Fréttablaðið - 11.07.2013, Side 2

Fréttablaðið - 11.07.2013, Side 2
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 11 91 9 Glæsilegt úrval og góð aðstaða til að velja fullkomna hringa fyrir stóra daginn. Skoða, máta, velja, setja upp … hringana jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind MANNLÍF Björn Pétursson var í vor hlaðinn lofi, gjöfum og þökkum við mikla athöfn enda lét hann þá af störfum sem skólastjóri Mela- skóla. Honum þótti tilstandið þó helst til mikið því að hann er ekkert á förum þótt hann gæti sest í helg- an stein með eftirlaun sín. Á kom- andi skólaári mun skóla stjórinn fyrrverandi nefnilega sinna starfi skólaliða í skólanum. „Ég er búinn að vera í Mela- skólanum í 42 ár, sex ár sem nemandi og þrjátíu og sex sem starfsmaður,“ segir Björn. „Skýr- ingin á þessu liggur bæði hjá Mela- skólanum og svo hjá mér sjálfum. Hvað varðar Melaskólann þá er þetta staður þar sem fólk kemur til að vera. Starfsmannaveltan er mjög lítil. Margir kennaranna eru líka gamlir nemendur skól- ans. Þetta helgast af því að það er mjög góður andi þarna. En það sem að mér snýr ber merki þess að eflaust er ævintýraþráin af skorn- um skammti.“ Björn tekur við nýju hlutverki af mikilli auðmýkt. „Ég held að þetta verði skrítnara fyrir alla aðra en mig,“ segir hann. „Enda var það svo að þegar ég greindi kollegum mínum frá þessu þá var það eins og í Njálu, ég varð að segja þeim það þrem sinnum,“ segir hann kankvís. „Það verður eflaust undarlegt fyrir starfsmenn og eldri nemendur að sjá mig í nýju hlutverki.“ Þegar Björn er inntur eftir starfslýsingu á nýja starfinu virð- ist danski titillinn „altmuligman“ eiga einna best við. „Tveir veiga- mestu þættirnir eru að vera á verði í frímínútum og fylgjast með svo að allt gangi vel og svo er það að hjálpa til í matsalnum, bæði við skömmtun og frágang. Svo er það ýmislegt tilfallandi, það er nú svo margt í skóla starfinu sem ekki verður fyrir séð. Ég gæti til dæmis þurft að vera við bað- vörslu í íþrótta húsinu. Svo er það eiginlega í hendi nýs skólastjóra að ákveða hvernig hann vill nota krafta mína. Þar sem maður er orðinn svo gamall og hokinn af reynslu getur maður nú gengið í öll störf. Til dæmis ef einhver kennaranna er vant við látinn get ég auðveldlega stokkið inn.“ Björn þekkir reyndar til flestra þessara verka enda taldi hann það ekki eftir sér, í skólastjóratíð sinni, að bretta upp ermar og gera það sem gera þurfti. Til dæmis tók hann að sér matarskömmtun eftir hrun þegar að kreppti í skólanum. Hann ber engan kvíðboga fyrir því að verða undirmaður fyrr- verandi undirmanna sinna. „Nei, reyndar er ég afar ánægður með það hvernig nýr skólastjóri, Dagný Annasdóttir, tók þessu. Það væru kannski ekki allir ánægðir með að hafa mig þarna enn þá en hún varð hin kátasta. Eins gæti það orðið skrítið fyrir umsjónarmenn að þurfa að segja mér, gamla yfir- manninum, til en fyrir mig verður það bara ánægjuleg tilbreyting.“ jse@frettabladid.is Skólastjórinn verður að skólaliða í haust Melaskólinn er svona staður þar sem fólk kemur til að vera, segir fyrrverandi skóla- stjóri, sem verður skólaliði þar næsta haust. „Verður skrítnara fyrir alla aðra en mig,“ segir hann. Ekkert mál að verða undirmaður fyrrverandi undirmanna sinna. ■ Kennari 1977 til 1994 ■ Aðstoðarskólastjóri 1994 til 2007 ■ Skólastjóri 2007 til 2013 ■ Skólaliði 2013 ➜ Ferill Björns í Melaskóla: ÞEIR EIGA SAMLEIÐ Björn segist hugsanlega verða skólaliði næstu þrjú til fimm árin. „Ef skólastjórinn telur að ég standi mig,“ segir hann af auðmýkt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MENNING Enginn af umsækjendum um stöðu tónlistarstjóra Sinfóníu- hljómsveitar Íslands þótti hafa næg alþjóðleg tengsl og yfirsýn til þess að sinna starfinu. Því var Bengt Arstad endurráðinn sem ráðgjafi í starfið. Þetta staðfestir Arna Kristín Einars dóttir, verð- andi framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Fimm manns sóttu um stöðuna, sem var auglýst í lok maí. Að sögn Örnu voru þrír umsækjenda metnir hæfir en skorti yfirsýn og alþjóðleg tengsl, að mati þeirra sem um umsóknirnar fjölluðu. Hún segir, að þess vegna hafi verið ákveðið að taka aftur upp ráðgjafasamning við Bengt Arstad, en hann hafi starfað með hljómsveitinni síðast- liðin ár. Athygli vekur að hann uppfyllir ekki þær hæfniskröfur sem gerðar eru til umsækjenda um íslenskukunnáttu. Bengt Arstad var heldur ekki í hópi umsækjenda um starfið. Þá hafi það skipt máli að verið sé að leita að nýjum aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar, þar sem Ilan Volkov núverandi aðalhljómsveitarstjóri hættir eftir næsta starfsár. Staða tónlistarstjóra verði svo auglýst aftur og þá hugsanlega með breyttum áherslum. - ósk Enginn umsækjenda um stöðu tónlistarstjóra við Sinfóníuna fékk starfið: Skorti yfirsýn og alþjóðleg tengsl ÞRÍR UPPFYLLTU HÆFNISKRÖFUR Bengt Arstad var ekki í hópi umsækjenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ARNA KRISTÍN EINARSDÓTTIR SÝRLAND, AP Stærstu samtök sýrlenskra uppreisnarmanna, Sýrlenska þjóðar- bandalagið, vísar algerlega á bug ásök- unum Rússa um að uppreisnarmenn hafi notað eiturgasið sarín í árás skammt frá borginni Aleppo í mars. Vítalí Tsjúrkín, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, fullyrti þetta á mánudag og afhenti jafnframt Ban Ki- moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, 80 blaðsíðna skýrslu um málið. Tsjúrkín sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu beðið Rússa um að rannsaka atvikið, en efnavopnasérfræðingar á vegum Sam- einuðu þjóðanna höfðu þá reynt að komast inn í landið til að rannsaka árásina, en fengu ekki heimild til þess. Árásin kostaði 26 manns lífið, þar af sextán hermenn sýrlensku stjórnarinnar og 86 manns að auki særðust. Uppreisnarmenn hafa sakað stjórnar- herinn um þessa árás. Hvorki Bretar né Bandaríkjamenn segjast hafa séð nokkuð það sem sanni að uppreisnarmennirnir beri ábyrgð á henni. - gb Sýrlenskir uppreisnarmenn hafna ásökunum Rússa um að þeir hafi notað eiturgasið sarín: Neita að bera ábyrgð á árás með eiturgasi Á SJÚKRAHÚSI Í ALEPPO Læknar sinna fólki eftir árásina í mars. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Fulltrúadeild ríkisþingsins í Texas hefur samþykkt reglugerð sem takmarkar rétt kvenna til fóstureyðinga. Gera má ráð fyrir að þessi reglugerð verði að lögum innan skamms. Málið verður tekið fyrir í öldungadeild ríkisins í dag, þar sem það fær líklega braut- argengi. Í reglugerðinni er lagt blátt bann við fóstureyðingu ef móðirin er gengin tuttugu vikur eða meira og gerðar eru ríkari kröfur um aðstöðu lækna sem taka að sér fóstureyðingar. Reglugerðin mætir mikilli and- stöðu, einkum á þeirri forsendu að þær knýi fóstur eyðingalækna til að loka stofum sínum og þar með neyðist ófrískar konur, sem ekki eru reiðubúnar í móðurhlutverkið, að leita til lækna sem starfa án til- skilinna leyfa. Það geti stofnað lífi kvennanna í hættu. - ósk Öldungadeild ríkisþingsins í Texas fær umdeild lög til sín: Skerða líklega rétt til fóstureyðinga STYÐJA TAKMARKAÐAN RÉTT Hér sjást stuðningsmenn nýrrar reglugerðar um takmarkaðan rétt kvenna til fóstureyðinga í borginni Austin í Texas-ríki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Héraðsdómur Austur- lands sýknaði í gær konu af líkams árás og broti gegn barna- verndarlögum gagnvart átta ára gömlum nemanda. Konan var ákærð fyrir að hafa í október í fyrra fært drenginn með ofbeldi, yfirgangi og með ruddalegum hætti úr matsal skólans og meitt hann. Konan var sýknuð þar sem framburður vitna veitti ekki nægar upplýsingar háttsemina. - vg Lögbrot talið ósannað: Kona sýknuð af árás á barn BANDARÍKIN Stjórnendur banda- rísku efnahagsþróunarstofnunar- innar gripu til þess þegar í ljós kom að nokkrar tölvur voru sýkt- ar af óværu að láta eyða miklu magni af tölvum, tölvuskjáum, prenturum, lyklaborðum og músum til að stöðva útbreiðsluna. Um 2,7 milljónum dala, and- virði nærri 350 milljóna króna, var eytt í eyðinguna, nýjar tölvur og ráðgjöf. Rúmt ár tók að koma tölvukerfinu í samt lag. - bj Eyddu tölvum fyrir milljónir: Óttuðust veirur í tölvukerfinu „Svavar, varst þú að spila með yfirvöld?“ „Já, ég var að spila póker.“ Svavari Kjarrval Lútherssyni, meðlimi í lífsskoðunarfélaginu Vantrú, er nú heimilt, samkvæmt Ríkissaksóknara, að spila bingó á helgidögum þrátt fyrir að kveðið sé á um annað í lögum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.