Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 24
27. júní 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Í vor höfum við fengið að skyggnast inn í veröld íslenskra tossa undir leiðsögn Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2. Frábærir þættir sem sýna okkur að skólakerfið er langt frá því að vera allra. Mjög langt frá því. Lóa lagði af stað í þetta ferðalag sitt vegna reynslu sinnar og sonar hennar af skólakerfinu. Hann er tossi. Droppát. Fallisti. Brottfall eins og Jón Gnarr borgarstjóri og svo margt ágætt fólk. Í Fréttablaðinu í gær slógum við því upp á forsíðu að Íslend- ingar útskrifuðust elstir allra í OECD-ríkjunum úr háskóla. Hvað veldur? Jú, við föllum og dettum úr framhaldsskólum af miklu meiri ákefð en þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við. Þrír krakkar af hverjum tíu sem fara í framhaldsnám ljúka ekki námi. Það er því ekki að undra að við séum komin yfir þrí- tugt þegar við útskrifumst loksins úr grunnámi á háskólastigi, en það er fjórum árum síðar en aðrar þjóðir innan OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var í fyrradag. Þar segir einnig að við séum eina þjóðin sem eyði meiru í grunnskóla en háskóla. Hlutfallslega eyðum við miklu í mennt- un á Íslandi. Aðeins Danir eyða meiru en við sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Við erum bara ekki að eyða þeim peningum nógu viturlega. Brottfall úr framhaldsskólum verður að minnka og það krefst þjóðarátaks. Við getum ekki skilið um fimmtán hundruð ungmenni eftir í lausu lofti á ári hverju. Allir foreldrar krakka á framhaldsskólaaldri geta rétt ímyndað sér hvernig það er að vera með stálpað ungmenni ráðalaust á heimilinu. Við stöndum okkur ekki nógu vel í breyttu umhverfi. Hér á árum áður skipti brottfallið litlu máli. Það var eftir- spurn eftir ungmennum sem voru til í vinnu og uppgrip. Krakkar sem duttu úr skóla voru hreinlega sóttir í unglinga- herbergið og komið fyrir um borð í bát eða í frystihúsi svo dæmi sé nefnt. Íslenskt samfélag var allt öðruvísi upp byggt og þessir krakkar höfðu oft unnið frá unga aldri. Nú hins vegar er samfélagið allt annað og lítil sem engin eftirspurn eftir of ungu fólki til vinnu. Unga fólksins bíða atvinnuleysisbætur og vonleysi. Atvinnurekendur kalla ekki eftir týndum tossum í unglingaherbergjum. Eitt af hverjum tíu ungmennum er á atvinnuleysisbótum. Það eitt og sér er skelfilegt og hefur slæm áhrif á sjálfsmynd þessa unga fólks. Þættir Lóu Pind hafa sýnt okkur að það er margt bogið við menntakerfið okkar. Við kunnum ekki að mæta þörfum toss- anna. Tossarnir blómstra miklu frekar á sumrin þegar þeir losna úr þrúgandi andrúmslofti skólastofanna og koma út í sumarið. Um öll þessi atriði erum við sammála. Við vitum þetta allt og höfum vitað lengi. Við þekkjum góðar hugmyndir að hinum ýmsu lausnum, eins og til dæmis að stytta grunn- og fram- haldsskóla. Það er bara spurning um að fara að framkvæma. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Við eyðum miklu í menntun en útskrifumst seint: Sumarið er tími tossanna Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að draga til baka skerðingar í almannatryggingakerfinu frá árinu 2009. Það er gott markmið, sem við styðjum, en það skiptir máli hvernig það er gert. Hér er byrjað á öfugum enda og gripið til aðgerða sem ekki nýtast þorra lífeyris- þega. Einungis tveir afmarkaðir hópar hagnast á breytingunum: Aldraðir sem geta unnið og hafa atvinnutekjur og svo örorku- og ellilífeyrisþegar sem hafa a.m.k. 250.000 krónur í mánaðartekjur frá lífeyrissjóðum. Mest hagnast þeir 2.500 lífeyris þegar sem eru með yfir 350.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóðum og fá nú ekkert úr ríkissjóði. Þeir munu eftir breyting una fá rúmar 30.000 kr. fyrir skatt. Þessar breytingar gera ekkert fyrir líf- eyrisþega með undir 250.000 í tekjur og sem ekki hafa atvinnutekjur. Ekkert bólar á efndum á raunveru legum kjarabótum, sem nýtast þorra lífeyris- þega. Svoleiðis aðgerðir virðast ekki ofar- lega á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Ekkert bólar á lækkun skerðinga vegna fjármagnstekna, sem myndi gagnast stórum hópi lífeyrisþega. Við ákváðum árið 2009 að skerðingarmörk vegna tekna úr lífeyrissjóðum yrðu hækkuð tímabund- ið og lækkuð aftur í lok árs 2013. Kjara- skerðing lífeyrisþega yrði því tímabundin. Ekkert bólar á flýtingu þeirrar breytingar, þrátt fyrir digur loforð stjórnarflokkanna þar um fyrir kosningar. Sama á við um loforð framsóknarþingmanna um endur- greiðslu allrar skerðingar allt frá árinu 2009. Ekkert bólar á efndum þar. Þessi bútasaumur núna gengur líka í þveröfuga átt við þá þverpólitísku sátt milli fulltrúa flokka og aðila vinnu- markaðarins sem náðist í fyrra um nýtt almannatryggingakerfi og teflir þeirri endurskoðun í tvísýnu. Eftir standa allir ókostir gamla kerfis- ins, sem við vildum losna við með nýju almannatryggingakerfi. Áfram verður 100% skerðing á framfærslu uppbót. Áfram geta lífeyrisþegar lent í falli á krónu og tapað hundruðum þúsunda ef þeir fá einni krónu meira en minna í greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum. Byrjað á öfugum enda LÍFEYRISÞEGAR Árni Páll Árnason alþingismaður ➜ Þessi bútasaumur núna gengur líka í þveröfuga átt við þá þver- pólitísku sátt milli fulltrúa fl okka og aðila vinnumarkaðarins sem náðist í fyrra um nýtt almannatryggingakerfi og tefl ir þeirri endurskoðun í tvísýnu. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 17 72 www.rekstrarland.isSkeifunni 11 | Sími 515 1100 VEISLAN Í Rekstrarlandi fæst mikið úrval af vörum fyrir brúðkaup, útskriftir, afmæli, grillveislur og aðrar uppákomur. PAPPADÚKUR 25x1,2m, vínrauður Verð 5.490 kr. SERVÍETTUR 3ja laga 40x40 cm, 70 stk. í pakka Verð 590 kr. Misskilningur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra fékk hlýjar kveðjur frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara á fundi þeirra í Berlín í gær. Merkel hrósaði Gunnari Braga meðal annars fyrir það hversu farsællega íslensku þjóðinni hefði tekist að snúa sig út úr vonlítilli stöðu eftir efna- hagshrunið og rífa hér allt í blússandi gang á ný. Gera má ráð fyrir því að Gunnar Bragi hafi leiðrétt Merkel, hér sé allt á vonarvöl eftir óstjórn vinstri- flokkanna undanfarin fjögur ár og ástandið meira að segja mun verra en menn héldu fyrir einum mánuði. Eftir að hann hrósaði henni fyrir hvað hún talaði góða þýsku, það er að segja. Fjórir til sjötíuogsex Ráðgjafarhópur um lagningu nýs sæstrengs hefur í heilt ár unnið að mati á því hversu miklu slíkur strengur gæti skilað þjóðarbúinu. Þessi ársvinna hefur nú skilað niður- stöðu: Við getum grætt á strengnum á hverju ári– eitthvað á bilinu frá fjórum og upp í 76 milljarða. Þetta kallar maður varfærið mat. Margt stórt Öllum verður okkur reglulega fóta- skortur á tungunni, þvælum óvart orðatiltækjum brengluðum út úr okkur, en sérstaklega er eftir því tekið þegar þingmenn gera það í ræðustól eins og Vigdís Hauksdóttir hefur fengið að kynnast. Á þriðjudaginn hélt Elín Hirst prýðilega ræðu um afleiðingarnar af svartri atvinnustarfsemi. „Margt stórt gerir eitt smátt,“ sagði Elín– sem er ekki rétt– en enginn heyrðist hlæja í salnum. Vonandi þýðir það samt ekki að enginn hafi verið að hlusta, því að boðskapur- inn var annars hinn ágætasti. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.