Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 20
FRÉTTABLAÐIÐ Áslaug Magnúsdóttir. Litríkt hár. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 4 • LÍFIÐ 19. JÚLÍ 2013 Uppáhalds H vað vildir þú verða þegar þú varst yngri? „Ég hafði voða mikinn áhuga á ballett og vildi verða ballerína eða leik- kona. Ég var svo lengi í Þjóðleik- húsballettinum.“ Hvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Ég bjó í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá fimm til ellefu ára aldurs. Pabbi var í námi og mamma var að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Þegar ég var orðin unglingur á Íslandi fór ég að hafa áhuga á viðskiptum og ákvað að fara í Verslunarskólann. Ég hafði voðalega gaman af við- skiptafögunum, hagfræði og bók- færslu meðal annars.“ Eftir menntaskólann ákvað Áslaug að gott væri að blanda lög- fræði við viðskiptabakgrunninn úr Verslunarskólanum og lærði lög- fræði í Háskóla Íslands. Í nám- inu kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Gunnari Thoroddsen. Árið 1993 útskrifaðist hún og eignaðist frumburðinn sama ár. Áslaug sér- hæfði sig í fyrirtækja- og skatta- lögfræði en sinnti einnig starfi sem stjórnarformaður Íslenska dansflokksins um nokkurt skeið. Hvað varð til þess að þú fórst til Bandaríkjanna að mennta þig? „Ég flutti til Bandaríkjanna ásamt fyrrverandi eiginmanni mínum og syni og hóf masters- nám í lögfræði við Duke-háskóla í Norður-Karólínu. Við ætluðum einungis að vera eitt ár en svo þegar við vorum komin út fann ég að alþjóða starfsframi togaði í mig. Mig langaði að skilja viðskiptalífið á víðtækari hátt. Eftir árið var farið að slitna upp úr sambandinu, maðurinn minn flutti heim með soninn og við skildum árið 2000. Ég var ekki tilbúin að fara strax heim og sótti því um í MBA-nám í Harvard og komst inn. Sonur minn var síðan á miklu flakki milli landa næstu árin.“ Seinni eiginmanninum, Gabriel, kynntist Áslaug í Harvard. Eftir námið fór hún að vinna hjá Mckinsey í London og ferðaðist út ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR SÍÐAN HVENÆR ER ÞAÐ KRAFA FYRIR FORSTJÓRA AÐ VERA HIPP OG KÚL? Áslaug Magnúsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum í 16 ár. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ og MBA-prófi frá Harvard-háskóla. Áslaug hefur notið mikillar velgengni í tískuheiminum ytra eftir að hún stofnaði tískufyrirtækið Moda Operandi. Nýlega kvaddi hún fyrirtækið vegna ágreinings en heldur ótrauð áfram og opnar nýja netverslun á næsta ári. Lífi ð ræddi við Áslaugu um frumkvöðlastarf, skilnaðinn og fyrirtækið sem breytti öllu, Moda Operandi. NAFN Áslaug Magnúsdóttir ALDUR 45 ára STARF Lögfræðingur, stofnandi Moda Operandi HJÚSKAPARSTAÐA Gift Gabriel Levy BÖRN Gunnar Ágúst Thoroddsen,19 ára um allan heim. Eftir þrjú ár var hún komin með leið á ferðalögum og þótti slítandi að vera í fjarsam- bandi með manninum sínum, sem bjó í New York, og hitta soninn reglulega á milli landa. „Ég trúi því að Íslendingar séu ansi margir gæddir mikilli aðlögunar hæfni en það er mikilvægur eiginleiki að hafa þegar maður er frumkvöðull. Ég sagði að lokum upp hjá McKinsey og fór að vinna hjá Baugi í London og tók þátt í þessum rosa uppgangi þar. Það var þar sem ég byrjaði að tengjast tískuheiminum og fjár- festa í tískumerkjum.“ Tengillinn við tískuheiminn Það getur ekki hafa verið auðvelt að byrja í þessum bransa. Hvernig komst þú fætinum í dyragáttina í tískuheiminum? „Ég kynntist Marvin Traub þegar ég flutti til New York aftur árið 2006. Hann var þá með ráðgjafarfyrirtæki og vildi fá viðskiptamanneskju úr tískubransanum því fáir eru við- skiptamenntaðir. Við stofnuðum saman TSM Capital og hann kynnti mig fyrir Lauren Santo Domingo.“ Hver er drifkrafturinn í þínu lífi, hver veitir þér innblástur? „Fólk hefur haft mikil áhrif á mig í gegnum lífið. Sérstaklega mamma, sem hvatti mig rosalega mikið sem barn og leyfði mér að dreyma. Ferðalög veita mér líka mikinn innblástur, nýir staðir og ný menning.“ Hvenær var vefverslunin Moda Operandi stofnuð og hvaðan kom þessi hugmynd að selja beint af tískupöllunum til viðskiptavina? „Þegar tískuvikan var í gangi árið 2010 fann ég fyrir mikilli pressu að gera hugmyndina að veruleika. Í gegnum Gilt.com sem ég vann hjá á þessum tíma var ég búin að kynnast ýmsum hátískuhönnuðum nokkuð vel og hafði heyrt af áhyggjum þeirra. Mörg þessara merkja seldu illa í kjölfar krepp- unnar. Milliliðurinn, búðirnar, var einungis að kaupa vörur sem voru öruggar. Ég vildi tengja við- skiptavininn við hönnuðinn beint eftir sýninguna. Ég ákvað þá að hafa samband við Lauren, því hún hafði fjármagn og góð sambönd, og sagði upp vinnunni minni. Maður- inn minn var ekki sérlega ánægð- ur með það en mér var bent á að fjárfestarnir tækju mig ekki alvar- lega ef ég væri í annarri vinnu. Við fengum fjármagn stuttu síðar og greiddum hönnuðum fyrir fram og rukkuðum 50% af sölunni. Fyrir- tækið blómstraði.“ Þú varst á lista hjá fashionista . com yfir valdamestu einstaklinga í tískuiðnaðinum í New York. Hvernig finnst þér að hafa verið á sama lista og Anna Wintour? „Jú, það er náttúrulega frábært og ég var voðalega heppin að hafa hitt Marvin á sínum tíma því í gegnum hann hitt ég mikið af valdamiklum einstaklingum en ég var aðallega á þessum lista vegna velgengni Moda Operandi.“ Togstreita í fyrirtækinu Fram undan eru miklar breytingar í lífi þínu en þú hættir nýverið hjá Moda Operandi. Hvernig kom það til? „Ég var búin að vera forstjóri í þrjú ár, Moda var mitt konsept og ég var mjög stolt af því sem við byggðum upp. Ég á enn þá stóran part í því fyrirtæki. Það kom upp ágreiningur milli mín og Lauren um áherslur í rekstrinum og MATUR Íslenskur fiskur, ýsa og Lúða DRYKKUR Íslenskt vatn VEITINGAHÚS Gemma á Bowery Hotelinu í New York VEFSÍÐA Moda Operandi VERSLUN New York Vintage HÖNNUÐUR Riccardo Tisci HREYFING Ballet Beautiful. Mary Helen Bowers sem þjálf- aði Natalie Portman fyrir Black Swan stofnaði þetta fyrir tæki og þróaði þessa leikfimi sem byggist a ballett æfingum. Hun kemur heim til mín tvisvar í viku til að þjálfa mig. DEKUR Freyðibað og nudd náttúruleg fegurð w w w .gengurvel.is Lífrænar snyrtivörur á góðu verði kr.1738

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.