Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.07.2013, Qupperneq 6
19. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? 30% afsláttur af öllum h jólum Götuhjól • Fjallah jól • Barn ahjól Racerar • 29er hjó l MENNTUN Framhaldsskólakennarar munu krefjast þess að fá sambæri- leg laun og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn þegar samningar þeirra verða lausir um næstu ára- mót. Munurinn á heildarlaunum þessara hópa er nú um átta prósent. Mikil ólga er meðal framhalds- skólakennara vegna launaskerðing- ar sem þeir hafa orðið fyrir á und- anförnum árum. Að sögn Aðalheiðar Steingrímsdóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara, hafa heild- arlaun þeirra rýrnað um 18 prósent miðað við vísitölu neysluverðs á síð- ustu sex árum. Deildu þeir botnsætinu hvað það varðar með Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga, áður en það fékk sína launa- leiðréttingu fyrir skemmstu. Til samanburðar var þessi rýrnun 13 prósent hjá Banda- lagi háskólamanna. „Við erum með lausa samninga í byrjun næsta árs,“ segir Aðalheiður. „Þá munum við leggja fram þær kröfur að okkar laun verði sam- bærileg við laun annarra háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna.“ Hún segir að launamunurinn á Félagi framhaldsskólakennara og Bandalagi háskólamanna hafi breikkað töluvert frá hruni. Árið 2007 var aðeins eins prósents munur á heildarlaunum þessara hópa en á síðasta ári var hann rúm átta pró- sent, BHM í vil. Munurinn á dag- vinnulaunum er hins vegar tæp 16 prósent. Einnig segir Aðalheiður að nið- urskurður hafi reynst framhalds- skólum þungbær. „Satt að segja byrjaði niðurskurðurinn fyrir um það bil níu árum,“ segir hún. „ Þannig að þegar það þurfti svo að fara í stórtækan niðurskurð eftir efnahagshrunið þá fórum við úr öskunni í eldinn.“ Hún bendir á að árið 2003 hafi verið byrjað að miða við svokallaða launastiku við útreikning á launa- kostnaði í framhaldsskólum lands- ins. Átti hún að sýna rauntölur um mánaðarlaun kennara en nýleg úttekt sýnir að launastikan hefur allt frá árinu 2004 verið langt undir raunverulegum dagvinnulaunum. Sá munur hefur farið stigvaxandi og var hann rúm 24 prósent á síð- asta ári, sem þýðir að upphæðin sem fengin er til að standa undir launa- kostnaði er 24 prósentum lægri en raunveruleg laun kennaranna. „Þennan mismun höfum við síðan þurft að taka annars staðar frá þannig að við höfum fengið að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í mörg ár,“ segir Aðalheiður. Hún segir að þessi niðurskurður birtist meðal annars í sístækkandi námshópum, minna námsframboði og skerðingu á þjónustu við nemendur. jse@frettabladid.is Kennarar fara fram á miklar hækkanir Framhaldsskólakennarar eru orðnir langþreyttir á margra ára niðurskurði og kjaraskerðingu. Kaupmáttur þeirra hefur rýrnað um 18% frá hruni. Fyrir hrun voru heildarlaun þeirra svipuð og hjá BHM en eru nú um átta prósentum lægri. GANGA MENNTAVEGINN Oft hefur meðferðin á nýnemum í framhaldsskólunum verið talin ámælisverð en nú segjast kennararnir vera orðnir langþreyttir á með- ferðinni sem þeir hafa fengið síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR Daglaun Heildarlaun 2007 13% 1% 2008 16% 3% 2009 14% 3% 2010 15% 7% 2011 15% 8% 2012 16% 8% Launaforskot Launaforskot háskólamanna (BHM) á framhaldsskóla- kennara hefur aukist töluvert síðustu árin. SUÐUR-AFRÍKA, AP „Við hlökkum til að fá hann aftur heim,“ sagði Zindzi Mandela, ein af dætrum Nelsons Mandela, í gær. Ættingjum hans ber saman um að hann sé hægt og rólega að ná heilsu aftur eftir að hafa legið þungt haldinn á sjúkrahúsi í nærri hálfan annan mánuð. Suður-Afríka fagnaði í gær 95 ára afmæli hans og skein hlýjan í hans garð úr hverju auga: „Hann er sá sem batt enda á aðskilnaðar stefnuna og maður friðar sem allir geta litið upp til,“ segir Ashley Kunutu, tólf ára skólanemi í Jóhannesarborg, þar sem fólk kom saman til að heiðra Mandela og óska honum bata. Mandela sat í fangelsi í 27 ár fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðar stefnu hvíta minnihlutans. Hann varð forseti árið 1994 í fyrstu frjálsu kosningum landsins. „Suður-Afríka er betri staður nú en árið 1994 og það er vegna framlags Madiba og samtaka hans,“ segir í yfirlýsingu frá Afríska þjóðarráðinu, samtökunum sem börðust lengi gegn aðskilnaðarstefnunni og eru nú stærsti og valdamesti stjórn- málaflokkur landsins. - gb Íbúar Suður-Afríku fögnuðu 95 ára afmæli Nelsons Mandela: Ættingjarnir halda í vonina ÞJÓÐIN FAGNAR Hlýhugur landsmanna í garð Mandela leyndi sér ekki. NORDICPHOTOS/AFP KVEIKTU Á KERTUM Víða á Indlandi hafa verið haldnar minningarathafnir um hin látnu. NORDICPHOTOS/AFP INDLAND Í gær lést eitt barn enn úr matareitrun í Patna á Indlandi. Þar með hafa 23 börn alls á aldrinum 5 til 12 ára látið lífið eftir að hafa snætt ókeypis skólamáltíð á þriðjudag. Minningarathafnir hafa verið haldnar víða í skólum landsins vegna barnanna. Mikil reiði braust út á miðvikudag og þúsundir barna hafa síðan neitað að borða skólamatinn. - gb Minningarathöfn um 23 börn sem létust úr matareitrun: Þúsundir barna neita að borða SKIPULAGSMÁL Sex hópar sækjast eftir því að hanna sjúkrahótel og bílastæðahús við nýjan Land spítala. Umsóknir um þátttöku í forvali fyrir hönnun spítalans voru opnaðar hjá Ríkiskaupum í gær. Hóparnir sem tóku þátt í forval- inu voru Hnit verkfræðistofa hf., Kos-hópurinn, Arkitektastofan OG ehf. og Vsb verkfræðistofa ehf., Mannvit hf., Corpus 2- hópurinn og Verkís hf., að því er fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum. Fimm hópar skiluðu forvalsgögn- um fyrir hönnun á meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi. Það voru Mann- vit hf., Corpus 2-hópurinn, Verkís hf., Kos-hópurinn og Salus hf. Kynna á niðurstöðu forvalsins 21. ágúst. Þá mun liggja fyrir hvaða þátttakendur uppfylla kröfur sem gerðar eru í forvalsgögnum. Þeir geta tekið þátt í lokuðum útboðum fyrir fjórar byggingar, samtals tæp- lega 100 þúsund fermetra. - bj, js Fyrirvarar gerðir í útboði að verkinu verði tryggð fjármögnun á fjárlögum: Sex vilja hanna Landspítalann 1. Frá hvaða landi eru þeir ferðamenn sem eyða hæstu fjárhæðunum hér á landi? 2. Hver skoraði mark Íslendinga í EM kvenna gegn Hollendingum? 3. Hver er sveitarstjóri Skagafjarðar? SVÖR PATREKSFJÖRÐUR Félagið Sjó- ræningjar ehf. hefur óskað eftir leyfi fyrir flotbryggju við Sjóræningja húsið á Patreksfirði. Sjóræningjafélagið er á vefnum uppspretta.is sagt vera ferðaþjón- ustu- og afþreyingarfyrirtæki sem vinni að uppbyggingu á sýn- ingu um sjórán. Félagið starfræki kaffihús, taki á móti hópum í mat og bjóði upp á menningarviðburði allt árið. Hafnarstjóra Vestur- byggðar hefur verið falið að ræða nánar við sjóræningjana. - gar Nýtt safn á Patreksfirði: Sjóræningjar vilja flotbryggju 1. Frá Kína. 2. Dagný Brynjarsdóttir. 3. Ásta Pálmadóttir. NÝR LAND- SPÍTALI Nýi spítalinn verður tæpir 100.000 fermetrar samkvæmt áætlunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.