Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 6
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands? 2. Hvers konar hatt var Bin Laden vanur að hafa á höfði þegar hann fór út í garð við hús sitt í Pakistan? 3. Hver er formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis? SVÖR 1. María Rut Kristinsdóttir 2. Kúrekahatt 3. Jón Gunnarsson VEISTU SVARIÐ? Göngutjald T empest 200 2,9 kg - 5000mm vatnsheldni Venom 300 dúnpoki, 900gr Vat hns eldar Cargo töskur frá Vango 45 -120L verð frá 20% afsláttur af Mammut fatnaði Margar gerðir af prímusum Verð frá Vango og Mammut göngudýnur Verð frá Vango bakpoki- Transalp 30L Göngustafir frá Allir gönguskór með 20% afslætti ATVINNUMÁL Stjórnendur fiskeld- isfyrirtækja á Vestfjörðum segja uppbyggingu í geiranum vera fasta í óskilvirku kerfi. Í ár verður slátr- að um 3.400 tonnum af eldisfiski á svæðinu en ef áform fyrirtækjanna næðu fram að ganga yrði framleiðsl- an um 17.000 tonn. Til samanburð- ar má geta þess að botnfiskafli sem var landað og unninn á Vestfjörðum árið 2011 var rúm 28.000 tonn. Í ársbyrjun 2011 óskaði Hrað- frystihúsið Gunnvör á Ísafirði eftir leyfi fyrir stækkun á fiskeldi sínu úr 2.000 tonnum í 7.000 tonn. Það er umfangsmesta leyfismál sem hið opinbera hefur á sínu borði. Í apríl síðastliðnum komst Skipulagsstofn- un að þeirri niðurstöðu að slíkt leyfi skyldi ekki háð umhverfismati. Málið var kært og þá sent til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar sem hefur nú fengið málið aftur til afgreiðslu. Sigmar Arnar Steingrímsson, sér- fræðingur á umhverfissviði Skipu- lagsstofnunar, segir að ákvörðunar sé að vænta á næstu dögum. Guðbergur Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir líklegt að þá verði málið sent á byrjunarreit eða í algjöra óvissu. „Við vitum ekkert hvenær þetta kemst á klárt,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðs- stjóri Hraðfrystihússins Gunn- varar. „Stjórnsýslan virðist ekki vera í stakk búin til að takast á við svona mál,“ bætir hann við. Nýlega komst Hafrannsókna- stofnun, sem er umsagnaraðili við afgreiðslu leyfismála, að þeirri niðurstöðu að stækkun eldisstöðva Fjarðarlax í Arnarfirði skyldi háð umhverfismati þótt önnur leyfi af sama umfangi hafi verið veitt án þess að gangast undir slíkt mat. Annað vestfirskt fyrirtæki sem bíður afgreiðslu hjá Skipulags- stofnun er Dýrfiskur. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax, segir að Hafrannsókna- stofnun hafi ekki þekkingu til að taka á leyfismáli Fjarðarlax og sópi því þess vegna í umhverfismat. Hann segir það enn fremur gremjulegt að erfiðasti ljár í þúfu þessara fyrirtækja skuli vera stjórnvöld. „Eftir hrun hafa stjórn- völd verið að kalla eftir auknum gjaldeyristekjum en Fjarðarlax, Dýrfiskur og Gunnvör eru nú í þeirri stöðu að strögla við stjórn- völd um að fá að gera það sem stjórnvöld báðu um að gera.“ Í dag munu fulltrúar frá Lands- sambandi fiskeldisstöðva fara á fund Sigurðar Inga Jóhannsson- ar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Að sögn Guðbergs Rúnars sonar, framkvæmdastjóra landssambandsins, verður ráðherra gerð grein fyrir mikilvægi þess að einfalda kerfið og auka skilvirkni þess. jse@frettabladid.is Uppbygging fyrir vestan föst í kerfinu Stjórnvöld eru að kæfa fiskeldisfyrirtæki með óskilvirku kerfi segja stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Leyfi fyrir 7.000 tonna fiskeldi er nú fast í kerfinu. Ef áform þriggja fyrirtækja ganga eftir fer fiskeldi á Vestfjörðum að slaga upp í botnfiskafla. VIÐ VINNSLU Erfiðasti ljár í þúfu fiskeldisfyrirtækja er stjórnvöld, segir framkvæmdastjóri Fjarðarlax. MYND/FJARÐARLAX Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur þegar hafist handa við að gjörbylta kerfinu sem nú er notað við leyfisveitingar í fiskeldi. Ekki er þó unnt að segja hve- nær breytingin kemur til framkvæmda. Stærsta breytingin felst í því að leyfisveitingin fer í skipulagsferli í stað flókins umsagnar- og leyfisferlis sem fer frá Skipulags- stofnun til Fiskistofu og Umhverfistofnunar með viðkomu hjá mörgum umsagnaraðilum. „Ég get sagt það að núverandi kerfi er algjörlega ónot- hæft,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „sem sést best á því að nú eru nokkur mál komin í algjört öngstræti.“ „Markmiðið er að skipuleggja nýtingu ólíkra svæða til ólíkrar notkunar. Það gæti verið fiskeldi, veiði, nú eða til dæmis útivist. Þá myndu þessar leyfisveitingar fara í gegnum skipulagsferli þar sem menn fá ákveðnum svæðum úthlutað í staðinn fyrir þetta umsagnarferli þar sem umsækjendur þurfa að ganga stofnana á milli og rekast á hvern vegginn á fætur öðrum.“ Ætlar að bylta núverandi kerfi ■ Skipulagsstofnun ákveður hvort umhverfismats er þörf ■ Umhverfisstofnun veitir starfs- leyfi ■ Fiskistofa veitir rekstrarleyfi ■ Umsagnaraðilar eru meðal annars viðkomandi sveitarfélög og Hafrannsóknastofnun ➜ Ferlið fyrir leyfi EVRÓPUSAMBANDIÐ Evrópusam- bandið hyggst leggja meira fé til menningar og lista á sama tíma og flest Evrópuríki skera niður fjár- framlög til málaflokksins. Menn- ing skapar hagvöxt og störf, segir framkvæmdastjórn sambandsins. Androulla Vassiliou, menningar- fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar, hefur gert áætlun um það hvernig listamenn geta lagt sitt af mörkum til þess að blása lífi í hagvöxt innan sambandsins. „Hin skapandi menn- ingarlega hlið Evrópu hefur ekki aðeins afgerandi áhrif á fjölbreytni í listalífinu. Hún felur einnig í sér stórt framlag til félagslegrar- og efnahagslegrar þróunar,“ segir hún. Framlag menningargeirans er allt að 4,5 prósent af tekjum Evrópu ríkja. Vassiliou telur að þessi tala gæti verið enn hærri ef listamönnum yrði veittur greiðari aðgangur að fjármunum. Framkvæmdastjórinn stefnir á að hækka framlög Evrópusam- bandsins til menningarmála um níu prósent á árunum 2014-2020. Þá myndu framlögin nema 1,36 millj- örðum evra. Dennis Abbott, talsmaður Andro- ullu Vassiliou, segir aukin framlög bæði þjóna þeim tilgangi að styðja við listir og skapa fleiri störf. „Vegna atvinnuleysis, til dæmis í hópi ungmenna, eru þær lausnir sem skapa störf og auka hagvöxt mjög mikilvægar,“ hann segir þetta þó ekki vera einu ástæðuna fyrir auknum fjárframlögum: „Það er ekki munaður að fjárfesta í listum heldur nauðsyn.“ - nej Ætla að ráða bót á atvinnuleysi og auka hagvöxt á annan hátt en Evrópuríki: ESB eykur fjárstuðning við listamenn STYÐUR VIÐ LISTIR Androulla Vassil iou, menningarfulltrúi framkvæmdastjórar ESB, hyggst leggja listamönnum lið fjárhagslega.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.