Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 8
19. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
RÚSSLAND, AP „O jæja. Látið ykkur
ekki leiðast án mín,“ skrifaði rúss-
neski stjórnarandstæðingurinn
Alexeí Navalní á Twitter-síðu sína
þegar dómari í Kirov dæmdi hann
í fimm ára fangelsi í gærmorgun.
„Og það sem máli skiptir, farið
nú ekki að sitja aðgerðarlaus,“
bætti hann við í hvatningarskyni
til félaga sinna í stjórnarandstöð-
unni.
Navalní er einn áhrifamesti
leiðtogi stjórnarandstöðunnar
í Rússlandi. Hann er þekktur
bloggari og var í forystu fjölda-
mótmælanna í kjölfar þing-
kosninganna 2011. Þar sakaði
hann stjórnvöld um víðtækt
kosningasvik.
Bæði hann og félagar hans
hafa sagt ákærurnar á hendur
honum vera af pólitískum rótum
spunnar. Vladimír Pútín forseti
sé þarna að losna við einn áhrifa-
mesta andstæðing sinn.
Dómari í Kirov-héraði, austan
til í Rússlandi, komst að þeirri
niðurstöðu að Navalní væri sekur
um að hafa svikið 16 milljónir
rúblna, jafnvirði um það bil 60
milljarða króna, út úr ríkisfyrir-
tækinu Kirovles þegar hann var
ráðgjafi héraðsstjórans í Kirov
árið 2009. Þau ráðgjafastörf vann
hann í sjálfboðavinnu.
Féð átti hann að hafa náð sér
í með timburviðskiptum, þar
sem timbrið var selt langt undir
markaðs verði.
Á meðan dómarinn las upp
dóminn, en sá lestur tók þrjár
og hálfa klukkustund, notaði
Navalní tímann til að sýsla í
snjallsímanum sínum.
Hann brosti kaldhæðnislega
þegar fangelsisdómurinn var orð-
inn að veruleika. Hann hafði áður
sagst nokkuð öruggur um að fá
dóm en vissi ekki hvort hann yrði
skilorðsbundinn eða ekki.
gudsteinn@frettabladid.is
Gagnrýnandi Pútíns
hlýtur þungan dóm
Alexeí Navalní var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann segir mála-
ferlin gegn sér sprottin af pólitískum rótum. Pútín sé að losna við óþægilega rödd.
Í RÉTTARSALNUM Dómarinn taldi Alexeí Navalní sekan um fjársvik í tengslum við timburviðskipti en Navalní telur málaferlin
gegn sér sprottin af pólitískum rótum. NORDICPHOTOS/AFP
■ 1976: Fæddur í Bútín, nálægt Moskvu.
■ 1998: Útskrifast úr lögfræðinámi frá háskóla í Moskvu.
■ 2008: Bloggskrif hans um spillingu stjórnvalda vekja athygli. Hann
verður einn áhrifamesti leiðtogi rússneskra stjórnarandstæðinga.
■ 2011: Fræg verða ummæli hans um að Sameinað Rússland, flokkur
Vladimírs Pútíns forseta, sé bandalag þrjóta og þjófa.
■ Desember 2011: Hefur forystu um fjöldamótmæli gegn þing-
kosningum og gagnrýnir stjórnvöld fyrir víðtækt kosningasvindl.
Dæmdur í fimmtán daga fangelsi.
■ 10. júlí 2013: Lýsir yfir framboði til borgarstjóra í Moskvu.
■ 18. júlí 2013: Dæmdur til fimm ára fangelsis fyrir fjársvik.
Alexei Navalní
SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli
íslenskra skipa í júnímánuði
var 13,6 prósentum minni en í
fyrra. Þetta kemur fram á vef
Hag stofunnar.
Aflinn í júní í ár nam alls 39.812
tonnum en í fyrra nam hann
52.290 tonnum. Mest veiddist af
botnfiski eða tæp 26.400 tonn, en
þó dróst botnfiskveiði saman um
1.300 tonn frá júní 2012. Af botn-
fiski veiddist mest af þorski eða
rúm 15.100 tonn.
Afli uppsjávartegunda nam
rúmum 9.100 tonnum, sem er
rúmlega 11.300 tonnum minni afli
en í júnímánuði í fyrra. Afli flat-
fiska var tæp 2.100 tonn í ár sem
er 46 tonnum meira en í fyrra.
- nej
Mælingar fyrir júní ljósar:
Fiskafli minni
nú en í fyrra
SJÁVARÚTVEGUR Opinbert eftirlit
með heilbrigði eldisfiska á Íslandi
er almennt fullnægjandi. Kemur
þetta fram í skýrslu Eftirlits-
stofnunar EFTA.
Stofnunin kannaði fiskeldis-
stöðvar í mars í því skyni að
skera úr um hvort opinbert eftir-
lit með heilbrigði fiskanna væri í
samræmi við EES-reglur.
Þrátt fyrir jákvæðar niður-
stöður benti stofnunin á ýmislegt
sem betur mætti fara, til dæmis
hagsmunaárekstra þegar dýra-
læknar gegna einnig hlutverki
eftirlitsaðila, að ekki væru gæða-
stjórnunarkerfi og líföryggis kerfi
til staðar alls staðar og að einnig
vanti aðstöðu og búnað til neyðar-
slátrunar á fiski. -nej
Ýmislegt sem betur má fara:
Fiskeldiseftirlit
fullnægjandi
www.volkswagen.is
Nýr Golf kostar frá
3.540.000 kr.
Komdu og reynsluaktu bíl ársins
Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur,
122 hestöfl.
Nýr Golf.
Evrópu- og heimsmeistari
Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í
Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og 66
bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu
hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni
í New York.
DÆmdu Hann Á InnIhAldInu
LjúFfengUr rjóMaís Með ekta súKkulaðiHjúP
Með KarAmEllUkÚlum
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA