Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 42

Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 42
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30 ? Ég er með spurningu sem er smá persónuleg. Ég geng með mitt fyrsta barn og ég þarf mögulega að fara í keisara en það er enn óvíst þar sem ég er bara gengin 33 vikur og barnið er sitjandi. Mig langar svolítið að reyna að fæða en ég er samt hrædd við það og hef heyrt svo margar hræðilegar sögur af sitjandafæðingu. En ég er líka hrædd við að fara í uppskurð en mér finnst eins og það sé það eina í boði fyrir mig. Mig lang- aði bara aðeins að heyra þína reynslu af þessu. ● ● ● SVAR Málefni sem er mér afar hugleikið, sitjandi keisari að skjótast út um lítið gat. Ef barnið er sitjandi og þig langar til að fæða þá getur þú farið í vend- ingu á Landspítalanum. Þá er reynt að snúa barninu með hand- afli utan frá. Mér fannst það ekki sárt en það var heldur ekkert kósí, bara eitt af því sem mögu- lega gat hjálpað. Mér skilst að það virki í um helmingi tilfella, jafnvel sjaldnar. Ef barnið snýr sér ekki en þú vilt samt reyna að fæða þá getur þú látið mæla í þér grindina til að vita hvort sitj- andafæðing sé möguleg fyrir þig. Mælingin er gerð með röntgen- mynd. Séu málin hagstæð fyrir fæðingu og barnið hefur enn ekki snúið sér þá er um að gera að finna sér fæðingarlækni og ljósmóður sem hafa tekið á móti sitjandi barni og munu sína þér stuðning í því. Það er æskilegt að barnið sé ekki þyngra en fjögur kíló. Því getur tíminn skipt svo- litlu máli en það verður vel fylgst með þér. Hvað varðar sársauka þá held ég að það sé alltaf frekar sárt að fæða og ekkert hægt að segja að þetta sé verri fæðing en hver önnur. Ef þú ferð í keisaraskurð þá færðu dagsetningu í hann og góða fræðslu um hvernig hann ber að. Þú mætir fastandi í upp- skurðinn og ert lögð inn á stofu þar sem þú bíður eftir að röðin komi að þér. Mér skilst að skorið sé upp á þriðjudögum og fimmtu- dögum svo mögulega færðu að velja afmælisdag barnsins þíns. Þú trítlar upp á skurðstofu og færð mænurótardeyfingu. Mér fannst það lítið mál og það tók stutta stund. Svo mætir her af sérfræðingum sem hver er öðrum blíðari, fæðingarfélag- anum er boðið að vera með, svo er skorið, barninu lyft upp og þú saumuð saman. Eftir þetta ferðu á vöknun og svo inn á þína stofu. Persónulega fannst mér líkam inn lengur að ná sér eftir keisarann en það er eflaust ögn persónu bundið. Að mínu mati þá er það sem skiptir máli að standa með sjálfri þér í þessu ferli en einnig að taka tillit til mats sér- fræðinga. Þú þarft bara að koma þessu barni í heiminn og sinna svo foreldrahlutverkinu af ein- lægni og alúð. Gangi þér ofsa- lega vel. Sitjandafæðing KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is HÆGT AÐ FARA Í VENDINGU Sigga Dögg segir að ef barnið sé í sitjandi stöðu dugi oftast að fara í vendingu uppi á Landspítala. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 Tónleikar 21.00 Hljómsveitin Samaris fagnar útgáfu samnefndrar plötu sinnar með tónleikum á Volta í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er kr. 1000. Fríar vöfflur í boði fyrir gesti. Tónlist 12.00 Lára Bryndís Eggertsdótttir, org- anisti, heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Hún leikur fjölbreytta orgel- tónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.700. Vígsla 16.30 Suðurhluti Dalsbrautar verður vígður á Akureyri kl. 16.30. Klippt verður á borða við gangbrautarljósin við Lundarskóla og síðan verður haldið fylktu liði suður götuna. Bifreiðar frá Fornbílaklúbbi Akureyrar verða fremstar í flokki. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. HLJÓM- SVEITIN SAMARIS Áslaug Rún Magnús- dóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórs- son. MENNING „Þetta er þriðja árið í röð sem dans- skólinn SalsaIceland reynir að slá þátttökumet í þessum skemmtilega fjöldadansi, rueda de casino. Fyrsta árið mættu sjötíu manns til leiks og í fyrra bættum við metið verulega þegar níutíu manns mættu og döns- uðu saman.“ segir Hanna Harpa, danskennari hjá SalsaIceland. Hún segir rueda-dansinn hafa náð mikl- um vinsældum hjá salsadönsurum um allan heim enda sé skemmtana- gildi hans mikið og sköpunargleðin fái að njóta sín. En hvernig dans er rueda de cas- ino? „Dansinn þróaðist í Havana, höfuðborg Kúbu, seint á sjötta ára- tugnum og heitir eftir Casino-hjól- inu. Það er þannig að tvö eða fleiri pör mynda hring og dansa og fylgja skipunum eins stjórnanda. Flestar dansflétturnar fela í sér að skipt er um dansfélaga og þannig skap- ast skemmtilegt flæði þar sem allir dansa við alla. Ef fólk nær ekki skipunum stjórnandans hermir það bara eftir næsta manni.“ En þarf það ekki að kunna salsa til að taka þátt? „Nei, þetta er það einfaldur dans. Við verðum með upphitun á Austurvelli klukkan hálf sjö og þar kennum við einföldustu sporin. Því fyrir utan að vilja slá fjöldametið erum við líka að koma þeim skilaboðum á framfæri hversu einfalt er að dansa salsa.“ Hanna segir áhuga á salsa alltaf að aukast hér á landi. „Íslending- um finnst gaman að svona salsa- sveiflu,“ fullyrðir hún og segir það eiga við um bæði kyn. „Þátt- taka karla hefur stóraukist á síð- ustu árum. Á síðasta byrjendanám- skeiði voru í fyrsta skipti fleiri karlmenn,“ upplýsir hún og ótt- ast ekkert að þeir láti sig vanta á Austurvöll. „Við erum margar stelp- urnar sem kunnum karlasporin svo við getum hoppað inn í ef með þarf.“ Hún segir hefð hafa skapast fyrir því víðs vegar um heiminn að setja fjöldamet í dansinum og telur heimsmetið vera rúmlega 350 pör. Það verður sem sagt ekta kúb- önsk stemning á Austurvelli í kvöld en skyldi grasið þola áganginn? „Já, ég mæli með að fólk mæti í æfinga- skóm eða stígvélum en ekki háum hælum,“ segir hún og bætir við. „Þetta er fjölskylduviðburður og vinir og vandamenn eru velkomnir að koma og fylgjast með.“ gun@frettabladid.is Ekta kúbönsk sveifl a á Austurvelli í kvöld Salsadansarar og annað dansáhugafólk mun reyna við nýtt fj öldamet í kúb- verska hringdansinum Rueda de Casino í kvöld klukkan 19 á Austurvelli. Hanna Harpa Agnarsdóttir hjá dansskóla SalsaIceland er fróð um fyrirbærið. LÍF OG FJÖR Skemmtanagildi rueda-dansins er mikið því þar fær sköpunargleðin að njóta sín að sögn Hönnu Hörpu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.