Fréttablaðið - 19.07.2013, Side 2

Fréttablaðið - 19.07.2013, Side 2
19. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 UMHVERFISMÁL Lundaveiðar hefjast í Vestmannaeyjum í dag eftir tveggja ára hlé. Bæjar- stjórnin samþykkti í gær að veiða mætti í fimm daga frá og með deginum í dag. Veiðitíma- bilið var 55 dagar á árum áður. Georg Arnarsson, sem veitt hefur lunda í 35 ár, fagnar ákvörðuninni þótt hann segist helst hafa viljað veiðidaga í ágúst líka. Algjör forréttindi séu að geta setið úti í náttúrunni og háfað sér nokkra fugla í soðið. „Ég heyri á öðrum veiði- mönnum að Eyjamenn eru þegar byrjaðir að hringja og kvabba um hvort þeir geti ekki reddað nokkrum fuglum. Lund- inn er ekki bara eign þeirra sem veiða hann og ég hef fyrir mitt leyti sagt við fólk að ég gefi því kannski smakk ef það kemur í tjaldið hjá mér á þjóðhátíð,“ segir Georg. Harðar umræður urðu um málið á bæjarstjórnarfundinum. Bæjarfulltrúar V-lista kváðust harma ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna. Við Frétta- blaðið segist Kristín Jóhanns- dóttir, úr V-listanum, treysta mati sérfræðinga Náttúrustofu Suðurlands og margra annarra sérfróðra sem telja viðkomu lundastofnsins of litla til þess að tímabært sé að taka veiðarnar upp. Á bæjarstjórnarfundinum benti hún á að hægt væri að halda í hefðir með því að veiða lundann en merkja hann síðan og sleppa. Að sögn Kristínar segja þeir sem mæla með veiðunum að lundaveiðimenn muni taka tillit til stöðunnar og gæta hófs. „Það á auðvitað við um marga þeirra en ég hef samt áhyggjur að það séu ekki allir jafn ábyrgir. Mér finnst í góðu lagi að menn borði eitthvað annað en lunda á þjóðhátíð,“ segir Kristín. Eins og bæjarfulltrúar meiri- hluta Sjálfstæðisflokks er Georg ekki sammála mati Náttúrustofu Suðurlands á stöðu lundastofns- ins. Mikið sé af fugli. „En þó að stofninn sé gríðar- lega sterkur er maður uggandi yfir hvernig nýliðunin hefur verið í pysjunni. Ég ætla að skreppa og ná mér í soðið en bara ef ég sé að það er ungfugl og gott flug og ástandið í lagi. Ef það er lélegt ástand þá fer ég ekki í veiði,“ segir Georg Arnar- son. gar@frettabladid.is Eyjamenn veiða lunda eftir bann í tvö sumur Meirihlutinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að heimila lundaveiðar í fimm daga frá og með deginum í dag. Náttúrustofa Suðurlands mælti gegn veið- unum sem legið hafa niðri í tvö ár vegna lélegrar nýliðunar í lundastofninum. STOFNINN STERKUR Georg Arnarson telur lundastofninn gríðarsterkan en kveðst uggandi yfir nýliðuninni. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON DÓMSMÁLIÐ ÞINGFEST Í GÆR Daníel Isebarn, lögmaður Stúdentaráðs (t.v.), Sigur- björn Magnússon, lögmaður LÍN, og Einar Karl Hallvarðsson, lögmaður ríkisins, í Héraðsdómi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DÓMSMÁL Stúdentaráð hefur nú höfðað mál gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna og íslenska ríkinu vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins. Málið var þingfest í Héraðsdómi í gær. Samkvæmt nýjum reglum munu námsmenn þurfa að sýna fram á 73 prósenta námsframvindu, frá og með 1. september, til þess að fá lán frá sjóðnum. Áður var krafist 60 prósenta námsframvindu. Stúdentaráð fer fram á að úthlutunarreglurnar verði dæmdar ógildar, meðal annars vegna of skamms fyrirvara. „Breytingarnar teljum við bæði ómálefnalegar og ólöglegar. Það verða væntanlega hundruð nemenda sem missa rétt sinn til námslána og flosna upp úr námi í kjölfarið,“ segir Daníel Isebarn, lögmaður Stúdentaráðs. - le Stúdentaráð höfðar mál gegn LÍN og íslenska ríkinu: Hundruð missa rétt sinn til láns Sigurður, eru spellvirkjarnir búnir að skáka ykkur? „Þeir halda það en gera sér ekki grein fyrir að við erum að spila damm.“ Spellvirkjar hafa valdið skemmdum á skúlptúr sem Sigurður Arent Jónsson og tveir aðrir hönnuðu. Skúlptúrinn er á Bernhöfts- torfunni þar sem menn spiluðu gjarnan skák á árum áður. Mér finnst í góðu lagi að menn borði eitthvað annað en lunda á þjóðhátíð. Kristín Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi V-lista TRÚMÁL Stuðningsfólk Gunnars í Krossinum telur að hann eigi að hefja störf á ný hjá söfnuðinum sem fyrst, samkvæmt yfirlýsingu sem send var út í gær. Árlegur aðalfundur Krossins var haldinn 3. júní síðastliðinn en þar átti að skipa í nýja stjórn. Á fundinum voru stuðningsmenn Gunnars í miklum meirihluta en núverandi stjórn og stuðningsmenn hennar voru með umboð frá öðrum safnaðarmeðlimum sem treystu sér ekki á fundinn. Vegna deilu u m lög mæti umboðanna í kosningunni leystist fundur- inn upp og urðu safnaðarmeðlim- ir afar heiftugir samkvæmt heim- ildum Frétta- blaðsins. Kallað var til lögreglu sem batt enda á upplausnarástand á fundinum. Ekki hefur enn verið haldinn aðalfundur hjá Krossinum í ár. Samkvæmt samþykktum safnaðar- ins á fundurinn að vera haldinn í apríl ár hvert eða eftir ákvörðun stjórnar. Í yfirlýsingu krefst stuðnings- hópurinn þess að núverandi stjórn Krossins víki eða boði til nýrra kosninga strax. „Við viljum Gunnar Þorsteins- son aftur sem leiðtoga kirkjunnar enda aldrei orðið vör við neitt ósið- legt í hans fari. Við teljum ásakanir þeirra kvenna sem báru á hann sakir rökleysu og að þær snúist um völd og yfirráð í kirkjunni,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, núver- andi forstöðumaður Krossins og dóttir Gunnars, segir að málið sé í skoðun og verið sé að kanna lög- mæti kosninganna. „Þegar ferlinu lýkur verður boðað til fundar og kosið um nýja stjórn,“ segir Sigurbjörg og fullyrðir að málið snúist ekki um valdabaráttu við föður sinn. - le Óformlegur stuðningshópur Gunnars telur ásakanir um kynferðisbrot rökleysu og snúast um völd: Vilja fá Gunnar í forystu Krossins á ný GUNNAR ÞORSTEINSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Vestur- lands um að karlmaður sem grun- aður er um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum skuli sæta far- banni til 19. september. Sýslumaðurinn á Akranesi ósk- aði eftir farbanninu þar sem rann- sókn er enn í gangi í þeim tilgangi að tryggja nærveru mannsins á landinu þar sem hann liggur undir rökstuddum gruni um brot. Meint brot eiga að hafa hafist árið 2007 og staðið fram á mitt sumar 2012. Í öðru málinu barst kæra frá barnavernd en í hinu frá föður stúlkunnar. - le Úrskurðaður í farbann: Ásakaður um kynferðisbrot LÍBANON, AP Leila Zerrougui, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagn- vart börnum og stríðsátökum, segir að stríðsátökin í Sýrlandi hafi lagt líf fjölmargra barna í rúst. Hún hefur verið í Sýrlandi undanfarna daga og einnig heim- sótt flóttamannabúðir í nágranna- ríkjunum. Í gær átti hún fund í Líbanon með fulltrúum bæði sýrlenskra stjórnvalda og uppreisnarmanna. Þar sagði hún að þegar stríðinu lýkur þá „þurfið þið að takast á við heila kynslóð barna sem hafa misst af bernsku sinni, sem verða bæði full haturs og ólæs“. - gb Áhrif stríðs á börn í Sýrlandi: Verða ólæs og full heiftar SJÁVARÚTVEGUR Þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins (ESB) í formi löndunarbanns á makríl og skyldum afurðum hefðu lítil sem engin áhrif á íslensk útgerðarfyrirtæki. Stærstur hluti aflans frá Íslandi er seldur til ríkja utan ESB, þá aðal- lega Rússlands og Nígeríu. Ágreiningur Íslands, Noregs og ESB um hlutdeild í makrílstofninum hefur staðið yfir í fjögur ár án niðurstöðu. Samkvæmt skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hefur makríll komið eins og himnasend- ing inn í íslenskt efnahagslíf og námu tekjur þjóðarbúsins af fisk- tegundinni 24,5 milljörðum króna árið 2011 og 26 milljörðum króna árið 2012. Evrópuþingið samþykkti í fyrra reglugerð um aðgerðir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar á fisktegundum sem deilt er um, þar á meðal makríl. Mikill þrýstingur er á sjávarútvegsstofnun ESB um að beita þessari reglugerð. Iceland Seafood er einn stærsti endursöluaðili makríls á Íslandi og telur Friðleifur Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs fyrirtæk- isins, að löndunarbann á makríl myndi lítil sem engin áhrif hafa á sölu makríls. „Við seljum nánast ekki neitt af makríl til ríkja Evrópusambands- ins og því hefði bannið engin áhrif,“ segir Friðleifur. - þþ Löndunarbann á makríl hefði lítil sem engin áhrif á íslensk útgerðarfyrirtæki: Aðgerðir ESB hafa engin áhrif MAKRÍLLINN HIMNASENDING Makríllinn hefur góð áhrif á þjóðarbú Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SPURNING DAGSINS Hörku- spennandi saga Eftir höfund Góða nótt, yndið mitt Leyndarmál, lygar og svikin loforð - sannleikurinn kemur alltaf í ljós SG / MBL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.