Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 54

Fréttablaðið - 11.07.2013, Síða 54
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42 Það er ekki eins og við séum bilað reyndir í Evrópukeppni. Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika FÓTBOLTI Mikið hefur verið rætt um brottvísun Eyjamannsins Aarons Spear í bikarleik gegn KR á sunnudaginn. Þá ýtti Spear við Gunnari Þór Gunnarssyni, leik- manni KR, sem féll til jarðar með tilþrifum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur með dýfu Gunnars Þórs en Rúnar Kristins- son, þjálfari KR, sér hlutina í öðru ljósi. „Þú getur metið það hvort leik- maðurinn leiki sér að því að detta eða hrindingin sé þess eðlis að menn geti ekki staðið í lappirnar,“ segir Rúnar. Hann segir leikmenn ekki eiga að bjóða upp á þetta. „Þeir eru að bjóða upp á vanda- mál og þeir setja dómarann í þessa stöðu. Dómararnir þekkja regl- urnar og valdið er þeirra,“ segir Rúnar. Hann minnir á að for maður dómaranefndar KSÍ hafi tekið af allan vafa um hvernig dómarar skuli bregðast við í atvikum sem þessum. „Ég hélt að menn hefðu kannski hlustað á það og áttað sig á því að það mætti ekki ýta eða leggja hendur á aðra menn. Þú býður hættunni heim með því að láta svona.“ Hannes Þór Halldórsson ýtti við Ragnari Péturssyni seint í leikn- um. Ragnar stóð hrindinguna af sér en ólíkt Spear fékk Hannes aðeins gult spjald. Hefði Rúnar verið svekktur við Gunnar Þór hefði hann einnig staðið af sér hrindinguna? „Nei, ég hefði alls ekki verið svekktur yfir því. Það er ekki þannig að við séum að biðja okkar leikmenn um að detta ef þeir eru snertir, það kæmi aldrei til greina,“ segir Rúnar. „Við förum inn á völlinn til þess að spila fótbolta og vinna fótbolta- leiki. Það er það eina sem við hugsum um. Við leggjum ekki upp með neinn dónaskap eða leiðindi í okkar leik.“ - ktd Biðjum leikmenn ekki að detta Rúnar Kristinsson segir leikmenn bjóða hættunni heim með hrindingum. REGLURNAR SKÝRAR Rúnar Kristins- son segir leikmenn KR aðeins einbeita sér að því að vinna leiki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI „Það var bara eitt lið á vellinum í sjötíu mínútur í Eyjum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálf- ari ÍBV. Eyjamenn gerðu 1-1 jafnt- efli gegn HB frá Færeyjum í fyrri leiknum þrátt fyrir mikla yfir- burði. Af íslensku liðunum þrem- ur má segja að staða Eyjamanna sé fyrir fram verst sé horft til úrslita í fyrri leiknum. „Það var okkar klúður að ganga ekki frá fyrri leiknum og viður- eigninni í heild sinni. Það verður bara sætara að klára seinni leik- inn,“ segir Hermann boru brattur. Eyjamenn flugu til Færeyja í gær og æfðu á keppnisvellinum um kvöldið. Hermann segir mikið í húfi fyrir ÍBV í kvöld og raunar öll íslensku félögin. „Íslensku félögin í heild sinni þurfa að fara áfram og fá fleiri stig til að komast ofar á styrk- leikalista UEFA. Við ætlum áfram í næstu umferð og það er mikill hugur í okkur.“ Eigum fína möguleika Aldrei áður hafa öll þrjú karlalið Íslands lagt andstæðinga sína að velli sama árið. Möguleikinn er góður en KR-ingar eiga erfitt verk- efni fyrir höndum í Belfast eftir markalaust jafntefli við Glentor- an í fyrri leiknum í Vesturbænum. „Við erum mjög bjartsýnir og vonumst til að geta komist áfram. Við eigum fína möguleika en þurfum að eiga góðan leik,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. KR-ingar réðu gangi fyrri leiks- ins en gekk bölvanlega að skapa sér marktækifæri. „Kannski koma þeir eitthvað framar og þá gæti opnast eitthvað. Úrslit fyrri leiksins eru alls ekki svo slæm. Við þurfum að skora en þeir líka,“ segir Rúnar. KR mætti norður-írska liðinu fyrir þremur árum við sama til- efni. KR vann 3-0 sigur í heima- leiknum en gerði 2-2 jafntefli úti. Sömu úrslit myndu duga Vestur- bæingum í kvöld. Ekki bilaðslega reyndir Breiðablik er komið með annan fótinn og rúmlega það í aðra umferð eftir 4-0 sigur á FC Santa Coloma frá Andorra í fyrri leikn- um. „Við þurfum að fara auðmjúkir í þetta þó svo að gengið hafi vel í fyrri leiknum. Þessi leikur verður tekinn tökum frá fyrstu mínútu,“ segir Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika. Hann segir mark- miðið að halda markinu hreinu og fara í leikinn af miklum krafti. „Menn geta ekkert leyft sér að slaka á í Evrópukeppninni. Það er ekki eins og við séum bilað reyndir í Evrópukeppni.“ Leikurinn í Andorra hefst klukkan 15.30, í Færeyjum verð- ur flautað til leiks klukkan 18 og hálftíma síðar á Írlandi. Fylgst verður með gangi mála í öllum leikjunum á Vísi. kolbeinntumi@365.is Öll þrjú í dauðafæri Breiðablik, ÍBV og KR verða í eldlínunni ytra í undankeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Blikar eru í vænni stöðu eft ir fyrri leik sinn en Eyjamanna og KR-inga bíða erfi ð verkefni. Möguleiki á einstöku kvöldi í Evrópukeppni er fyrir hendi. LEIKTÖF Liðsmenn Glentoran reyndu hvað þeir gátu að tefja í fyrri leiknum í Vestur bænum. Uppskeran var markalaust jafntefli sem þeir þáðu með þökkum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Karlalið Hauka og kvennalið Fram verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppnum þennan veturinn. Karlalið Fram og ÍR auk kvennaliðs Vals ákváðu að vera ekki með af fjárhagslegum ástæð- um. „Þetta hefur verið þannig hjá okkur í Haukum að við leikmenn sjáum um helming kostnaðarins og síðan sér félagið um hinn helming- inn,“ segir Matthías Árni Ingimars- son, leikmaður Hauka. Hann segir mjög skemmtilega reynslu að taka þátt í Evrópukeppni. Hefðbundnar leiðir eru farnar í fjáröflun þar sem seldur verður klósettpappír, efnt til happdrættis og fiskur seldur, svo fátt eitt sé efnt. „Á síðasta tímabili gekk þetta allt saman upp og við náðum að safna fyrir okkar helmingi. Ég veit svo sem ekkert hvernig fjárhagslega staðan var á hlutunum hjá klúbbn- um sjálfum.“ Bjarki Sigurðsson, þjálfari bikar- meistara ÍR, segir að þótt um ævin- týri sé að ræða geti Evrópukeppni knésett félög. „Ef þú ert heppinn geturðu dreg- ist gegn nágrannaliði. Undan farið hafa íslensku liðin fengið and- stæðinga ansi langt í burtu,“ segir Bjarki. Hann segist vita til þess að hjá öðrum liðum fjármagni leik- menn kostnaðinn að hluta, líkt og hjá Haukum og kvennaliði Fram. Kostnaður á hvern leikmann sé engu að síður mikill. „Það eru alltaf einhverjir sem verða farþegar í svona söfnunum.“ - ktd Farþegar í söfnunum Haukar ætla til Evrópu en ÍR-ingar verða heima. HEIMA OG ÚTI Davíð Georgsson (t.v.) og félagar í ÍR munu einbeita sér að keppnum heima fyrir á leik- tíðinni. Matthías Árni og félagar ætla utan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRJÁLSAR Hilmar Örn Jónsson, kastari úr ÍR, hafnaði í 25. sæti af 34 keppendum í undankeppni kúlu- varps á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Donetsk í gærmorgun. Hilmar Örn kastaði 5 kg kúlunni 17,86 metra, sem er hans besti árangur utanhúss. Hann átti áður best 17,68 metra í greininni. Hann keppir í sleggjukasti á morgun. Aníta Hinriksdóttir, ÍR, keppir í undanrásum í 800 m hlaupi í dag og Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, í undankeppni í kúluvarpi. Ásgerður Jana keppir einnig í sjöþraut á mótinu í Úkraínu. - ktd Hilmar Örn bætti sig í kúluvarpi FÓTBOLTI Stjarnan og FH eigast við í Pepsi-deild karla í kvöld, en þetta eru liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar. Sigri FH kemst liðið í efsta sæti deildar- inar, stigi á undan KR sem á nú leik til góða á Hafnfirðinga. Leikurinn er ekki síður mikilvægur fyrir Stjörnumenn, sem eru fimm stigum á eftir KR-ingum. Garð- bæingar þurfa stig í kvöld til að missa toppliðin tvö ekki of langt frá sér. Stjörnumenn verða þó án mark- varðarins Ingvars Jónssonar í kvöld þar sem hann mun taka út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í bikarleiknum gegn Fylki um helgina. - esá Stórleikur í Garða- bænum í kvöld FRJÁLSAR Evrópumeistaramót 22 ára og yngri í frjálsíþróttum hefst í Tampere í Finnlandi í dag og sendir Ísland fjóra keppendur til leiks. Tveir þeirra keppa strax á fyrsta degi. Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðabliki, ríður á vaðið í undan- rásum í 400 m grindahlaupi. Síðar í dag keppir FH-ingurinn Blake Thomas Jakobsson í kringlukasti. Tvær efnilegar fjölþrautarkonur keppa svo í sjöþraut um helgina. Það eru Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH, og María Rún Gunnlaugsdóttir, Ár- manni, sem bættu báðar sinn besta árangur á EM landsliða í fjölþraut um þarsíðustu helgi. - esá Fjögur keppa á EM U22 í frjálsum KEVIN BACON STJÖRNUM PRÝDDUR MATSEÐILL «78 VELDU AF OSTGÆFNI «80 «82 «93 GAGGALA—GÓMSÆTUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.