hvað fólk mun bjóða upp á en það mun fá alveg frjálsar hendur varðandi veitingar og annað. Við viljum helst fá fólk á öllum aldri og með sem fjölbreyttastan bak- grunn til að sækja um. Það er líka til mikils að vinna því sigurparið mun hljóta veglegan vinning.“ Auglýst verður eftir umsækjend- um í þættina í júlí. hannarut@365 Sjónvarpsþættir fyrir forvitna Íslendinga Borð fyrir 5 er spennandi þáttur sem hefur göngu sína á Skjá einum í haust. GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL Hilmar Björns- son, dagskrástjóri Skjás eins, hvetur alla sem hafa gaman að því að halda góða veislu til að sækja um að vera með í þáttunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Raunveruleikaþættir sem byggðir eru á venjulegu fólki sem hafa ástríðu fyrir matargerð hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin misseri. Má þar nefna þætti á borð við Masterchef sem sýndir voru í íslenskri útgáfu á Stöð 2 síðastliðinn vetur og Come Dine with Me sem hafa slegið í gegn út um allan heim. Matreiðsluþættir slá í gegn Minna að fletta meira að frétta F ÍT O N / S ÍA BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.