Fréttablaðið - 11.07.2013, Page 32

Fréttablaðið - 11.07.2013, Page 32
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen, ivarorn@365.is, s. 512 5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Konráð Vilhjálmsson hafði alla tíð mikinn áhuga á vinnuvélum, var fróður um þær og laghentur við- gerðarmaður. Frá 1986 starfaði hann nær alfarið sem vélamaður, aðallega á jarð- ýtum hjá fjölskyldufyrirtæki sínu Arnar- felli. Tveimur árum fyrr hafði hann fest kaup á fyrsta safngrip sínum, sem var jarðbor. „Pabbi hafði lengi safnað vinnu vélum á borð við jarðýtur, víragröfur, hjóla skóflur, veghefla, gamla steypubíla og allra- handa vinnuvélar en ákvað árið 2009 að stofna formlega safn,“ segir Þór Konráðs- son, sonur Konráðs sem Konnasafn heitir eftir. „Þegar hann féll frá í febrúar 2011 var hann búinn að segja okkur börn- um sínum hvernig ætti að þróa hlutina áfram og var meira að segja búinn að ráða safnstjóra, Brynjólf Snorrason frá Mið- Samtúni,“ segir Þór. Konnasafn er í dag staðsett á athafna- svæði Skútabergs, fyrirtækis í eigu Þórs, að Sjafnarnesi 2-4 á Akureyri. Framtíðar- staðsetning þess verður hins vegar á Skútum í Hörgárbyggð en þar er ætlunin að reisa nokkrar skemmur undir starf- semina. „Við vonumst til að geta flutt safnið að Skútum á næsta ári,“ upp lýsir Þór, en beðið er eftir samþykkt á breyttu deiluskipulagi. „Við erum því hér á meðan fyrir náð og miskunn Akureyrar bæjar enda hafa gamlar vinnuvélar aldrei þótt neitt augnayndi,“ segir hann glettinn. Safnið er opið virka daga frá 8 til 17, ekki er rukkaður aðgangur en gestir eru beðnir að kvitta í gestabók. „Safnið er mjög merkilegt fyrir áhugamenn. Margir gera sér sér ferð til okkar enda er hér að sjá muni sem hvergi eru til annars staðar. Til okkar hafa komið útlendingar sem segjast sjá hjá okkur vélar sem þeir hafi hvergi annars staðar séð í vinnuvéla söfnum í Evrópu,“ segir Þór og bendir á að ljós- myndarar hafi einnig mikinn áhuga á að taka myndir af þessum gömlu risum. Vélar frá öllum landshornum Konnasafn er vinnuvélasafn á Akureyri sem stofnað var af Konráð Vilhjálmssyni heitnum. Þar gefur að líta um sjötíu vélar af ýmsu tagi og sífellt fleiri bætast við. Í framtíðinni fær safnið samastað að Skútum í Hörgárbyggð. Áhugamenn um vinnuvélar koma um langan veg til að skoða safnið. Áætlað er að byggja um tíu þúsund fermetra húsnæði að Skútum í Hörgárbyggð. Brynjólfur safnstjóri við eina af þeim vélum sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá Konráði Vilhjálmssyni. Safnið er einkaframtak Konráðs heitins og niðja hans. Vélarnar í safninu koma alls staðar að af landinu. Mörgum hefur verið bjargað frá niðurrifi. MYNDIR/AUÐUNN KYNNING − AUGLÝSINGVinnuvélar FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 20132 og fleiri vinnuvélar og vörubíla. Útvegum uppgerð og ný olíuverk í flestar gerðir véla og bíla. Tökum einnig að okkur viðgerðir á öllum vélum og bílum. EIGUM VARAHLUTI Í JCB DAF MAN IVECO NEW HOLLAND B.Sturluson ehf • Sala á atvinnutækjum • Vagnhöfði 9 110 Reykjavík • 577 11 89 – 774 11 88 • www.trucks.is Hafðu samband og fáðu tilboð í tækið sem þig vantar. Traust og góð þjónusta. Sérhæfum okkur í sölu og innflutningi á vinnuvélum, vörubílum og dráttarvélum. Vantar þig nýtt eða notað atvinnutæki ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.