Fréttablaðið - 19.07.2013, Side 30
19. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 18
Margeir Steinar Ingólfs-
son, betur þekktur sem
DJ Margeir, er staddur
á listahátíðinni LungA á
Seyðisfirði.
DJ Margeir hitti vin
sinn, Högna Egilsson í
hljómsveitinni Hjalta-
lín, á hálendinu nálægt
Vatnajökli þar sem
hann átti leið hjá fyrir
tilviljun. Þeir ákváðu í
framhaldinu að keyra
saman á LungA á
Seyðisfirði.
„Þetta var mjög spontant
ákvörðun. Við Högni keyrðum
saman austur og ákváðum
að henda í listasmiðju á
hátíðinni,“ segir Margeir.
„Það er rosalega mikið af
skemmtilegum smiðjum í gangi
alla vikuna, en ég er hreinlega
orðin of gamall til að taka þátt
í þeim smiðjum og Högni var
eiginlega of seinn – þannig að
við bjuggum til okkar eigin,“
segir Margeir léttur í bragði.
Margeir og Högni fengu
inni í tónlistarskóla bæjarins
þar sem þeir settu
upp lítið stúdíó
og ætla að búa
til músík alla
helgina. - ósk
Settu upp stúdíó í skyndi
DJ Margeir og Högni í Hjaltalín semja saman á Seyðisfi rði.
HÖGNI EGILSSON Er í hljóm-
sveitunum Hjaltalín og GusGus.
➜ Þetta var mjög
spontant ákvörðun.
Við Högni keyrðum
saman austur og
ákváðum að henda í
listasmiðju í leiðinni.
DJ MARGEIR
er lands-
þekktur plötu-
snúður og
tónlistarmaður.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013
Opnanir
16.00 Guðmunda Kristinsdóttir opnar
sýninguna Hverful spor í Listasal Mos-
fellsbæjar í dag kl. 16. Aðgangseyrir er
ókeypis.
18.00 Sigrún Hlín Sigurðardóttir opnar
sýninguna Samband við andaheiminn
á Kaffistofunni, Hverfisgötu 42, í kvöld.
Þar koma meðal annars við sögu
Andrés Önd, andefni, andatrú og sann-
anir fyrir lífi eftir dauðann.
Hátíðir
11.00 Miðaldadagar á Gásum við Eyja-
fjörð hefjast í dag og standa til sunnu-
dags. Á Miðaldadögum er reynt að
endurskapa lífið eins og það gæti hafa
litið út í kringum árið 1300. Opið er á
Miðaldadögum kl. 11-18 alla helgina.
13.30 Í tilefni 50 ára afmælishátíðar
Skáholtsdómkirkju verður efnt til skák-
móts í Skálholti á laugardag kl. 13.30.
Teflt verður með eftirgerð af hinum
sögufrægu Lewis-taflmönnum, sem
taldir eru íslenskir að uppruna. Áhuga-
samir skákmenn geta haft samband við
Einar S. Einarsson á netfangið
ese@emax.is
20.00 Þjóðlagahátíðin Baunagrasið á
Bíldudal hefst í kvöld. Hátíðin verður
sett kl. 20 og fer dagskráin fram víða
og verður breytileg eftir veðri. Daglega
dagskrá er hægt að nálgast á Skrímsla-
setrinu á Bíldudal. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
17.30 Í dag spilar hljómveitin Hymna-
laya í versluninni 12 tónar á Skóla-
vörðustíg. Hljómsveitin gaf nýverið frá
sér samnefndan geisladisk.
21.30 Hljómsveitin Thin Jim heldur
tónleika á Café Rosenberg í kvöld. Thin
Jim skipa þau Jökull Jörgensen, Ásgeir
Ásgeirsson, Tryggvi Hübner, Magnús
Ragnar Einarsson, Karl Pétur Smith og
Margrét Eir.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
Rihanna neyddist til þess að
stöðva tónleika sína í Manchester
á þriðjudagskvöldið þegar áhorf-
endur hófu að kasta snakki í
hana. Ástæðan ku vera sú að
söngkonan mætti klukkutíma
of seint á sviðið og áhorfendur
ákváðu því að mótmæla með því
að grýta í hana snakki. Rihanna
var ekki alls kostar ánægð með
uppátækið og stöðvaði alla tón-
list í miðju lagi sínu, Rude Boy,
og sagði: „Þetta er ekki hægt.
Þið eruð gjörsamlega glötuð ef
þið ætlið að vera að fleygja rusli
hingað upp á svið. Ég sver það,
hættið þessu á stundinni. Í alvör-
unni!“ Þetta er hins vegar ekki í
fyrsta skipti sem Rihanna mætir
of seint á eigin tónleika en hún
hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir
óstundvísi á tónleikaferðalagi
sínu um Evrópu.
Grýttu snakki
í Rihönnu
DÍVUSTÆLAR Rihanna er ekkert sér-
lega stundvís söngkona.
GETTY/NORDICPHOTOS