Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 4
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
STJÓRNSÝSLA Eðlilegt væri að gera
sömu kröfur til þeirra sem Alþingi
skipar í bankaráð Seðlabanka
Íslands og stjórnarmanna í fjár-
málafyrirtækjum að mati sérfræð-
ings í stjórnsýslu.
Lögfestar
hafa verið kröf-
ur um hæfi
stjórnenda og
stjórnarmanna
fjármálafyrir-
tækja, og hefur
Fjármálaeftir-
litið eftirlit með
að þær kröfur
séu uppfylltar.
Meðal annars er
krafist háskóla-
menntunar sem
nýtist í starfi,
starfsreynslu
og þekkingar á
starfsemi fyrir-
tækisins.
Engar slíkar
kröfur eru gerð-
ar til þeirra sem
Alþingi skipar í
bankaráð Seðla-
bankans. Þess er
einungis krafist
að þeir starfi
ekki fyrir fjár-
málastofnanir
sem eiga við-
skipti við Seðla-
bankann.
Ó m a r H .
Kristmunds-
son, prófessor við
stjórnmálafræði-
deild Háskóla Íslands og sérfræð-
ingur í opinberri stjórnsýslu, segir
þetta óeðlilegt.
Hann segir hugsanlega skýringu
á því hvers vegna slíkar kröfur eru
ekki gerðar þá, að lög um Seðla-
bankann eru frá árinu 2001. Kröf-
ur um hæfi stjórnenda og stjórn-
armanna fjármálafyrirtækja voru
lögfestar á síðasta kjörtímabili.
Ómar segir eðlilegt að setja slík-
ar kröfur um bankaráðsmenn þegar
lög um Seðlabankann verða endur-
skoðuð. Þangað til reyni þingmenn
væntanlega að nota reglur um fjár-
málafyrirtæki sem viðmið þegar
þeir velja fulltrúa í bankaráðið.
Málefni Seðlabankans heyra
undir efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis. Frosti Sigurjónsson, þing-
maður Framsóknarflokksins og for-
maður nefndarinnar, segir að þær
kröfur sem ákveðið hafi verið að
gera til stjórnenda og stjórnar-
manna fjármálafyrirtækja hafi
verið framför, og það sé réttmætt
að velta upp þeirri spurningu hvort
gera ætti sömu kröfur til banka-
ráðsmanna Seðlabankans.
„Það gæti verið til bóta, þó ég
efist ekki um að það fólk sem þar
situr sé hæft,“ segir Frosti.
Nýtt bankaráð var skipað í lok
síðustu viku. Af sjö aðalmönnum
í ráðinu eru sex með háskólapróf
í hagfræði, lögfræði og viðskipta-
fræði, þó ómögulegt sé að segja til
um hvort það eitt dugi til þess að
viðkomandi myndu standast kröf-
ur Fjármálaeftirlitsins til setu í
stjórnum fjármálafyrirtækja.
Pólitískt hlutverk bankaráðs
Björn Valur Gíslason, fyrrverandi
þingmaður Vinstri grænna, sker
sig nokkuð úr þeim hópi, en hann
er með skipstjórnarpróf og kennslu-
réttindi. Hann sker sig þó ekki sér-
staklega úr hópi fjölmargra forvera
hans í ráðinu, en allir flokkar hafa
á undanförnum árum komið fólki
í ráðið sem ekki myndi uppfylla
kröfur sem gerðar eru til stjórnar-
manna fjármálafyrirtækja í dag.
„Það eru ekki gerðar aðrar kröf-
ur en að þeir séu taldir hæfir af
þeim sem skipa í ráðið og njóta
trausts þeirra. Þetta er pólitískt
skipað ráð og hefur þar af leiðandi
pólitískt hlutverk líka,“ segir Björn
Valur.
Hann segist treysta sér til setu í
ráðinu. „Ég vona að ég standi undir
þessu trausti. Það á eftir að koma í
ljós. Ef ekki hlýt ég að víkja fyrir
einhverjum öðrum.“
Björn Valur var fulltrúi Vinstri
grænna í fjárlaganefnd Alþingis í
fjögur ár, sem hann segir hafa verið
mikla eldskírn. „Það var mitt mat
og þeirra sem skipuðu mig að ég
hefði nægilega burði til að sitja í
bankaráði Seðlabankans.“
Spurður hvort honum þætti
eðlilegt að auka kröfur til banka-
ráðsmanna segir Björn Valur að
vissulega mætti hugsa sér að gera
ákveðnar kröfur til bankaráðs-
manna, þótt hann sé ekki hrifinn
af því að sérfræðingavæða þjóð-
ina. „Þetta snýst líka um pólitíska
stjórnun og það verður ekki allt
gert af sérfræðingum.“
brjann@frettabladid.is
Allir geta setið í bankaráði
Engar hæfniskröfur eru gerðar til fólks sem Alþingi kýs í bankaráð Seðlabankans. Eðlilegt væri að gera sömu
kröfur til bankaráðsmanna og til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum segir stjórnsýslusérfræðingur við HÍ.
Hlutverk bankaráðs Seðlabankans margþætt. Ráðsmönnum er meðal
annars ætlað að gera eftirfarandi:
■ Bankaráð hefur eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög.
■ Bankaráð ákveður laun seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra og
fulltrúa í peningastefnunefnd.
■ Bankaráð hefur umsjón með innri endurskoðun bankans.
■ Bankaráð fylgist með starfsháttum peningastefnunefndar Seðlabankans.
■ Bankaráð staðfestir ársreikning bankans.
Tryggir að bankinn starfi eftir lögunum
ÓMAR HLYNUR
KRISTMUNDSSON
SÖMU KRÖFUR Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til þeirra sem skipa bankaráð
Seðlabanka Íslands og stjórnarmanna hjá fjármálafyrirtækjum, að mati sérfræðings
í stjórnsýslumálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BJÖRN VALUR
GÍSLASON
FROSTI
SIGURJÓNSSON
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
366 manns sættu fangelsis-refsingu á árinu 2011.
Þar af flestir fyrir fíkniefnabrot eða
109 manns, af þeim voru aðeins
átta konur.
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Fremur hægur vindur.
VÆTA með köflum mun einkenna veðrið á landinu næstu daga og þá sérstaklega
sunnan- og vestanlands. Eitthvað mun þó sjást til sólar inn á milli skúra. Norðaustan til
verður áfram hlýjast og sólríkast þótt þar falli einnig einhver væta.
12°
2
m/s
10°
3
m/s
11°
3
m/s
11°
5
m/s
Á morgun
Hægur eða fremur hægur vindur.
Gildistími korta er um hádegi
10°
9°
10°
12°
12°
Alicante
Aþena
Basel
29°
32°
31°
Berlín
Billund
Frankfurt
21°
22°
24°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
25°
20°
20°
Las Palmas
London
Mallorca
26°
21°
31°
New York
Orlando
Ósló
28°
31°
24°
París
San Francisco
Stokkhólmur
23°
18°
19°
11°
3
m/s
11°
4
m/s
18°
1
m/s
11°
3
m/s
15°
1
m/s
11°
2
m/s
9°
4
m/s
11°
11°
11°
14°
11°
FJÖLMIÐLAR Hilmari Björnssyni,
dagskrárstjóra Skjás eins, var
sagt upp störf-
um í gær. Hann
hafði verið dag-
skrárstjóri frá
því um mitt
ár 2011 og þar
áður sjónvarps-
stjóri á sjón-
varpsstöðinni
Sýn og á Stöð 2
Sport.
Hilmar segir
miður að farið
hafi sem fór, en segist stoltur af
starfi sínu hjá Skjá einum og þætti
sínum í uppbyggingu stöðvar-
innar. Ástæðu uppsagnarinnar
segir Hilmar vera ágreining á
milli hans og framkvæmdastjóra
Skjásins, Friðriks Friðrikssonar,
um útsendingarrétt á golfefni sem
félag í eigu Hilmars hefur haft
réttindi á og sýnt hefur verið á
stöðinni Skjár golf. - ósk
Breytingar á Skjá einum:
Hilmari Björns-
syni sagt upp
HILMAR
BJÖRNSSON
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra segir
að skipuð verði nefnd til að bregð-
ast við skýrslu um Íbúða lánasjóð
og meta framtíð húsnæðis mála.
Nefndin fær ekki aðeins það verk-
efni að vinna úr skýrslunni held-
ur einnig leiðrétta villur sem eru
í henni. Forsætis ráðherra hefur
ýmsar athugasemdir við efni
skýrslunnar og telur framsetn-
inguna gagnrýniverða.
„Framsetningin kom mér svo-
lítið á óvart. Meðal annars með
hvaða hætt i
menn áætluðu
tap. Þeir tóku
reyndar fram
ítrekað í skýrsl-
unni að þetta
væru tölur sem
byggðu á laus-
legum áætlun-
um og mætti
ekki taka of
hátíðlega. En
bi l ið þarna ,
til dæmis að einn liðurinn skuli
vera 0 til 103 milljarðar, er býsna
breitt,“ segir hann.
Bent á tvær augljósar villur í
skýrslunni. Þar er annars vegar
um að ræða einhliða frásögn þing-
mannsins fyrrverandi, Þórs Saari,
um margra ára gamalt samtal
sitt við Eirík Guðnason, fyrrver-
andi seðlabankastjóra, en hún var
kveðin í kútinn af Seðlabankan-
um. Hins vegar staðhæfingu um
að starf kynningarstjóra Íbúða-
lánasjóðs hafi ekki verið auglýst á
sínum tíma, sem var gert. - þþ, ósk
Sigmundur Davíð boðar nefnd til að vinna úr og leiðrétta skýrslu ÍLS:
Framsetningin gagnrýniverð
SIGMUNDUR
DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON
SVÍÞJÓÐ Stofnendur skráardeili-
síðunnar The Pirate Bay eru að
senda frá sér samskiptaforritið
Heml.is, sem á að vera njósna-
helt. „Okkur fannst þörf á nýrri
samskiptaþjónustu í ljósi njósna-
hneykslanna sem nýverið komust
í hámæli,” segir Linus Olsson,
annar stofnendanna , í viðtali við
sænska fréttavefinn The Local.
Nafngiftin, með lénsending-
unni .is, er valin sérstaklega
vegna dálætis Sundes og með-
stofnanda Pirate Bay, Linus Ols-
son, á Íslandi. „Við erum hrifnir
af Íslandi. Hugsunarhátturinn
þar hentar okkur og svo fellur
lénsendingin vel að nafninu.“ - gb
Sjóræningjar stofna heml.is:
Þróa njósnahelt
samskiptaforrit
KÍNA, AP Allt að fjörutíu manns
grófust undir aurskriðu í bænum
Zhongxing í Sichuan-héraði í
Kína í gærmorgun. Meira en 100
björgunarmenn eru mættir til að
leita að fólki sem kynni að vera
á lífi.
Mikið úrhelli hefur verið á
þessum slóðum í vestanverðu
Kína undanfarna daga, með
tíðum skriðuföllum og miklum
flóðum. Sums staðar hefur fólk
ekki kynnst jafn miklum flóðum í
meira en hálfa öld. - gb
Mestu flóð í hálfa öld:
Tugir grófust
undir aurskriðu
ÚTSALA
38
ÞREP
Laugavegi 49 / sími 561 5813