Fréttablaðið - 19.07.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 19.07.2013, Síða 4
19. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Nafn annars myndlistarmannsins sem sýnir í Dahlshúsi á Eskifirði misritaðist á síðu 26 í Fréttablaðinu í gær. Hann heitir Árni Páll Jóhannsson og er beðinn afsökunar á rangfærslunni. 4.533 börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en sama ár létust 1.952 manns. Áratugum saman hefur fjöldi fæðinga hér á landi verið svipaður, eða um og yfir fjögur þúsund börn á ári. Árið 2009 komst fjöldi fæðinga þó í fyrsta sinn yfir 5.000, en það ár fæddust hér á landi 5.026 börn. Það ár létust 1.987 manns. Heimild: Hagstofa Íslands DÓMSMÁL „Þetta er eitt af því sem hefur komist mikil lausung á á síðustu árum. Þessi helga skylda, sem er sama skylda og gildir um lækna og presta, er komin á mjög mikið flökt.“ Þetta segir Karl Axelsson, stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands, um rétt skjólstæðinga lögmanna t i l trúnaðar í sam- skiptum þeirra á milli. Hann er verj- andi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, en Magnús hefur verið ákærður vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Karl hefur verulegar áhyggjur af því að fólk geti ekki lengur treyst því að það sem það segir við lög- menn sína verði ekki borið á torg. „Þetta er einhver helgasti réttur hvers réttarríkis og skiptir máli fyrir alla menn sem eru bornir sökum. Þeir eiga rétt á því að halda uppi vörnum og hluti af því er að þeir hafi málsvara sem þeir geta talað við án þess að hver sem er sé upplýstur um þau samskipti opin- berlega,“ segir Karl. Hæstiréttur úrskurðaði fyrir skemmstu í máli Kaupþingsmanna að ákæruvaldinu væri heimilt að leggja fram hleranir af símtölum eins sakborninganna við tvo lög- menn. Hæstiréttur hafnaði því að trúnaður skyldi ríkja um símtölin í ljósi þess að lögmennirnir væru ekki verjendur sakborningsins í eig- inlegu dómsmáli. Lögmannafélagið telur úrskurðinn hvorki samræm- ast lögum, stjórnarskrá, né mann- réttindasáttmála Evrópu. Björn Þorvalds son, saksóknari hjá Embætti sérstaks saksóknara, gefur lítið fyrir þær röksemdir. „ Dómstólar eru sammála okkur og það gildir umfram það sem Lög- mannafélagið segir. Þetta er bara rangt,“ segir Björn. „Hann talaði ekki við þá sem sína lögmenn, þar skilur á milli,“ segir hann um sakborninginn. Björn telur rök Lögmannafélagsins varhuga- verð. „Ég get bara sagt það hreint út að það er hætt við að lögmannsstof- ur verði bara skálkaskjól ef það yrði fallist á öll þessi rök. Að allt sem sé inni á lögmannsstofum sé ósnertan- legt gengur ekki.“ johannesss@365.is Hafa þungar áhyggjur af offorsi stjórnvalda Stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands segir réttaröryggi teflt í verulega hættu vegna skilningsleysis yfirvalda á trúnaðarskyldu lögmanna. Saksóknari hafnar þessu og segir að lögmannsstofur yrðu að öðrum kosti eins konar skálkaskjól. Í nýútgefinni meistararitgerð frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík segir: „Stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum ósparlega og óhóflega án þess að nauðsynlegu eftirliti þar með sé sinnt sem skyldi.“ Eftirlit með sím hlerunum sé ekki sem skyldi, meðalhófs ekki gætt við húsleitir og réttarvernd víða í ólestri. Sigurgeir Bárðarson, höfundur ritgerðarinnar, segir „gengið fram úr öllu hófi gegn friðhelgi einkalífs“. Það sé þess valdandi að fólk kunni að veigra sér að leita lögfræðiráðgjafar. „Þannig má ímynda sér að ráðleggingar lögmanns hefðu í einhverjum tilvikum getað komið í veg fyrir afbrot. Það má því segja að reglan um þagnarskyldu lögmanna stuðli að vissu leyti að löghlýðni borgaranna,“ segir Sigurgeir. Stjórnvöld beita valdi sínu óhóflega HÆSTIRÉTTUR Heimilaði að nota hleruð símtöl sakbornings við lögmenn sem sönnunargögn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BJÖRN ÞORVALDSSON LÖGREGLUMÁL Mál lögreglu- mannsins sem handtók konu með harkalegum hætti fyrir um tveimur vikum er loks komið á borð ríkis- saksóknara. Málið fær flýtimeðferð þar en það gæti tekið allt að mánuð að fá niður- stöðu um hvort ákæra verður gefin út á hendur lögreglumanninum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa þó nokkrar skýrslur verið teknar, meðal annars af fólki sem varð vitni að handtökunni. Þá verður myndbandið sem sýnir hand- tökuna notað við rannsóknina. Lögreglumaðurinn sem stóð að handtökunni hefur verið leystur undan skyldum sínum. Umboðsmaður Alþingis óskaði einnig eftir upplýsingum um málið. Málið vakti mikla athygli en myndband náðist sem sýndi harka- lega handtöku ofurölvi konu í mið- borg Reykjavíkur. - kh Harkalega handtakan fær flýtimeðferð hjá embætti ríkissaksóknara: Handtakan farin til saksóknara HANDTEKIN Harkalega handtakan er nú komin á borð ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið. Heimir Þorleifsson sagn- fræðingur og fyrrverandi sögu- kennari við Menntaskólann í Reykjavík lést þann 17. júlí síðast- liðinn á Land- spítalanum. Heimir fæddist í Reykjavík 22. nóvem- ber 1936. Hann var giftur Steinunni Einarsdóttur fyrr verandi enskukennara í Menntaskólanum í Reykjavík og áttu þau saman tvö börn. Heimir var mikilvirkur höfundur fræðirita og kennslu- bóka í sagnfræði. Hann flutti útvarpserindi og þætti, skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit ásamt því að vera stundakenn- ari við Háskóla Íslands. Heimir Þor- leifsson látinn HEIMIR ÞORLEIFSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Veðurspá Sunnudagur Svipað veður áfram. HELGARVEÐRIÐ Það dregur smám saman úr vætu á landinu í dag og verða þó líklega víða smá skúrir í kvöld. Fremur hæg suðlæg átt um helgina og bjart með köflum en smá væta af og til vestan til. Milt í veðri víðast hvar. 12° 5 m/s 12° 7 m/s 13° 6 m/s 12° 7 m/s Á morgun 5-10 m/s, hvassast syðst. Gildistími korta er um hádegi 15° 14° 15° 22° 21° Alicante Basel Berlín 30° 28° 27° Billund Frankfurt Friedrichshafen 26° 29° 26° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 23° 23° 25° London Mallorca New York 25° 30° 33° Orlando Ósló París 31° 26° 30° San Francisco Stokkhólmur 20° 20° 14° 4 m/s 12° 6 m/s 20° 5 m/s 16° 4 m/s 15° 6 m/s 13° 7 m/s 7° 8 m/s 15° 13° 14° 18° 16 Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður SÚTUN Á SAUÐÁRKRÓKI Hér er verið að vinna roðið. VIÐSKIPTI Fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki seldi tískuvörur sem unnar voru úr um 130 þúsund fiskroðum úr landi í fyrra. Það er löngu liðin tíð að litið sé á fiskroð sem verðlausan úrgang. Fyrirtækið hefur nýtt það í mörg ár við sína tískuhönnun, þar á meðal í handtöskur, skó og annan fatnað. Helstu markaðirnir fyrir roð- vörur eru í sunnanverðri Evrópu og í Bandaríkjunum, segir Gunn- steinn Björnsson, framkvæmda- stjóri Sjávarleðurs. Hann stýrir einnig fyrirtækinu Loðskinni, sem sérhæfir sig í vinnslu á gærum. Þrjátíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækjunum tveimur. - jse Öflug roð- og skinnverkun: Flytja út 130 þúsund roð SAMGÖNGUR Fá ekki bæjarábyrgð á flug Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic á Akur- eyri fær ekki umbeðna 212 þúsund evra fjárhagsábyrgð frá bæjarsjóði vegna áætlunarflugs frá Akureyrarflug- velli frá 2014 og út árið 2016. Bæjar- ráðið segist ekki mega gangast í ábyrgð fyrir þriðja aðila. 212 þúsund evrur svara til um 34 milljóna króna. HAFNARFJÖRÐUR Bæjarráð Hafnar- fjarðar lýsti yfir áhyggjum á fundi sínum í gær af yfirvofandi niður- skurði í Flensborgarskóla. Frá- farandi skólameistari, Einar Birgir Steinþórsson, sagði niðurskurðinn óhjákvæmilegan á næsta skólaári til að mæta miklum hallarekstri. Sagði hann meðal annars að til uppsagna yrði að koma. Hefur reynst skólanum dýrt að sinna nemendum með sérstakar þarfir en honum ber skylda til að taka við öllum nemendum í Hafnarfirði. Bæjarráð skoraði á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að skólanum yrði gert fjárhagslega kleift að sinna nem- endum sínum í samræmi við lög og reglugerðir. - jse Áskorun frá Hafnarfirði: Vilja meira fé fyrir Flensborg BJÖRGUN Björgunarsveitir Slysa- varnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi voru kallaðar út í gær eftir að tvær erlendar göngu- konur villtust í þoku á fjalllendi norðan við Hnappadal í gær. Konurnar höfðu samband við Neyðarlínu um klukkan tvö í gær- dag og voru þær týndar í tæpa fjóra tíma. „Konurnar voru töluvert kaldar og skelkaðar,“ sagði Jónas Guð- mundsson hjá Slysavarnafélag- inu. Hann telur það hafa bjargað konunum að hafa verið í síma- sambandi. - le Sími bjargaði göngukonum: Villtust í þoku KARL AXELSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.