Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGKonur á besta aldri FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, 512 5427, elsaj@365.is
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Áhuginn kviknaði gegnum fyrrverandi formann Har-ley Davidson-klúbbsins.
Maðurinn minn smitaðist fyrst og
svo ég. Ég sat aftan á hjá honum til
að byrja með en tók svo prófið fyrir
átta árum,“ segir Halldóra Ágústs-
dóttir mótorhjólakona þegar hún
er spurð út í áhugamálið.
Halldóra hefur verið í Harley
Davidson-klúbbi Íslands í tíu ár
og segist forfallinn ökuþór.
„Ég fíla þetta í ræmur. Þetta er
rosalega gaman. Fyrsta sumar-
ið fékk ég lánað hjól og ætlaði að
sjá til hvort ég entist. Mér fannst
svo gaman að ég keypti mér sjálf
hjól árið 2006. Þegar við keypt-
um stærra hjól handa manninum
mínum skipti ég og fékk gamla
hjólið hans. Þetta er áhugamál
okkar beggja og við hjólum mikið
saman hjónin. Ætli við hjólum ekki
í kringum tíu til tólf þúsund kíló-
metra á ári,“ segir Halldóra.
Hún hjólar þó ekki bara með
eiginmanninum. Hún er einnig í
hjólaklúbbi kvenna.
„Við ættum að heita Ladies of
Harley, eins og kvennaklúbbur-
inn innan Harley Davidson heit-
ir erlendis, en við erum ekki svo
strangar á reglunum. Við erum
níu konur, f lestar í Reykjavík en
ein á Akureyri, og reynum að hitt-
ast mánaðarlega allan veturinn. Á
sumrin hjólum við saman. Eitt árið
fórum við í nokkurra daga konu-
túr um landið og eftir það höfum
við reynt að fara eina kvennaferð
á ári yfir helgi. Við ætlum að drífa
okkur í dagsferð hópurinn, núna
um helgina og enda í grilli.“
Halldóra segir félagsskapinn
góðan og hópinn, bæði karla og
konur, fara á hverju ári hringinn
um landið. Þá fari allur hópurinn
einnig í hjólaferðir erlendis.
En hvað er svona skemmtilegt
við mótorhjólasportið?
„Frjálsræðið og að vera úti í
náttúrunni. Maður fær allt beint
í æð, lyktina og hitaskilin þegar
maður keyrir um vegi lands-
ins. Þetta getur þó verið tíma-
frekt sport ef maður hjólar mikið.
Túrinn er f ljótur að verða fjór-
ir tímar þegar maður leggur af
stað. Veðrið stjórnar því þó líka.
Það er minna spennandi að fara
út að hjóla þegar rignir. En ef það
fer að rigna þegar maður er á ferð-
inni þá lætur maður sig auðvitað
hafa það. Það er hluti af upplifun-
inni,“ segir Halldóra og bætir við
að hjóla bakterían gæti átt eftir að
smita frekar út frá sér í fjölskyld-
unni. Sonur hennar tók prófið
fyrir nokkrum árum og keypti sér
hjól og þá eru barnabörnin orðin
spennt. „Ég á tvö barnabörn, eina
12 ára og eina fjögurra ára, og sú
eldri fer aftan á hjá afa sínum og
er alveg sjúk. Þetta er bara svo
skemmtilegt og mjög smitandi.“
Fíla þetta í ræmur
Halldóra Ágústsdóttir smitaðist af mótorhjólabakteríunni fyrir nokkrum
árum og er nú forfallinn ökuþór. Hún segir frjálsræðið og nálægðina við
náttúruna mest heillandi.
Halldóra Ágústsdóttir brunar um göturnar á Harley Davidson. MYND/ARNÞÓR
„Það er einstaklingsbundið hvenær gráu hárin birt-
ast. Sumir fá þau um tvítugt en aðrir ekki fyrr en
undir fimmtugt. En það er alltaf dálítið áfall að
finna fyrsta gráa hárið,“ segir Elsa Haraldsdóttir,
hárgreiðslukona og eigandi Salon VEH. Hún segir
flestar konur kjósa að lita hárið. „Í fyrstu þegar gráu
hárin eru fremur fá mæli ég oft með því að nota
skol sem hefur ekki önnur áhrif en að tóna niður
gráu hárin,“ segir Elsa. Innt eftir því hve oft þurfi að
koma til að lita rótina segir hún það þurfa að gerast
á fjögurra vikna fresti fyrir þá sem eru 75 til 100
prósent gráhærðir.
Hún segir margar konur þreytast á því að lita
gráu hárin auk þess sem hársvörðurinn verði við-
kvæmari með aldrinum. „Sem betur fer hafa orðið
stórkostlegar breytingar á háralitum undanfarin ár.
Nú eru til litir sem styrkja hárið og gera það betra.
Hvert og eitt hárstrá verður lifandi,“ segir Elsa en
aðalvandinn við gráa hárið er hvað það er líflaust.
„Það verður þunnt, þurrt og glært en með góðum lit
færist líf í það.“
Gráhærð hárgreiðslukona
Sumar konur kjósa að hætta að lita hárið og láta gráa
hárið vaxa. „Þá er hins vegar algert skilyrði að passa
umhirðu hársins með djúpnæringu, góðu sjampói og
hárnæringu,“ segir Elsa með áherslu.
Sjálf fékk hún fyrstu gráu hárin snemma. „Ég
man það svo vel. Ég var með hópi kollega í París að
koma upp úr metró. Einhver leit í kollinn á mér og
benti mér á grátt hár,“ segir hún og hlær. Verandi
hárgreiðslukona hefur hún nýtt sér kunnáttuna til
að lita hárið með ýmsum hætti. Fyrir fimm árum
tók hún hins vegar þá ákvörðun að láta gráa hárið
vaxa. „Mig langaði að prófa það og vildi líka sýna
viðskiptavinum mínum að þetta væri hægt,“ segir
Elsa sem lætur hárið þó ekki óáreitt heldur setur
í það strípur og vinnur með það. „Það er ekkert
gaman að vera bara með grátt hár, það þarf að búa
til skugga til að ýta undir hreyfinguna,“ segir Elsa
og er ánægð með síða gráa hárið. „Svo getur það
auðvitað breyst á morgun,“ segir hún og brosir.
Alltaf áfall að finna fyrsta gráa hárið
Elsa ákvað fyrir fimm árum að láta gráa hárið vaxa.
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til
að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf-
urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
www.thjodbuningasilfur.is
P
R
EN
TU
N
.IS / w
w
w
.g
e
n
g
u
rve
l.is
Eru flugur, flær eða
maurar að ergja þig
og bíta?
áhrifaríkur
og án
allra
eiturefna.
Allt að
8 tíma
virkni.
Fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hjá N1
www.gengurvel.is
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
Mikið af flottum tilboðum
TÆKIFÆRISGJAFIR
Fyrir heitt eða kalt, 5 litir
Save the Children á Íslandi