Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 11.07.2013, Qupperneq 44
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Plata 1 Emmelie de Forest Only Teardrops 2 Capital Cities Safe and Sound 3 Margaret Berger I Feed You My Love 4 Robin Thicke / T.I. / Pharrell Blurred Lines 5 Olly Murs Dear Darling 6 Imagine Dragons Demons 7 Daft Punk / Pharrell Get Lucky 8 Bruno Mars Treasure 9 Hjaltalín Halo 10 Kaleo Vor í Vaglaskógi Sæti Flytjandi Plata 1 Sigur Rós Kveikur 2 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 3 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 4 Ýmsir Einnar nætur gaman með Sigga Hlö 5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 6 Samaris Samaris 7 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 8 Ljótu hálfvitarnir Ljótu hálfvitarnir (2013) 9 Ýmsir Acoustic Iceland 10 Ýmsir Pottþétt 59 4.7.2013 ➜ 10.7.2013 Hlandlyktin er enn í nösunum á mér eftir nýafstaðna Hróarskelduhátíð, sem var mín fyrsta þrátt fyrir háan aldur. Ég hef sótt aðrar tónlistar hátíðir en einhverra hluta vegna aldrei þessa stærstu hátíð Norðurlandanna sem hundruð Íslendinga sækja árlega. Ég sveik að vísu föðurlandið og lét tónleika íslensku listamannanna mæta afgangi, en nýsjálenskir ferðafélagar mínir létu vel af þeim öllum. Að vanda lék mikill fjöldi skemmti- krafta listir sínar á hátíðinni og aldursbil þeirra var jafn breitt og áhorfenda. Hinir ungu og framsæknu voru margir hverjir heillandi en að mínu mati voru það gömlu sleðarnir sem áttu þessa hátíð og þrennt sem stóð upp úr. Gráhærði pönkarinn og leikarinn Henry Rollins kom alls fjórum sinnum fram. Hann bauð ekki upp á tónlist heldur magnaðar ferðasögur í bland við þrælfyndnar þrumuræður þar sem rasismi, hommafælni og karlremba fengu á baukinn. Það er erfitt að setja hinn 52 ára Rollins í kassa. Uppistandari er hann ekki, en samt er hann fyndnari en fjölmargir uppistandarar. Ég tímdi ekki öðru en að sjá hann í öll fjögur skiptin og sá ekki eftir því þar sem engin tvö voru eins. Heimamaðurinn Lars Ulrich var síðan í góðu stuði á laugardagskvöldinu ásamt félögum sínum í Metallica, en liðsmenn sveitarinnar eru allir um fimmtugt. Væntingar mínar til þeirra voru undir meðallagi en sveitin reynd- ist vera í gríðarlega góðu spilaformi og hljómurinn var óaðfinnanlegur, að minnsta kosti þar sem ég stóð. Þessar þunnhærðu hetjur tóku öll sín bestu lög, skutu upp flugeldum og drituðu strandboltum yfir áhorfendaskarann sem allur söng með. Ég hafði gleymt því fyrir löngu hvers vegna Metallica er vinsælasta þungarokkshljómsveit allra tíma. Ég man það núna. En allt sem ég sá á hátíðinni bliknaði í samanburði við sjálft lokaatriðið, hina goðsagnakenndu Kraftwerk. Ralf Hütter, forsprakki sveitarinnar, er 66 ára en tónlistin er hins vegar algjörlega tímalaus. Glæsileg þrívíddar- tölvugrafíkin á bak við hljómsveitina lyfti tónleikunum upp í hæstu hæðir, og í tvær klukkustundir varð hlandblautt túnið fyrir framan stóra sviðið að besta nýlistasafni í heimi. Líklega er erfitt að finna starfandi hljómsveit sem hefur haft jafn mikil áhrif á poppsöguna og Kraftwerk. Það eru því forrétt- indi að fá að sjá hana spila og þeir sem eiga miða á tónleikana í Hörpu í vetur eiga von á virkilega góðu. Áður en þið farið svo að stríða mér á gamlingjablætinu vil ég taka það fram að hinn tæplega áttræði Kris Kristofferson var hundleiðinlegur. Gömlu góðu sleðarnir TÓNNINN GEFINN Haukur Viðar Alfreðsson Jay-Z - Magna carta... Holy Grail Kanye West - Yeezus Empire of the Sun - Ice on the Dune Í spilaranum Platan Uncovered Queens of the Stone Age kom út á dögunum og á henni spreyta tólf söngkonur sig á tólf lögum bandarísku rokk- sveitarinnar Queens of the Stone Age (QOTSA). Íslenska söng- konan Emilíana Torr- ini er á meðal söng- kvennanna tólf en það er Olivier Libaux, liðsmaður frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague, sem heldur utan um verkefnið. Libaux segist hafa gengið lengi með hugmynd- ina í maganum þar sem hann teldi að hrá og hávær tón- list QOTSA yrði dásam- leg í mjúkum og rólegum flutningi söngkvenna. „Ég bjó til lista yfir allar uppáhalds- söngkonurnar mínar og sendi ógrynni tölvu- bréfa. Til allrar hamingju fékk ég jákvæð viðbrögð frá mörgum,“ segir hann í samtali við Wall Street Journal. Torrini syngur lagið Go with the Flow af plötunni Songs For the Deaf frá árinu 2002, en hún er almennt talin besta plata Queens of the Stone Age. Af öðrum söng- konum á plötunni má nefna Kath- arine Whalen, Inara George, Gaby Moreno og Alela Diane. Josh Homme, aðalsprauta QOTSA, lagði blessun sína yfir verkefnið og er að eigin sögn í skýjunum yfir útkomunni, en sveitin sendi á dögunum frá sér breiðskífuna … Like Clockwork, sem hefur fengið góðar viðtökur frá gagnrýnendum jafnt sem almenningi. haukur@frettabladid.is Fara mjúkum höndum um rokkið Emilíana Torrini er í hópi söngkvenna sem fl ytja lög rokkhljómsveitarinnar Queens of the Stone Age á nýrri ábreiðuplötu. Nouvelle Vague er samstarfsverkefni Frakkanna Olivier Libaux og Marc Collin sem staðið hefur yfir í um áratug. Þeir hafa sent frá sér nokkrar plötur þar sem þeir fá ýmsar söngkonur til að spreyta sig á gömlum pönk- og nýbylgjuslögurum sem settir hafa verið í bossa nova-útsetningar að hætti 7. áratugarins. Hljómsveitir eins og Joy Division, Dead Kennedys, Buzzcocks og XTC hafa verið heiðraðar af Nouvelle Vague, og enn í dag má stundum heyra þessar óvenjulegu útgáfur á millifínum veitingahúsum borgarinnar. Breyta pönki í dinnertónlist ÍSLENSK RÖDD Á PLÖTUNNI Emilíana Torrini er ein tólf söngkvenna sem fá að spreyta sig á lögum Queens of the Stone Age á nýrri ábreiðuplötu sveitarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.