Fréttablaðið - 19.07.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 19.07.2013, Síða 10
19. júlí 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætis- ráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegs- tjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusam- bandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslend- inga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samnings- stöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusam- bandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann for- sætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni. Hvað heitir makríll á ensku? EVRÓPUMÁL Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisfl okksins ➜ Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum. L ífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brenni- depli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreið- endur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deild- arinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjár- magna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Töl- urnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og trygg- ingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkis- sjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusér- fræðingnum sem kann þau trix. Hvernig á að laga gífurlegan halla á LSR? Sprengjusér- fræðingur óskast Yfirlýsingar Þorbjargar Borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir viðurkennir í viðtali við Nýtt líf að sjálfstæðismenn hafi notfært sér veikindi Ólafs F. Magnús- sonar í ársbyrjun 2008 til að komast til valda. Hún kveðst sjá mjög eftir því en þau hafi bara verið svo svekkt að missa meirihlutann eftir REI-málið, að ósekju að þeim fannst, að þau hafi verið til í að gera hvað sem er til að komast aftur til valda. Þetta eru ótrúlegar yfirlýsingar hjá Þorbjörgu Helgu, sem lýsir því reyndar líka yfir í viðtalinu að ef hún haldi áfram í pólitík þá stefni hún á oddvitasæti flokksins í borginni. Er henni vært? Það má hins vegar spyrja hvort það geti mögulega verið að Þor- björg Helga ætli að halda áfram eftir að hafa ljóstrað upp um þátttöku sína í þessum kollektíva dómgreindar- bresti fyrir hálfum áratug, sem hún lýsir sjálf með orðunum „misnotkun á valdi“. Einhvers staðar myndi fólk sem viðurkenndi að hafa komið veikum manni til valda í eigin þágu einfaldlega snúa sér að öðru. En Ís- lendingar eru reyndar mjög fljótir að gleyma. Fyrir neðan allar hellur Erfiðlega gekk að fá félaga Þorbjargar Helgu úr borgarstjórnar- flokki sjálf- stæðis- manna til að tjá sig um fullyrðingar hennar í gær. Sá eini sem það gerði var Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem sendi frá sér yfirlýsingu og skilur ekkert í Þorbjörgu, finnst þau „dapurleg“ og „fyrir neðan allar hellur“, sakar hana um „ímyndanir“ og fleira í þeim dúr. Vilhjálmur segir samstarf hans og Þorbjargar Helgu hafa verið með ágætum, „þótt vissulega hafi borið skugga á það samstarf, sem leiddi til 100 daga meirihlutans í borgarstjórn“. Vilhjálmur er greinilega ekki búinn að gleyma sms-skeyti Þor- bjargar Helgu til borgar- fulltrúa annarra flokka haustið 2007, sem í stóð: „Til í allt, án Villa“. stigur@frettabladid.is www.seglagerdin.is FERÐAVAGNINN FÆRÐU HJÁ OKKUR! AFMÆLISTILBOÐ Þar sem ferðalagið byrjar TIL ÞJÓNUSTU Í 100 ÁR Verð kr. 1.442.70 0. Afsláttu r kr. 352 .700. Afmælis tilboð kr. 1 .090.000 . Ægir- Tjaldvag n + Fortja ld + Dúk ur + Yfir breiðsla

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.