Fréttablaðið - 19.07.2013, Side 1

Fréttablaðið - 19.07.2013, Side 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 10 M atreiðslumaðurinn Úlf ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. AFMÆLI Á HÁAFELLIGeitfjársetrið á bænum Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði fagnar eins árs afmæli á sunnudaginn. Gestir og gangandi geta heimsótt þetta eina ræktunar bú geita á Íslandi og fengið kaffi og pönnsur milli 13 og 18. www.geitur.isÚtsalan fullum gangi Nýtt kortatímabil. Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Lífi ð 19. JÚLÍ 2013 FÖSTUDAGUR Heiðdís Helgadóttir arkitekt TEIKNAR UGLUR OG SPENNANDI BYGGINGAR 2 Netverslunin Nekoshop.is JAPÖNSK TÍSKA OG HÁRKRÍTAR SLÁ Í GEGN 6 Andrea Róberts forstöðukona KEMUR TIL DYR- ANNA EINS OG HÚN ER KLÆDD 8 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Sími: 512 5000 19. júlí 2013 168. tölublað 13. árgangur Lundi veiddur í Eyjum Meirihluti bæjastjórnar Vestmanna- eyja hefur samþykkt að heimila lundaveiðar í fimm daga. Náttúru- stofa Suðurlands mælir gegn veið- unum. 2 Offors stjórnvalda Stjórnarmaður Lögmannafélags Íslands segir réttaröryggi teflt í hættu með rofi á trúnaði lögmanna og skjólstæðinga. 4 Handtaka til saksóknara Mál lög- reglumanns sem handtók konu með harkalegum hætti fyrir nýverið er komið á borð ríkissaksóknara. 4 Þungur dómur Gagnrýnandi Pútíns Rússlandsforseta hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir fjárdrátt. 8 SKOÐUN ASÍ vill geyma pláss fyrir ósýnilega vininn skrifar Pawel Barto szek stærðfræðingur. 11 MENNING Óskar Bjarni og Vaidas reka útivistarverslun og -leigu á Hverfisgötunni. 26 SPORT Hvaða landsliðsstelpur eru herbergisfélagar á Evrópumeistara- mótinu í Svíþjóð? 22 Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla GRINKRINGLUNNI • SÍMI 551 3200 AF ÖLLUM VÖRUM 40% 60% ÚTSALAN AFSLÁTTUR TIL ER HAFIN Spread the Love...WWW.FREEBIRDCLOTHES.COM Laugavegi 46 s:571-8383 freebird 50 % afsláttur Íslensk hönnun Útsala KJARAMÁL Félag framhaldsskóla- kennara mun krefjast þess að launakjör þeirra verði svipuð og hjá Bandalagi háskólamanna (BHM). Samningar þeirra verða lausir í janúar næstkomandi og þá verða þessar kröfur settar í forgang, segir Aðalheiður Stein- grímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Munurinn á heildarlaunum þessara tveggja hópa er rúm átta prósent. Aðalheiður segir að hefð hafi skapast fyrir því að þessi laun væru svipuð og sú hafi verið raunin árið 2007. Munurinn á daglaununum er enn þá meiri eða tæp 16 prósent. Hún segir framhaldsskóla- kennara vera orðna langþreytta. Laun þeirra hafi rýrnað um 18 prósent sé mið tekið af vísitölu neysluverðs. Þar á ofan hafi þeir búið við niðurskurð í næstum áratug þar sem greiðslur ríkisins sem áttu að standa undir launa- greiðslum hafi verið of lágar undan farin níu ár. Í fyrra vantaði 24 prósent upp á að framlag ríkisins hrykki til. „Þennan mismun höfum við síðan þurft að taka annars staðar frá þannig að við höfum fengið að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í mörg ár,“ segir Aðalheiður. - jse / sjá síðu 6 Framhaldsskólakennarar munu krefjast verulegra kjarabóta í janúar: Hafa dregist aftur úr í launum FJÖLDI SUNDGARPA Á ÍSLANDSMÓTI Það var mikið um að vera í Nauthólsvíkinni í gær þegar Íslandsmótið í sjósundi var haldið í Nauthólsvík. Þátttakendur voru þó færri en í fyrra og segir forsvarsmaður keppninnar að það megi rekja til vætu- sams veðurs. „Það voru nú samt kjöraðstæður og spegilsléttur sjór þrátt fyrir vætuna. Við vorum því mjög ánægð í alla staði,“ segir Heimir Örn Sveinsson, félagsmaður samtakanna Coldwater sem stóðu fyrir keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Bolungarvík 12° SV 5 Akureyri 15° SV 6 Egilsstaðir 20° SV 5 Kirkjubæjarkl. 14° SV 4 Reykjavík 13° SV 6 MINNKANDI ÚRKOMA Í dag verða suðvestan 5-10 m/s og rigning en úrkomulítið A-til. Dregur úr vætu er líður á daginn. Hiti 12-20 stig. 4 SAMFÉLAGSMÁL Forstöðukona vændisathvarfsins segir kampa- vínsstaðina bera öll merki vændis og mansals. „Það er alls ekkert á huldu að þetta er vændisstarfsemi en það sem er öllu alvarlegra er að starf- semin ber öll merki þess að vera mansal og stúlkurnar bera ein- kenni þess að hafa verið fluttar hingað án þess að fá nokkru um það ráðið,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forstöðukona vændisathvarfsins. Fréttablaðið fjallaði um starf- semi kampavínsklúbba í gær og hvernig þar væri hægt að kaupa aðgang að konum með dýru kampavíni. Þá sögðum við einnig frá því að á öðrum staðnum var í boði að fara afsíðis með stúlku gegn greiðslu og hvernig þær konur sem þar störfuðu bjuggu saman í lítilli blokkaríbúð. Þær höfðu aðeins dvalið hér á landi í eina viku og leituðu eftir samþykki hjá annarri konu um samskiptin við útsendara blaðsins. „Reynslan hefur sýnt okkur að þær konur sem lenda í mansali eru fluttar hratt á milli landa. Þær ráða litlu um hvað þær gera og samskiptin þar sem ein stjórnaði greini- lega gætu verið merki um að hún jafnvel geri þær út. Það eru ekki alltaf karlar,“ segir Steinunn. Eftir að bann við nektar- dansi tók gildi árið 2010 tóku kampavíns klúbbarnir við. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um bannið. Hún kallar nú eftir rann- sókn lögreglu á starfsemi stað- anna. „Miðað við það sem ég hef séð í fjölmiðlum finnst mér eðlilegt að lög- regla rannsaki þetta sér- staklega,“ segir Siv. Stefán Eiríksson lög- reglustjóri vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að skoða starfsemi staðanna tveggja sér- staklega og kvaðst lítið hafa fylgst með fréttaflutningi síðustu daga. Hann sagði þó að eðlilega væri það hlut- verk lögreglu að rann- saka grun um refsiverða háttsemi. „Það á við í öllum mála- flokkum,“ segir Stefán. Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - mlþ Bera mörg merki mansals Forstöðukona vændisathvarfsins segir að starfsemi tveggja kampavínsklúbba beri merki um vændi og mansal. Kallað er eftir lögreglurannsókn. Lögreglustjóri segir lögreglu rannsaka ef grunur er um refsiverða háttsemi. Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að hún myndi beita sér sér- staklega fyrir því að láta loka stöðunum. „Við erum alfarið á móti þessari starfsemi. Mér finnst full ástæða til þess að lög- reglan kanni þetta. Þarna er verið að selja aðgang að konum sem er klárt vændi,“ sagði Björk. „Klárt vændi“ ÍÞRÓTTIR Ísland fær ærið verkefni í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í Svíþjóð en liðið mætir heimamönnum fyrir framan troðfullan völl í Halmstad. Það kom til hlut- kestis milli Dana og Rússa um það hvort liðið færi áfram í keppninni. „Þetta er algjör drauma- dráttur fyrir okkur,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, leik- maður íslenska landsliðsins. „ Svíþjóð og Frakkar eru bæði með frábær lið en það verður mun skemmtilegra fyrir okkur að mæta heimamönnum fyrir framan fullan völl í Halmstad. Við erum margar að spila hér í Svíþjóð sem gerir þetta enn sætara.“ - sáp Landsliðið mætir Svíum: Draumur að fá Svíana segir Margrét Lára MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.