Fréttablaðið - 19.07.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 19.07.2013, Síða 38
19. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 ÚT SA LA N H V E R F I S G Ö T U 6 • S . 5 5 1 3 4 7 0 „Ég ætla að renna gúmmímaðki fyrir lax í Köldukvísl í Mosó. Þeir eiga það til að villast þangað. Ég hef ekki veitt fisk í sex ár og er forseti veiðiklúbbsins Veiðir ekki skít, en það mun breytast um helgina.“ Steinþór Hróar Steinþórsson grínisti. HELGIN Baltasar Kormákur stendur í stór- ræðum um þessar mundir. Hann hyggst hefja tökur á nýrri kvik- mynd sinni, Everest, í október á þessu ári. Margar heimsþekktar stór- stjörnur úr kvikmyndaheiminum hafa verið orðaðar við myndina og nú síðast þeir Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark. „Ég get staðfest það að við erum í viðræðum við þessa leikara,“ segir Baltasar. „Það hefur enginn þeirra stað- fest að ætla að vera með en við erum í samningaviðræðum sem stendur,“ bætir Baltasar við. „Þetta eru náttúrulega allt frá- bærir leikarar og ég er rosalega ánægður með leikaravalið ef þetta gengur allt upp,“ segir Baltasar enn fremur. Josh Brolin, Jake Gyllenhaal og John Hawkes hafa allir þegar hlotið tilnefningu til Óskarsverð- launa og eru stórstjörnur í Holly- wood. Jason Clark er rísandi stjarna í kvikmyndaheiminum og fékk meðal annars mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Zero Dark Thirty sem kom út í fyrra. - ósk Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. STUND MILLI STRÍÐA Nýjasta kvikmynd Baltasars, 2 Guns, verður frumsýnd um allan heim í ágúst. Hann hyggst hefja tökur á Everest í október. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það var þannig að við höfum báðir, og þá sérstaklega Vaidas, fengið útlendinga í heimsókn sem ætluðu sér út á land en voru of illa útbúnir fyrir slíkar ferðir. Útivistar búnaður er dýr í kaup- um og þá kemur svona leiga sér vel,” segir Óskar Bjarni Skarp- héðinsson sem rekur verslunina Gangleri Outfitters á Hverfisgötu ásamt Vaidas Valentukevicius. Í versluninni er hægt að kaupa eða leigja útivistarbúnað á borð við gps-tæki, tjöld, bakpoka, pottasett og gönguskó svo fátt eitt sé nefnt. Óskar Bjarni og Vaidas kynnt- ust í gegnum sameiginlega vini fyrir þremur árum og varð vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á útivist. Gangleri Outfitters opnaði þann 17. júní og hannaði Vaidas allar innréttingar verslunarinnar. „Við gerðum allt sjálfir til að spara pening. Við söfnuðum til dæmis rekavið til að smíða innréttinguna og það kom svo vel út að það er eins og við höfum spanderað í innanhúsarkitekt,“ segir Óskar Bjarni og hlær. Aðspurðir segja þeir félagar að flestir sem til þeirra koma séu vel undirbúnir fyrir ferðalög um Ísland en viðurkenna að það sé misjafn sauður í mörgu fé. „Það var einn sem ætlaði að ganga Laugaveginn með ferðatösku. Önnur fór í göngu skammt frá Mýrdalsjökli í háum hælum. En flestir mæta vel búnir og þurfa kannski bara að kaupa prímus.“ Óskar segir viðskiptin hafa farið ágætlega af stað þótt rigningar- veðrið hafi vissulega haft nokk- ur áhrif þar á. „Það er töluvert meira að gera hjá okkur þegar veðurspáin er góð. Fólk er ekki mikið fyrir að plana útilegur þegar rigningu er spáð. Í vetur ætlum við svo að bæta við úrval- ið hjá okkur. Þá ætti fólk að geta leigt ísaxir, hjálma og hlýrri svefnpoka.“ Gangleri Outfitters er opin alla daga vikunnar og skipta þeir Óskar og Vaidas vöktunum á milli sín. „Enn sem komið er eru allar líkur á því að annar okkar, eða við báðir, sé í vinnunni. Besta leiðin til að komast pott- þétt ekkert út í íslenska náttúru er að opna útivistarverslun um hásumar,“ segir Óskar að lokum. sara@frettabladid.is Leigja svefnpoka og tjöld til útlendinga Óskar Bjarni Skarphéðinsson og Vaidas Valentukevicius reka útivistarverslun á Hverfi sgötu. Kemur sér vel fyrir illa útbúið fólk á leið í útilegur. Eftirvinnslu er nú að ljúka á þátta- röðinni Ástríði 2 sem hefur göngu sína á Stöð 2 í haust. Fyrsta sería af þáttaröðinni var sýnd árið 2008. Nú, fimm árum síðar, taka Ástríður og félagar hennar upp þráðinn að nýju. „Gamlir vinir úr fyrri seríu eru allir enn þá með,“ segir Silja Hauksdóttir, leikstjóri Ástríðar, en þar má nefna Ilmi Kristjánsdóttur, Þóri Sæmundsson, Rúnar Frey og Þóru Karítas. „Nýir leikarar bætast líka við, en þar ber helst að nefna Björn Hlyn Haraldsson sem kemur til með að hrista upp í hlutunum,“ heldur Silja áfram. Silja segir Björn Hlyn hafa verið skemmtilega viðbót við hópinn. „Það var spennandi að fá ferskt kjöt í leikarahópinn,“ segir Silja létt í bragði. Aðspurð segir Silja tök- urnar á seríunni hafa verið hina bestu skemmtun. „Þetta var alveg æðis- lega skemmtilegt,“ segir Silja. Aðspurð sagði Silja ekkert hafa farið stór- kostlega úrskeiðis við tökur á myndinni. „Jú, við brutum nokkrar rúður og einhverjar mublur en þetta kemur bara allt í ljós með haustinu,“ segir Silja að lokum. - ósk Gamlir félagar snúa aft ur eft ir fi mm ára hlé Silja Hauksdóttir er leikstjóri Ástríðar 2. Þáttaröðin skartar Ilmi Kristjánsdóttir sem Ástríði og hefur göngu sína í haust. RIGNINGIN KEMUR SÉR ILLA Óskar Bjarni Skarphéðinsson og Vaidas Valentu- kevicius reka Gangleri Outfitters. Þar er hægt að kaupa eða leigja útivistarbúnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON NÝ ÞÁTTARÖÐ Silja Hauksdóttir leikstýrir nýrri þáttaröð af Ástríði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.