Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 54
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heim- sækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heim- sókn þeirra stendur ráðast vopnað- ir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélags- ins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lög- reglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkja- forseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einn- ig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við Uni- versity of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta s é k v i k- myndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stór- stjörnu. - sm Rullan sem mun gera Tatum að stjörnu Hasarmyndin White House Down verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Leikarinn Channing Tatum fer með aðalhlutverk myndarinnar. HASARHETJA Channing Tatum fer með hlutverk lög- reglumannsins Johns Cale í spennumynd- inni White House Down. ■ Channing Tatum ■ Fæddur 26. apríl 1980 ■ Tatum starfaði meðal annars sem smiður, fatafella og fyrirsæta áður en hann lagði leiklistina fyrir sig. Handritið að kvikmyndinni Magic Mike byggði hann á reynslu sinni sem fatafella, en hann gekk undir nafninu Chan Crawford er hann sinnti því starfi. ■ Tatum kynntist eiginkonu sinni, Jennu Dewan, við tökur á kvikmyndinni Step Up árið 2006. Hjónin eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Everly, þann 31. maí síðastliðinn. Tatum var kjörinn kynþokkafyllsti karlmaður heims árið 2012 af tímaritinu People. ■ Meðal kvikmynda sem Tatum hefur leikið í má nefna Public Enemies, G.I. Joe: The Rise of Cobra, rómantíska kvikmyndin Dear John, 21 Jump Street, Side Effects og G.I. Joe: Retaliation. Leikari á uppleið Hrollvekjan The Purge verður frumsýnd annað kvöld. Ethan Hawke fer með aðalhlutverk myndarinnar sem leikstýrt er af James DeMonaco. Með önnur hlutverk fara Lena Headey, Rhys Wakefield, Chris Mulkey, Edwin Hodge, Max Burkholder og Adel- aide Kane. Myndin gerist árið 2022 og Bandaríkjastjórn hefur tekið upp á þeirri nýjung að leyfa hvers kyns glæpi í tólf klukkustundir ár hvert. Með þessu hefur stjórn- inni tekist að lækka glæpatíðni og atvinnuleysi í landinu. Þessa til- teknu nótt er löggæsla lögð niður með öllu og þeir sem ekki taka þátt í ofbeldinu þurfa að verja sig gegn því. Líkt og fyrri ár hefur Sandin-fjölskyldan falið sig inni í rammgerðu húsi sínu og bíður þess að nóttin taki enda. Þegar ókunnugur maður óskar eftir aðstoð fjölskyldunnar upphefst æsispennandi barátta upp á líf og dauða. Kvikmyndin þykir afskap- lega taugatrekkjandi en gagnrýn- endur hafa þó ekki farið fögrum orðum um hana. Í Bíói Paradís verða ýmsar kvikmyndaperlur til sýningar í sumar og verður hrollvekjan The Evil Dead verður sýnd á laugar- dag klukkan 22. Myndin er frá árinu 1981 og er í leikstjórn Sam Raimi. Bíógestum skotið skelk í bringu Tvær hrollvekjur verða sýndar um helgina. The Purge með Ethan Hawke verður frumsýnd annað kvöld. Þá verður The Evil Dead sýnd í Bíói Paradís á laugardag. SNÝST TIL VARNAR Hryllings- myndin The Purge, með Ethan Hawke í aðalhlut- verki, verður frumsýnd annað kvöld. Leikkonan Cate Blanchett er á meðal þeirra sem koma að leikstjórn áströlsku kvikmyndar innar The Turning. Myndin er byggð á smásögu- safni ástralska rithöfundarins Tims Winton og í henni eru sagðar sautján ólíkar sögur. Bókin kom út árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem Blanchett reynir fyrir sér sem leikstjóri, en hún fer einn- ig með hlutverk í myndinni. Samlandi Blanchett, leikkonan Mia Wasikowska, tekur einnig sín fyrstu skref sem leikstjóri í The Turning. Sagan sem Blanchett leikstýrir ber titilinn Re- union en Wasikowska leikstýrir sögu sem nefnist Long, Clear View. Blanchett leikstýrir Cate Blanchett er á meðal leikstjóra The Turning. LEIKSTÝRIR Cate Blanchett stígur sín fyrstu skref sem leikstjóri í kvik- myndinni The Turning. David Hasselhoff sló fyrst í gegn á níunda áratugnum í sjónvarpsþátt- unum Knight Rider. Þar lék hann Michael Knight, mann sem berst gegn glæpum með aðstoð bíls af tegundinni Pontiac Trans Am. Lengi hefur staðið til að framleiða kvikmynd byggða á þáttunum og gæti sú hugmynd orðið að raun- veruleika innan skamms. Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company tryggði sé kvikmyndaréttinn um Michael Knight árið 2006 og hefur nú fengið handritshöfundinn Brad Copeland til að skrifa uppkast að kvikmyndinni. Copeland hefur að mestu unnið innan sjónvarps- geirans fram að þessu og skrif- aði meðal annars handrit að sjónvarpsþáttunum Arrested Development, My Name Is Earl og Grounded for Life. The Weinstein Company hyggst gera Knight Rider að stórkostlegri brellumynd og miðað við vinsæld- ir Fast and Furious-kvikmyndanna er ekki ólíklegt að myndin nái að lokka gesti í kvikmyndahús um víða veröld. Knight Rider í bíó Kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum er í bígerð. Í BÍÓ Endurgera á sjónvarpsþættina Knight Rider sem kvikmynd. David Hasselhoff fór með hlutverk Michaels Knight í þáttunum. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.