Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2013, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 19.07.2013, Qupperneq 34
19. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 22 Þær meiðast alltaf sem eru með mér í herbergi þannig að það er ágætt að hafa mig eina. Þóra Björg Helgadóttir markvörður. visir.is Allt um leiki gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Skrifar frá Svíþjóð EM KVENNA 2013 FÓTBOLTI Allir taka eftir því hversu frábær andi er í íslenska kvennalandsliðinu og hin mikla samheldni í liðinu á örugglega mikinn þátt í einstökum árangri stelpnanna á EM í Svíþjóð. Stelpur- nar ná vel saman innan sem utan vallar og það sést langar leiðir. Fréttablaðið kannaði það hvaða leikmenn eru saman í herbergi í ferðinni. „Ég hef aldrei skipt mér af því hverjar eru saman í herbergi. Við erum með Möggu liðsstjóra (Mar- gréti Ákadóttur) sem hefur séð um að raða leikmönnum saman. Það er þannig með margar að þær eiga góða vinkonu í liðinu og það eina sem ég sagði við Möggu var að þegar hún raðar leikmönn- um saman í herbergi þá vil ég að leikmönnum líði vel saman. Þær eru mikið saman og þeim þarf að geta liðið vel þennan tíma. Það hefur alltaf verið þannig en svo er þessi hópur þannig að þetta eru allt góðar vinkonur sem hafa þekkst vel lengi. Þetta hefur aldrei verið neitt vandamál,“ segir lands- liðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson um reglurnar um her- bergisskipan leikmanna liðsins. Þóra Björg ein í herbergi „Það eru 23 leikmenn og einhver þurfti að vera ein. Þeir spurðu mig og þar sem að ég er eiginlega aldrei inni á herbergi þá skiptir það mig ekki máli. Ég bý eiginlega hjá Svölu sjúkraþjálfara hvort sem er,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, ein af markvörðum íslenska liðs- ins, og vísar til meiðsla sinna. „Ég held að við ráðum þessu sjálfar að mestu leyti. Við getum komið með óskir og þá eru þær eldri vanalega spurðar. Ég hef ekki átt fastan herbergisfélaga síðan Laufey Ólafsdóttir hætti. Þær meiðast alltaf sem eru með mér í herbergi þannig að það er ágætt að hafa mig eina því þá verða engin skakkaföll,“ segir Þóra í léttum tón. Ekki margar reglur Sigurður Ragnar segir að það séu ekki margar reglur í gangi hjá stelpunum á Evrópumótinu í Sví- þjóð. „Það er ekki mikið af reglum. Þær segja við mig þessar ungu sem koma upp í A-landsliðið að það sé ekki eins mikið af reglum hjá okkur og í 19 ára og 17 ára lands- liðunum. Það er eðlilegt því þær eru orðnar fullorðnar núna og fá meira frjálsræði,“ segir Sigurður Ragnar. „Þær fá frjálsan tíma þar sem þær geta farið út af hótelinu og gert það sem þær vilja á ákveðnum tímum. Þær læra samt smátt og smátt gildin sem eru í hópnum okkar og hvernig eldri leikmenn- irnir haga sér í undirbúningnum. Það er meira frjálsræði hjá okkur og ég hef ekki mikið af reglum. Þær hafa nýtt það frjálsræði vel, staðið sig mjög vel og gert allt fag- mannlega,“ segir Sigurður Ragnar. Þær eru allar góðar vinkonur Íslenska kvennalandsliðið fékk frjálsan dag í gær eft ir að stelpurnar komust í átta liða úrslit á EM í Svíþjóð. Stemmningin í íslenska hópnum er frábær og Fréttablaðið forvitnaðist um hvaða stelpur deila herbergi. BLÓMARÓSIR Guðni Kjartansson aðstoðarlandsliðsþjálfari færði öllum leikmönnum og starfsmönnum landsliðsins rósir í gær- morgun eftir að liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum eftir frækinn sigur á Hollendingum í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ Elísa og Dagný „Við erum að stíga okkar fyrstu skref og það hefur gengið alveg ljómandi vel hingað til. Við sveitungarnir erum báðar frá Suður- landinu og höfum þetta sunnlenska hjarta. Stálin stinn mætast þegar við mætumst inni á vellinum en við náum mjög vel saman utan vallar,“ segir Elísa. Sif og Guðný Björk „Guðný Björk, harm- onikkusnillingurinn er með mér í her- bergi. Hún er alveg frábær. Þegar við höfum báðar verið í liðinu þá höfum við alltaf verið saman. Við vorum saman á síðasta EM. Við þekkjumst svo vel að þetta er algjört systraherbergi,“ segir Sif. Glódís Perla og Elín Metta Yngstu leikmenn liðsins eru saman í herbergi en þær eru báðar 18 ára. Stelpurnar hafa spilað saman með yngri landsliðunum og þekkjast því vel þrátt fyrir að þær gefi ekkert eftir þegar þær mætast með liðum sínum Stjörnunni og Val. Harpa og Soffía Arnþrúður „Klara sér um að raða þessu niður og hún hefur treyst mér fyrir Soffíu. Það þarf svolítið að hugsa um hana. Það þarf að passa upp á hana, hún á það til að vera svolítið sein og utan við sig,“ segir Harpa. Anna Björk og Sandra Stjörnustelpurnar eru saman í herbergi en þær þekkjast vel frá samstarfi sínu í Garðabænum þar sem þær eru lykilmenn í frábærri varnarlínu Stjörnunnar. Katrín J. og Ólína Guðbjörg „Ég er með Ólínu í herbergi. Við höfum verið saman í nokkrum ferðum, til dæmis í síðustu ferð og svo líka fyrir nokkrum árum á Algarve. Heimilislífið virkar bara ágætlega,“ segir Katrín. Sara Björk og Rakel „Rakel Hönnudóttir er með mér í herbergi. Við höfum verið saman síðan 2008 og við viljum vera saman,“ segir Sara Björk. Hólmfríður og Guðbjörg „Ég og Fríða erum herbergisfélagar eins og síðasta áratuginn. Við erum búnar að vera mjög lengi her- bergisfélagar og það gengur bara vel,“ segir Guðbjörg. „Nú er hún líka farin að vera með mér í liði þannig að ég fer nú að vera svolítið þreytt á þessu sam- bandi,“ sagði Hólm- fríður hlæjandi. Katrín Ó. og Þórunn „Það hefur alltaf verið ég og Þóra en hún er núna ein af því að öllum finnst hún vera svo leiðinleg,“ sagði Katrín glettin á svip og er síðan fljót að dæma fyrri orð sem grín. „Það er reynt að velja eftir þeim sem ná vel saman. Ég og Þórunn höfðum lengi verið vinkonur,“ segir Katrín. Margrét Lára og Dóra María „Við höfum verið herbergisfélagar síðan við vorum fimmtán á ra gaml- ar í 17 ára lands- liðinu og það er mjög erfitt að slíta okkar samband. Við Dóra María höfum fullan skilning hvor á þörfum annarrar. Við erum mjög líkar að mörgu leyti þannig að sam- búðin gengur vel,“ segir Margrét Lára. Hallbera Guðný og Fanndís „Fanndís er her- bergisfélaginn minn. Við erum mjög góðir her- bergisfélagar. Við erum búnar að vera saman í herbergi í dálítinn tíma. Fólk hafði ekki mikla trú á okkur í byrjun og hélt að við myndum verða til vandræða. Það er búið að rætast nokkuð vel úr þessu,“ segir Hallbera. C-RIÐILL FRAKKLAND - ENGLAND 3-0 1-0 Eugénie Le Sommer (9.), 2-0 Wendie Renard (62.), 3-0 Wendie Renard (64.) RÚSSLAND - SPÁNN 1-1 0-1 Verónica Boquete (14.), 1-1 Elena Terekhova (44.) STAÐAN Frakkland 3 3 0 0 7-1 9 Spánn 3 1 1 1 4-4 4 Rússland 3 0 2 1 3-5 2 England 3 0 1 2 3-7 1 NÆSTU LEIKIR 8-LIÐA ÚRSLIT: SVÍÞJÓÐ - ÍSLAND SUN. KL. 13.00 ÍTALÍA - ÞÝSKALAND SUN. KL. 16.00 NOREGUR - SPÁNN MÁN KL. 16.00 FRAKKLAND - DANMÖRK MÁN KL. 18.45 EM KVENNA 2013 EVRÓPUDEILD UEFA FORKEPPNI, 2. UMFERÐ RAUÐA STJARNAN - ÍBV 2-0 1-0 Nejc Pecnik (12.), 2-0 Nikola Mijailović (76.) KR - STANDARD LIEGE 1-3 1-0 Kjartan Henry Finnbogason (34.), 1-1 Kanu (44.), 1-2 Michy Batshuayi (61.), 1-3 Paul-José Mpoku (90.). BREIÐABLIK - STURM GRAZ 0-0 FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir, ÍR, komst örugglega áfram í úrslit í 800 m hlaupi kvenna á EM U19 á Rieti á Ítalíu í gær. Hún hljóp hraðast allra í undanúrslit- unum í gær en tími hennar var 2:02,61 mínútum, sem er rúmum tveimur sekúndum frá Íslands- meti hennar. Aníta, sem er nýkrýndur heimsmeistari 17 ára og yngri í 800 m hlaupi, er yngsti keppand- inn í greininni en þykir engu að síður sigurstranglegust í úrslita- hlaupinu sem fer fram klukkan 15.15 á morgun. - esá Aníta fl jótust í undanúrslitum YFIRBURÐIR Aníta er sigurstranglegust fyrir úrslitahlaupið á morgun. GETTY OF STÓRIR KR og ÍBV töpuðu bæði sínum leikjum í forkeppni Evrópu- deildarinnar í gær en Blikar eiga von gegn Sturm Graz. FRÉTTABLADIÐ/ARNÞÓR.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.