Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 60
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar Ég man ekki eftir því að nein orð hafi verið bönnuð á heimilinu þegar ég var lítill. Það var ekki vel séð að segja „djöfullinn“ eða „fjandinn“ en það var ekki forboðið. Ég minnist þess ekki að neitt hafi verið forboðið. En nú stjórna ég sjálfur heimili og ég er kominn með bannorð. Ég hef sett bann á tvo frasa. Ég vil ekki heyra „Oh My God“ og ekki held- ur „Jesus“ (borið fram „dísös“). Við þetta vil ég setja tvo fyrirvara. Í fyrsta lagi þá er ég ekki alvaldur á heimilinu og það má vel vera að bann mitt verði ekki virt og þá verð ég bara að kyngja því. Í öðru lagi þá hefur þetta bann ekkert að gera með trúarskoðanir eða skort á þeim. Síður en svo. Ég þoli ekki frasana „Oh My God“ og „Jesus“ vegna þess að mér finnst þeir einmitt afhelga það sem fagurt er í veröld- inni. Nú skal ég reyna að útskýra. ÉG sá einu sinni hóp pönkara í Berlín. Þetta var æðislegt gengi: hanakambar og gaddaleðurjakkar. Skyndilega brá einn pönkarinn á leik og braut flösku. Mér stökkbrá og ég taldi mig jafnvel vera kom- inn í hættu. En þá heyrði ég kunnugleg orð. „Oh My God!“ Pönkararnir höfðu ekk- ert merkilegra að segja við uppátækinu en „Oh My God“ með útvötnuðum amerískum hreim en eilítið rödduðu þýsku té-i. Hér vorum við með eitthvað sem leit út eins og atriði úr Dýragarðsbörnunum en breyttist skyndilega í flatan Friends-þátt. Þetta kalla ég skuggahlið alþjóðavæðingar. „OH MY GOD“ er engilsaxneskur frasi, þó fremur bandarískur en breskur, en fyrst og fremst alþjóðlegur. Hann er lægsti samnefnari tilfinninga okkar, það sem við grípum til þegar við erum orðlaus. Sumum finnst það kannski praktískt eða í öllu falli saklaust, en mér finnst það synd- samlegt metnaðarleysi. Við erum ríkt fólk og getum valið um heilu úthöfin af menn- ingarhafsjó til að kafa í en í staðinn látum við nægja að ganga upp að næsta drullu- polli og gára hann með tánni. Oh My God hvað það er lélegt! Oh My God! Kanye West undirbýr nú nýja fatalínu fyrir franskt fatamerki. Hinn nýbakaði faðir segist ætla að gera betur nú en síðast, en kvenfatalína hans sem kom út árið 2011 fékk skelfilegar við- tökur. „Fatahönnuðir eru í þannig stöðu að þeir geta algjörlega sleppt af sér beislinu. Ég reyndi að gera það en það gekk ekki upp. Ég varð því að reyna að koma með eitthvað sem segir: „Þetta lítur skynsamlega út,“ sagði rapparinn í viðtali á dögunum. Fatalínan mun einkennast af stuttermabolum, gallabuxum og hettupeysum. Kanye með karlafatalínu REYNIR AFTUR Rapparinn Kanye West ætlar að gera aðra tilraun til að gefa út fatalínu undir eigin nafni, en sú fyrri heppnaðist ekki vel. NORDICPHOTOS/GETTY Rapparinn Will.i.am hefur lagt fram kæru á hendur tónlistarmanninum Pharrell Willi- ams. Sá fyrrnefndi kveðst eiga einkarétt á setningunni „I am“ og segir Williams hafa gerst sekan um brot er hann nefndi fatalínu sína i am Other. Tónlistartímaritið Rolling Stone sagði frá málinu. Samkvæmt talsmanni Will.i.am eru lík- indin við I AM vörummerki Will.i.am of mikil og gæti það skapað rugling. Williams er þó ósammála þessu. „Ég er vonsvikinn yfir því að Will, tónlistarmaður eins og ég, hafi kært málið. Ég vil miklu heldur ræða málin og reyndi að bera þetta upp við hann nokkrum sinnum. Þessi kæra kom mér í opna skjöldu og ég er sannfærður um að dómstólum þyki krafa hans jafn tilhæfulaus og kjánaleg og mér,“ sagði Williams í við- tali við Rolling Stone. - sm Rapparar takast á í dómssal Will.i.am vill ekki að Pharrell Williams nefni fatamerki sitt i am Other. ÓSÆTTI Will.i.am hefur lagt fram kæru á hendur Pharrell Williams. NORDICPHOTOS/GETTY Kelly Rutherford, sem lék í þáttun- um Gossip Girl, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hún hefur átt í harðvítugri forræðisdeilu við fyrr- verandi eiginmann sinn sem hefur höggvið stór skörð í fjárhag hennar. Samkvæmt ABCNews.com skuld- ar Rutherford yfir tvær milljónir dala, eða um 250 milljónir króna. Eina og hálfa milljón af þeirri upp- hæð hefur hún greitt í lögfræði- kostnað vegna forræðisdeilunnar. Í ágúst síðastliðnum fyrir skipaði dómari að börn Rutherford og fyrr- verandi eiginmanns hennar Daniel Giersch skyldu dvelja áfram í Frakklandi en þangað heimsóttu þau föður sinn síðasta sumar. Sú ákvörðun var mikið áfall, bæði til- finningalegt og fjárhagslegt, fyrir hina 44 ára gömlu leikkonu. Gossip Girl-leikkona er orðin gjaldþrota Kelly Rutherford óskar eft ir gjaldþrotaskiptum. GJALDÞROTA Kelly Rutherford hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. NORDICPHOTOS/GETTY Jay-Z ætlar að nota textabrot úr lagi R.E.M., Losing My Religion, á væntanlegri plötu sinni, Magna Carta Holy Grail. Textinn verður notaður í laginu Heaven, en Los- ing My Religion kom út árið 1991. Stutt er síðan greint var frá því að rapparinn ætlaði að nota texta- brot úr öðru lagi frá 1991, Smells Like Teen Spirit með Nirvana, á plötunni. Courtney Love, ekkja söngvarans Kurts Cobain, gaf Jay-Z leyfi til þess. Notar texta frá R.E.M. JAY-Z Rapparinn ætlar að nota texta- brot úr laginu Losing My Relegion. DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS THE PURGE 8 - 10 THE ICEMAN 8 - 10.20 THE INTERNSHIP 5.30 EPIC 2D 5 EPIC 3D 5 FAST & FURIOUS 8 - 10.30 EIN NÓTT Á ÁRI ALLIR GLÆPIR ERU LÖGLEGIR 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNIKEFLAVÍK AKUREYRI NEW YORK POST T.V. - BÍÓVEFURINN NEW YORK DAILY NEWS EMPIRE H.S.S. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BYGGT Á SANNSÖ GULEGUM ATBURÐUM FORSÝNING Í KVÖLD KL. 8 SUMARTILBOÐ - 2 FYRIR 1 SUMARTILBOÐ - 2 FYRIR 1 SUMARTILBOÐ - 2 FYRIR 1 SUMARTILBOÐ - 2 FYRIR 1 SUMARTILBOÐ - 2 FYRIR 1 THE PURGE KL. 6 - 8 - 10 16 THE INTERNSHIP KL. 5.25 - 8 - 10.35 7 THE INTERNSHIP LÚXUS KL. 5.25 - 8 - 10.35 7 AFTER EARTH KL. 8 - 10.15 12 FAST & THE FURIOUS 6 KL. 8 - 10.45 12 EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE ICEMAN KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE INTERNSHIP KL. 5.25 - 10.35 7 AFTER EARTH KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 THIS IS THE END KL. 8 FORSÝNING 16 THE INTERNSHIP KL. 5.40 - 8 7 FAST & FURIOUS 6 KL. 5.40 12 CTHE I EMAN KL. 8 0 - 1 16 AFTER EARTH KL. 10.20 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.