Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 24
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. María Rós Gústavsdóttir er nemandi á öðru ári í Verslunarskólanum en hún hefur mikinn áhuga á lágkolvetna mataræðinu og deilir skemmtilegri uppskrift að lágkolvetna pitsu með geita- osti og pepperoni. Blómkálspitsubotninn er sykur-, hveiti- og gerlaus. HELGARMATURINN LÁGKOLVETNA PITSA Hvern faðmaðir þú síðast? Ég knúsaði strákana mína síðast í morgun. Ég er alveg kreisí í knús! En kysstir? Strákana mína í morgun. Best í heimi! Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Þetta líf er ein óvissuferð. Life is what happens to you while you’re busy making other plans. Hvaða galla í eigin fari ertu búinn að umbera allt of lengi? Allt á að gerast í gær. Getur samt verið kostur, fer eftir hvernig þetta er matreitt. Ertu hörundsár? Nei. Ein ástæða þess að ég elska að eldast. Dansarðu þegar enginn sér til? Játs, sjón er sögu ríkari skal ég segja þér. Tónlist, dans og hlátur eru algjört meðal. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? Það er mjög mikilvægt að æfa sig í þessu og ná árangri. Maður hættir ekki að leika sér af því maður verður gamall – maður verður gamall af því maður hættir að leika sér! Hringirðu stundum í vælu- bílinn? Já, og með stæl – maður verður að gangast við öllum tilfinningum sínum. Tekurðu strætó? „Þetta er besti dagur lífs míns!“ kallaði Dreki, sonur minn, yfir allan strætóinn í sinni fyrstu strætó- ferð fyrir tveimur árum. Hef ekki farið síðan. Ætti að skella mér aftur. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Fer eftir skapi og dagsformi. Kannski 30-60 mínútum á sólar- hring. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim? Ég verð aldrei „star- struck“ en það gerist eitthvað þegar ég hitti Vigdísi Finnboga- dóttur. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Eins og opin bók og kem til dyranna eins og ég er klædd en það er lítill leyni staður þarna. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Aldrei að segja aldrei því aldrei getur aldrei orðið aldrei. En fram undan er fyrsta brúðkaupslausa helgin í langan tíma … Þangað til annað kemur í ljós. Nú er Dreki, stóri strákurinn minn, að jafna sig af hlaupabólu og síðast en ekki síst verð- ur Jaki, sem ég var að eign- ast um daginn, tveggja ára um helgina. Alls ekki að slæpast er kannski stutta svarið. Andrea Róbertsdóttir ALDUR: 38 minnir mig. STARF: Forstöðumaður og móðir. ...SPJÖ RU N U M Ú R Blómkálshaus 1 egg 1/3 bolli mozzarella-ostur ½ tsk. fennel 1 tsk. ítalskt krydd ¼ tsk. salt 1 tsk. pipar Setjið blómkálshausinn í matvinnsluvél og fínmalið hann í litla bita, setjið svo í skál og í örbylgjuofn í 7 mínútur. Setjið því næst allt í viskustykki og kreistið allan vökva úr blómkálinu. Bætið egg- inu, ostinum og kryddinu við blómkálið og setjið þunnt lag á bökunarpappír. Bakist í 15-20 mín á 180 gráðum. Svo eru tómatpúrra, ostur, geita- ostur, pepperoni og tómatur sett ofan á. Síðan er blómkálspitsan sett aftur í ofninn í u.þ.b. 5 mín. Setjið klettasalat yfir seinast. Þetta er lágkolvetna pitsa og inni- heldur aðeins 1/7 af þeim hita- einingum sem eru í venjulegri pitsu. María Rós Gústavsdóttir hefur dálæti á hollu mataræði. VELDU GRILL SEM END IST OG ÞÚ SPARA R Frá Þýskalandi Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Við hliðina á BÓNUS | grillbudin.is Eina sérverslun landsins með grill og garðhúsgögn Garðhúsgögn í hæsta gæðaflokki Frá Þýskalandi www.grillbudin.is Komdu og fáðu ráðleggingar Kynnið ykkur muninn á Tekki og öðrum harðvið Viðhaldsfrí garðhúsgögn úr Tekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.