Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 16
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 Fimm verslanir af 56 höfðu allar efnavörur rétt merktar þegar Umhverfisstofnun og heilbrigðis- eftirlit sveitarfélaga gerðu könnun á merkingum efnavara í matvöru- verslunum og stórmörkuðum frá nóvember 2011 til júní 2012. Alls reyndust 355 af 3.915 þeirra efna- vara sem skoðaðar voru vanmerkt- ar. 91 prósent varanna var því rétt merkt á íslensku. Haukur Magnússon, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun, segir að upplýsingunum sé hins vegar ekki alltaf komið almennilega til skila og það sé ákveðið vandamál. „Þótt merkingarnar séu rétt- ar er ekki alltaf vandað til verka. Aðrar upplýsingar á umbúðunum sem neytandinn þarf á að halda lenda þá undir merkingunni, eins og til dæmis notkunarleiðbeining- ar. Það skiptir máli fyrir neytand- ann að allar upplýsingar séu rétt- ar og þeim komið almennilega til skila en ekki límdar með tilviljana- kenndum hætti á umbúðir.“ Nokkrar þeirra verslana sem verst komu út eiga það sameigin- legt að leggja megináherslu á inn- fluttar vörur. Flestar vanmerktar vörur og jafnframt hæsta hlutfall vanmerktra vara var að finna hjá Europris í Kópavogi eða 59 pró- sent. Á eftir komu Samkaup og 11-11 með 29 prósent. Verslanir Bónuss komu almennt best út úr könnuninni en hæsta hlutfall vanmerktra vara þar var 8 prósent. Af þeim átta verslun- um keðjunnar sem kannaðar voru var enga vanmerkta vöru að finna í þremur. Krónan og Víðir komu einnig vel út úr könnuninni. Hjá Víði var hlutfallið 6 prósent en 4 prósent hjá Krónunni. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um könnunina er tekið fram að hún hafi beinst að einstökum versl- unum en ekki innflytjendunum sem bera ábyrgð á að vörur fari með réttum merkingum í verslan- irnar. Af niðurstöðunum hafi þó mátt greina að umsvifamestu inn- flytjendurnir, sem dreifa vörum í margar verslanir, komu yfirleitt vel út. Innlendar vörur komu líka vel út þótt stundum hafi einhverju verið ábótavant. Til dæmis hafi vantað áþreifanlega viðvörun og öryggislok. Haukur segir menn í raun ekki hafa vitað við hverju þeir ættu að búast. „Það eru rúm 10 ár síðan svipuð könnun var gerð í matvöru- verslunum og stórmörkuðum en við höfum reglulega fengið niður- stöður úr eftirliti heilbrigðis- fulltrúa.“ Mörg þeirra brota sem koma í ljós við eftirlit eru ítrekuð. Á sumum stöðum virðist vanta að komið sé á skýru verklagi um að tryggja að merkingar verði réttar þar sem sömu atriðin eru jafnan í ólagi. Oft eru það sömu vörurnar sem eru alltaf vanmerktar þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, að því er segir í skýrslunni. ibs@frettabladid.is Efnavörur sem algengt er að fáist í matvöruverslunum og stórmörk- uðum eru hreinsiefni fyrir heim- ili, til dæmis uppþvottalögur, uppþvottavélaefni. tauþvottaefni og efni á úðabrúsum svo sem snyrtivörur, ilmefni og gervirjómi. Aðrar vörur í slíkum verslunum sem líklegar eru til að innihalda hættuleg efni eru grillkveikilögur, skordýraeitur, lampaolía, edik, stíflueyðir og klór. Enn fleiri tegundir voru kannaðar í ein- staka verslunum. Heimild: Umhverfisstofnun Efnavörur sem voru kannaðar Aðeins 5 af 56 verslunum merkja allar efnavörur rétt Bónus, Krónan og Víðir komu best út í könnun Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Þótt merkingar séu réttar er ekki alltaf vandað til verka. Mörg brotanna sem koma í ljós eru ítrekuð. MATVÖRUVERSLUN Verslanir Bónuss komu almennt best út úr könnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Farþegar sem kaupa pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum eru betur settir ef eitthvað ber út af en þeir sem setja ferðina saman sjálfir. Greint er frá þessu á vef Túrista, turisti.is, þar sem þess er getið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, vilji auka skyldur ferðasala. Bent er á að verði flugfélag gjaldþrota sé hætta á að mikill meirihluti farþega verði strandaglópar og þurfi að koma sér heim fyrir eigin reikning. Þeir sem eigi ónotaða miða með félaginu fái þá ekki bætta nema gera kröfu í þrotabúið. Hins vegar séu þeir farþegar sem til dæmis hafi keypt flug og hótel saman í einum pakka mun betur staddir. Þeir fái borgaða heimferð sé ferðalagið hafið og fái ónýtta miða endurgreidda. Á vef Túrista segir að fram- kvæmdastjórn ESB ætli að beita sér fyrir því að fleiri farþegar njóti þeirra réttinda sem pakka- ferðirnar bjóða upp á. ESB vill bæta réttindi þeirra sem bóka á netinu FLUG Þeir sem kaupa flug og hótel í einum pakka eru betur settir. Fyrirtækið Luxottica í Mílanó á Ítalíu er stærsti sólgleraugna- framleiðandi heims og framleiðir merki eins og Chanel, Bulgari, Dolce & Gabbana, Oakley, Ver- sace, Prada og Ray Ban. Sænska blaðið Dagens Nyheter greinir frá þessu og vitnar í tímaritið Forbes. Fram kemur í fréttinni að í fyrra hafi Luxottica framleitt 47 milljónir sólgleraugna. Stofnandi fyrirtækisins, Leonardo del Vecchio, er sagður vera í 49. sæti á lista yfir ríkustu menn heims. Hann stofnaði fyrirtæki sitt á sjöunda áratug síðustu aldar. Helstu merkjasólgleraugun framleidd af sama fyrirtækinu Á TÍSKUSÝNINGU Ítalskt fyrirtæki framleiðir 47 milljónir sólgleraugna á ári. „Bestu kaupin eru iPhone-inn minn. Þar er allt á einum stað,“ segir Eva Laufey Kjaran, einn vinsælasti matarbloggari landsins. Hún segir símann sinn ómissandi „Ég tek mikið af myndum með honum og skoða þar tölvu- póstinn minn.“ Eva Laufey vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu matreiðslubók, en útgáfa er fyrirhuguð nú í haust. „Ég klára von- andi skriflega efnið í vikunni. Svo fer ég í að taka myndirnar í bókina,“ segir Eva en hún segist þó ekki ætla að taka þær með snjallsímanum. „Ég á líka Canon-myndavél sem er mjög fín og ég tek myndirnar á hana. En það er þægilegra að ferðast með snjallsímann.“ Verstu kaup Evu eru platform-skór sem hún keypti á netinu og lét senda frá útlöndum. „Þeir brotnuðu í miðju afmæli, það var voða skvísulegt.“ Hún segist ganga mikið á háum hælum en hefur eftir þetta atvik ekki treyst sér til að versla þá á netinu. „Ég er svo léleg í því, eins og sannaðist þarna í afmælinu. Það er betra að máta þá í búð- unum.“ Bók Evu Laufeyjar kemur út snemma í haust. Þangað til geta áhugasamir sótt til hennar upp- skriftir á vefsíðuna evalaufey- kjaran.com. NEYTANDINN Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Skvísulegt að brjóta skó í afmæli Bogaklefar stærð: 80x80 & 90x90cm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.