Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 4
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 STÚLKUBARN FÆTT Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2011 GETUR VÆNST ÞESS AÐ VERÐA 84,1 ÁRS. STRÁKAR FÆDDIR ÁRIÐ 2011 GETA VÆNST ÞESS AÐ VERÐA 80,7 ÁRA. Á fimm árunum frá 2006 til 2011 jukust lífslíkur íslenskra kvenna og íslenskra karla um 1,2 ár. Heimild: Eurostat DÓMSMÁL „Mér finnst helvíti hart ef Alþingi getur sett lög og tekið eigur manna og menn eigi bara að brosa og smæla,“ segir Haraldur Þór Ólason, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði, sem rekur þar brotajárns- vinnsluna Furu og hefur nú stefnt hinu opinbera vegna nýrra raf- orkulaga frá árinu 2004. Haraldur segir málið eiga rætur að rekja til loka níunda áratugar síðustu aldar, þegar hann keypti þrotabú Íslensku stálsmiðjunnar í Hafnarfirði. Í þeim kaupum hafi fylgt spennustöð og tuttugu mega- vatta heimtaug úr Hamranesi beint inn á dreifikerfið sem nú er í eigu Landsnets. Þá tengingu hefur Haraldur notað í brotajárnsvinnslu sína síðan. „Árið 2004 setti Alþingi svo ný raforkulög sem sögðu að það væri engum heimilt að vera tengdur beint inn á Landsnet nema hann væri stórnotandi,“ segir Harald- ur. Það hafi hann ekki verið og því hafi Orkustofnun ætlað að rjúfa tenginguna. „Ég mótmælti, taldi að þetta væri eignaupptaka,“ segir hann. Síðan hafi hann staðið í stappi við yfirvöld, fyrst gegnum iðnaðar- ráðuneytið og nú fyrir dómstól- um eftir að hann stefndi Orku- stofnun, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Landsneti til ógildingar þeirri ákvörðun Orku- stofnunar að klippa skyldi á taugina. „Við viljum halda þessari teng- ingu þarna. Við erum með stóra lóð og þetta eykur verðmæti hennar, og ef það er ekki hægt þá viljum við að það komi einhverjar bætur til,“ segir Harald- ur. „Alþingi getur sett lög en það getur ekki sett lög afturvirkt. Ég var búinn að eiga þessa heimtaug og nota hana í fjórtán ár þegar Alþingi setti lögin.“ Haraldur segir að ef honum yrði gert að tengja sig inn á dreifikerfi HS Orku þá mundi það kosta hann 30 til 40 milljónir. „Skilaboðin til mín eru að ég eigi bara að borga þetta sjálfur og sjá um þetta.“ Það geti hann hins vegar ekki sætt sig við. „Það er ansi hart að þurfa að standa í svona slag vegna þess að einhverjum embættismanninum dettur eitthvað í hug,“ segir Har- aldur. Mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðju- dag. stigur@frettabladid.is Óttast að ríkið klippi á heimtaug að Furu Fyrrverandi oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði hefur stefnt hinu opinbera, sem hyggst klippa á heimtaug úr spennustöð að brotajárnsvinnslu hans í bænum. Hann segir aðganginn að stöðinni hafa fylgt með kaupunum fyrir þrjátíu árum. RAFMAGNSLAUST Í BRÁÐ? Brotajárnsvinnslan Fura við Hringhellu í Hafnarfirði verður kannski rafmagnslaus á næstunni ef dómstólar ákveða að Orkustofnun skuli klippa á heimtaugina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ATVINNUMÁL Atvinnuleysi var 7,4 prósent í maí og hefur minnkað um 1,6 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands sem fram- kvæmd var nú í júní. Rannsóknin nær yfir fimm vikna tímabil, frá 29. apríl til 2. júní 2013. Í maí á síðasta ári mældist atvinnuleysi 8,8 prósent og hafði þá ekki mælst lægra í maí síðan það mældist 4,3 prósent árið 2008. Ef litið er til þróunar síðustu 12 mánaða sést að fólki á vinnumark- aði hefur fjölgað um 3,5 prósent, atvinnulausum fækkað um 9,2 pró- sent. Atvinnuleysi hefur því lækkað umtalsvert frá því að það var hæst fyrir hrun en í maí 2010 mældist atvinnuleysi 11,9 prósent. - ne Fjölgun vinnandi manna: Minna atvinnu- leysi en í fyrra HARALDUR ÞÓR ÓLASON KÖNNUN Stuðningur við ríkis- stjórnina hefur minnkað um fjögur prósentustig síðan í upp- hafi mánaðar, úr 59,8 prósentum í 55,8 prósent, samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 27,3 prósent borið saman við 28,2% í síðustu mæl- ingu, Framsóknarflokkurinn fer úr 21,2 prósentum í 19,9, Sam- fylkingin hækkar úr 11,7 pró- sentum í 13,0 og Björt framtíð úr 11,2 prósentum í 12,5. Vinstri græn mælast með 12,4 prósenta fylgi, borið saman við 13,8 í síð- ustu mælingu en Píratar fara úr 6,6 prósentum í 8,1. Allar breyt- ingar á fylgi flokka eru innan vikmarka. - sh MMR gerir nýja könnun: Minna fylgi við ríkisstjórnina FJARSKIPTI Nautgripabóndi einn á Vestfjörðum þarf að bera kostnað- inn af því að breyta uppsetningu rafmagnsgirðingar á landareign sinni, að mati Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS), en girðingin hefur um árabil valdið truflunum á sím- sambandi á nærliggjandi bæjum. Í frétt á vef PFS segir að truflan- irnar hafi lýst sér í smellum sem hafi gert símtöl illmöguleg auk þess sem þær hafi átt það til að hægja á eða stöðva nettengingu. Við skoðun PFS og Mílu, eiganda kerfisins, kom í ljós að girðingin, sem liggur samsíða símalínunni á kafla, er sannanlega truflana- valdurinn. Til að bætt verði úr þarf að færa girðinguna á 3,2 kílómetra kafla og áætlar eigandi girðingarinnar að breytingin muni kosta rúma millj- ón króna. Hvorki hann né Míla voru tilbúin að taka þátt í kostnað- inum. PFS skar hins vegar úr um að samkvæmt lögum bæri eiganda rafvirkis sem truflar fjarskipti að bera kostnað af úrbótum. Fær við- komandi því frest til 8. júlí næst- komandi til að bæta úr. Ella er hægt að beita hann dagsektum, eða láta rjúfa straum á girðingunni. - þj Nautabóndi neitaði því að bera kostnað vegna truflana á símalínu: Þarf að færa rafmagnsgirðingu KÍNA Lengstu mönnuðu geimferð Kínverja lauk farsællega í gær þegar geimfararnir þrír lentu heilu og höldnu á sléttu í héraðinu Innri- Mongólíu nyrst í Kína. Ferðalangarnir þrír dvöldu úti í geimi í fimmtán daga og komu á leiðinni við í geimtilraunastofu Kínverja, þar sem eina konan í hópnum, Wang Yaping, hélt fyrirlestur um fjarfundarbúnað fyrir börn á jörðu niðri. Kínverjar stefna að því að koma sér upp sinni eigin geimstöð árið 2020 og er ferðin álitin mikilvægur þáttur í því. - sh Lengstu mönnuðu geimferð Kínverja lauk í gær: Farsæll endir á 15 daga ferðalagi LENTU Á SLÉTTU Wang Yaping, eina konan í hópnum, bar sig vel þegar henni var hjálpað út úr geimfarinu Shenzhou-10 í Innri-Mongólíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP VIÐ ÞEKKJUM TILFINNINGUNA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Hæg suðlæg eða breytileg átt. SKÚRIR Í KVÖLD Það dregur smám saman úr vindi er líður á daginn en hins vegar má búast við vætu víða um land síðdegis. Skúrir vestan til í kvöld og víða á morgun en síst suðaustanlands. Lítur út fyrir litla úrkomu um helgina. 9° 11 m/s 10° 12 m/s 10° 8 m/s 10° 10 m/s Á morgun 5-13 m/s, hvassast við S-ströndina. Gildistími korta er um hádegi 13° 10° 14° 12° 11° Alicante Basel Berlín 25° 18° 17° Billund Frankfurt Friedrichshafen 18° 18° 16° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 17° 17° 26° London Mallorca New York 19° 25° 27° Orlando Ósló París 31° 18° 21° San Francisco Stokkhólmur 22° 21° 10° 6 m/s 10° 7 m/s 13° 5 m/s 15° 6 m/s 12° 6 m/s 11° 8 m/s 7° 6 m/s 12° 10° 14° 14° 12° kílómetra af rafmagns- girðingu þarf að færa og telur eigandinn það munu kosta rúma milljón króna. 3,2 FÓLK Til stendur að stofna minn-ingarsjóð í nafni Hemma Gunn. Þetta verður gert til að styðja við þau málefni sem honum voru kærust. „Hann var aldrei að sækjast eftir auðæfum en hann var víða í tengslum við hjálpar- starf. Hann lagði til dæmis bar- áttumálum til kaupa á hjarta- tækjum fyrir Landspítalann og unglingadeild SÁÁ lið,“ sagði Halldór Einarsson, einn nán- asti vinur Hemma, í samtali við Bylgjuna í gær. - þþ Stofna minningarsjóð: Mál sem voru Hemma kær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.