Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 19. JÚLÍ 2013 • 5 Myndaalbúmið Spjallar við hönnuð. Hljómsveitin Icarus. Finnbogi, Elías, Benjamin, og Gunnar, sonur Áslaugar. Áslaug Magnúsdóttir tískufrömuður ber af sér mikinn þokka. deilurnar voru að leiða til tog- streitu innanhúss svo ég ákvað að það væri best að ég færi. Ég tala núna við aðra í stjórninni en er ekki að ræða við Lauren. Hún er með þennan Vogue-bakgrunn sem flestir vita hvernig er, svo við vorum mjög ólíkar og höfðum því ólíkar áherslur. Þegar samtarfi ykkar lauk voru blöðin að skrifa ýmislegt um ykkur Lauren Santo Domingo. Fannst þér særandi að lesa að hún hefði ekki viljað þig í fyrirtækinu vegna þess að þú værir ekki nógu „hipp og kúl“? „Nei, alls ekki. Þessi frétt lak á meðan ég var í samningaviðræðum um eignar- hlutinn eftir að ég hafði sagt upp. Svo kom þetta í blöðunum og mér fannst jákvætt að það kom fram að ég var sú sem var með viðskipta- vitið í fyrirtækinu. Þessi frétt var svo fáránleg. Síðan hvenær er það krafa fyrir forstjóra að vera hipp og kúl? Ég tek því nú ekkert nærri mér. Það er nú ekki þannig sem ég vil láta meta minn árangur í starfi.“ Hvernig er að búa í tískuborg- inni New York? „Það er spennandi orka í borginni sem er yndisleg og hræðileg á sama tíma. Það eru ótrúleg tækifæri hérna því það er hægt að finna allt í New York. Það er ótrúlega fjölbreytt mann- lífið hér og allar þjóðfélagsstéttir. Stundum er erfitt að búa hérna því fólk getur verið svo dónalegt. Það er jafnvel eitthvað við borgina sem gerir mann minna almennilegan en maður raunverulega er.“ Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi Áslaugar? „Dagarnir eru ansi fjölbreyttir. Ég borða aldrei morgun mat og hádegismat nema á ferðinni. Ég kem yfirleitt við á Starbucks á leiðinni í vinnuna. Svo er ég mikið á fundum með hönn- uðum á skrifstofunni og stundum þarf maður að fara í vöruhúsið.“ Trúðu hiklaust á sjálfa þig Þú ert án efa innblástur fyrir margar konur í fyrirtækjarekstri, hvaða ráð hefur þú að gefa öðrum konum? Að hafa trú á sjálfum sér og að hika ekki við að láta reyna á sína drauma og hugmyndir. Það tekst kannski ekki alltaf í fyrsta sinn en það þýðir ekki endilega að það muni ekki takast síðar. Að fá að byggja upp svona fyrirtæki eins Moda Operandi var ótrúleg gefandi og mikil lífsreynsla fyrir mig. Frumkvöðlar ættu líka að hafa það í huga að það mun alltaf vera fólk til staðar sem trúir ekki á hugmyndir þínar en þá má ekki gefast upp.“ Nú ertu að fara stofna nýtt fyrir tæki sem er ansi spenn- andi. Geturðu sagt örlítið frá því? „Þetta er líka vefverslun í há- tísku. Í dag er lúxuskúnninn kom- inn á netið og hann er tilbúinn að versla mun dýrari vörur á net- inu en áður. Konur vilja jafnvel fá að vinna nánar með hönnuðun- um við að skapa vöruna. Á síðunni verður því tól þar sem kúnninn getur hannað sinn eigin kjól sem við framleiðum sérstaklega. Þetta fer af stað snemma á næsta ári en mikið meira má ég ekki segja.“ Hverjir eru framtíðardraum- arnir? „Mig dreymir um að byggja upp nýja fyrirtækið og njóta mik- illar velgengni með það. Svo hef ég áhuga til lengri tíma á að vinna með yngri hönnuðum og að ferðast meira um heiminn og hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldunni.“ „Ég trúi því að Íslendingar séu ansi margir gæddir mikilli aðlögunarhæfni en það er mikil- vægur eiginleiki að hafa þegar maður er frum- kvöðull.“ LAUGAVEGI LÁGMÚLA KRINGLUNNI SMÁRATORGI SELFOSSI AKUREYRI REYKJANESBÆ Svalandi og sumarlegir djúsar frá Kalibo AcidophiKids chewable berry frá Animal Parade Frábært fyrir meltinguna og tilvalið fyrir litla maga sem eru að prófa nýjan mat. Kreistimaturinn frá Kalibo Fullkominn í töskuna fyrir litla ferðalanga. ÍS LE N SK A S IA .I S H LS 6 48 61 0 7/ 13 Baggu Back pack í sumarlegum litum. Kjörinn í allar útilegur! Gallexier 250 ml Fljótandi meltingarensím sem hjálpa líkamanum eftir stórar og þungar máltíðir. Frábær sólarvörn frá Aubrey fyrir alla fjölskylduna. Ekki brenna við! Multidophilus Forte með gula miðanum. Þarf ekki að geyma í kæli! Raw CC – snakk packs eru góðir á golfvöllinn. Flottur orkugjafi á milli mála og tilvalið ferðasnarl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.