Fréttablaðið - 19.07.2013, Qupperneq 31
FÖSTUDAGUR 19. júlí 2013 | MENNING | 19
Söngdívan Tina Turner giftist
þýska plötuútgefandanum Erwin
Bach í síðustu viku en parið hefur
verið saman frá árinu 1986. Parið
gifti sig við lokaða athöfn í Sviss
en samkvæmt erlendu pressunni
hafa Tina og Erwin boðað til
stórrar veislu nú um helgina.
Þetta er í annað sinn sem Tina
gengur í hnapphelduna en árið
1962 giftist hún söngvaranum Ike
Turner. Samband þeirra Tinu og
Ike var þó allt annað en dans á
rósum og parið skildi árið 1978.
Tina Turner
gengin út
HAMINGJUSÖM Þau Tina og Erwin
hafa verið saman frá árinu 1986.
GETTY/NORDICPHOTOS
Stevie Wonder lýsti því yfir á tón-
leikum í Quebec í Kanada fyrr
í vikunni að hann myndi ekki
spila aftur í Flórída fyrr en lög
sem fjalla um að þú megir beita
ofbeldi ef þér er ógnað yrðu felld
úr gildi. Notkun vopna gegn
ókunnum gestum er leyfileg í
Flórída og fleiri fylkjum í Banda-
ríkjunum.
Wonder lætur sig þessi
mál varða í kjölfar mjög
umdeilds dóms sem féll í hinu
svokallaða Zimmerman-máli.
George Zimmerman var sakaður
um að hafa myrt Trayvon Martin.
Talið var að um hatursglæp
hefði verið að ræða, en hinn
sautján ára gamli Martin var
blökkumaður. Málið hefur
vakið mikla athygli í Banda-
ríkjunum og víðar. Zimmerman
var sakaður um að hafa myrt
drenginn á hrottafenginn hátt í
Stanford í Flórída á síðasta ári,
en drengurinn var óvopnaður.
Lögmaður Zimmermans hélt því
aftur á móti fram að hann hefði
skotið Martin í sjálfsvörn. Niður-
staða kviðdóms var að Zimmer-
man væri saklaus.
- ósk
Hættur að halda tónleika í Flórída
Stevie Wonder vill að lög sem heimila vopnanotkun gegn ókunnum gestum
verði lögð af í kjölfar hinnar umdeildu sýknu í Zimmerman-málinu.
VILL KNÝJA FRAM BREYTINGAR
Stevie Wonder segist hættur að spila á
þeim stöðum þar sem lög sem heimila
vopnanotkun eru í gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
➜ Skírnarnafn tónlistar-
mannsins er Stevland
Hardaway Judkins.
Tvífari Brads Pitt í kvikmynd-
inni World War Z, David Pater-
son, fékk greiddar rúmar 800
íslenskar krónur á tímann fyrir
framlag sitt á tökustað. Á meðan
Brad Pitt fékk greiddar fúlgur
fjár fyrir leik sinn í myndinni
þénaði tvífarinn einungis tæpar
15.000 krónur fyrir 18 tíma
vinnudag. „Ég þurfti að vera
Brad í heilan dag og herma eftir
öllu sem hann gerði í tökunum,“
sagði David við dagblaðið Daily
News. „Ég fékk greiddar tæpar
15.000 krónur en þetta snerist
samt ekki um peningana. Ég fékk
ekki VIP-passa á myndina eða
neitt. Ég hef ekki einu sinni séð
hana. Ég gekk bara burt af sett-
inu með þessar 15.000 krónur
og enga eiginhandaráritun eða
neitt,“ sagði hinn hundfúli David.
Tvífarinn á
skítalaunum
Leikkonan Emma Roberts var
handtekin í Montreal þann 7. júlí
síðastliðinn eftir að henni lenti
saman við kærasta sinn, leikarann
Evan Peters. Starfsfólk hótelsins
sem parið dvaldi á hringdi í lög-
reglu sem kom á staðinn og hand-
tók hina 22 ára gömlu leikkonu.
Hún hefur ekki verið kærð.
Samkvæmt heimildum The
Daily Mail lét parið höggin dynja
hvort á öðru þegar lögreglu bar
að garði. Peters var með blóð-
nasir og bitfar eftir kærustu sína.
Roberts og Peters voru mynduð
viku síðar, leikkonan grét sáran
á meðan Peters reyndi að hugga
hana. Parið hefur verið saman frá
því í fyrravor.
Roberts beit
kærasta sinn
Í HÁR SAMAN Emma Roberts og
Evan Peters eru enn saman þrátt fyrir
ofbeldis fullt samband. NORDICPHOTOS/GETTY
Epic store – Laugavegur 56 – www.facebook.com/epicrvk
Opnunartími: Virka daga frá 10.00-18.00 og laugardaga frá 10.00-16.00
EPIC ÚTSALA
ALLT AÐ AFSLÁTTUR70%
Öll stelpuföt 40-70%
Bolir frá 2.990 kr.
Hettupeysur frá 5.990 kr.
Allar stuttbuxur á 6.990 kr.
Nike SB skór frá 7.990 kr.