Fréttablaðið - 09.08.2013, Síða 1

Fréttablaðið - 09.08.2013, Síða 1
FRÉTTIR ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur land isér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holt á Íhonum elda ljúff RETRO STEFSON Á FAKTORÝHljómsveitin Retro Stefson heldur tónleika á Faktorý í kvöld kl. 23 en hljómsveitin byrjaði ferilinn á þessum vinsæla tón- listarstað sem nú er að hætta. Retro Stefson hefur spilað á tónlistarhátíðum og tónleikum beggja megin Atlantsála nær stanslaust frá áramótum. ALLT Í SKÓLANNFÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2013 Kynningarblað Tölvur, skólatöskur, skólavörur og skipulag Lífi ð FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2013 Elsa Þóra Jónsdótt ir viðskiptafræðingu r OPNAR ESPRIT- VERSLUN Í SMÁRALIND? 2 Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir GEFUR ÚT NÝJA HEKLBÓK OG GRAFFAR Í ULL 4 Ragnhildur Þórðar - dóttir sálfræðingu r FRÆÐIR UM MIND IN MOTIO N Í KÖBEN 10 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 12 3 SÉRBLÖÐ Lífið | Allt í skólann | Fólk Sími: 512 5000 9. ágúst 2013 185. tölublað 13. árgangur Líst illa á AGS-tillögur Kristján Þór Júlíusson gefur lítið fyrir fullyrðingar AGS um að hægt sé að spara í heilbrigðiskerfinu um 50 milljarða án þess að skerða þjónustu. 4 Bótaþegum fjölgar Einstaklingum sem þiggja sérstakar húsleigubætur hefur nú fjölgað um rúmlega 3.200 manns frá árinu 2009 og eru nú um 4.500. 2 Óvissa um verkefni Eftir að ESB lokaði á frekari IPA-styrki til verkefna á Íslandi ríkir óvissa um 13 tilrauna- verkefni um allt land, meðal annars á sviðum atvinnu- og byggðamála. 6 Langt gengið Hrefnuveiðimönnum þykir nýlegt átak IFAW ganga lengra en áður. 10 SKOÐUN Verulegur sparnaður í ríkisfjár- málum næst ekki án þess að skera niður í velferðarkerfinu, segir Pawel Bartozek. MENNING Ellen Loftsdóttir sá um tískusýningar grænlensks hönnuðar á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. 30 SPORT Fylkismenn hafa unnið alla leiki sína síðan Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom heim frá Noregi. 26 Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla Verndaðu brosið með ... Félag íslenskra tannfræðinga mælir með Zendium tannkremi. LÖGREGLUMÁL Auðgunarbrota- deild lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu ætlar að setja aukinn kraft í rannsókn sína á vefsíð- unni Deildu.net eftir að eigandi hennar ákvað að heimila niður- hal á íslenskum kvikmyndum og þáttum. Notendum síðunn- ar stendur nú til boða að sækja sér tugi íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta á netinu og eru nú fimm íslensk efni á topp tíu vin- sældarlista síðunnar. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu af Sam- tökum myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) en ekkert hefur verið aðhafst í málinu. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem þyngir málið umtalsvert. Kynferðis- og fíkni- efnabrotamál eru í forgangi hjá lögreglunni og því hefur rannsókn á auðgunarmálum eins og þessum tafist,“ segir Grímur Grímsson hjá auðgunarbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur bendir þó á að málið sé litið alvarlegum augum og að mikilvægt sé að rannsaka starf- semi síðunnar nánar. Hann segir að ákvörðun eigenda Deildu.net muni setja aukinn kraft í rann- sókn málsins og að mikilvægt sé að lögregla fari að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. lovisa@frettabladid.is Lögreglan rannsakar Deildu Ákvörðun Deildu.net um að leyfa niðurhal á íslensku myndefni hefur sett kæru gegn eigendum síðunnar í for- gang hjá lögreglu. Baltasar Kormákur segir að niðurhalið muni á endanum eyðileggja íslenska kvikmyndagerð. LÍFGAÐ UPP Á VITATORG Katla Rós Ásgeirsdóttir, Birna Einarsdóttir og Ragnar Már Nikulásson létu hvorki rok né rigningu reita af sér löngunina til að lífga upp á Vitatorg í gær. Það er þó ekki eintóm rómantík sem rekur þau áfram því þetta er liður í verkefni frá Reykjavíkurborg en þau beita ýmsum brögðum og ráðfæra sig jafnvel við vegfarendur við útfærsluna. Sjá síðu 30 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bolungarvík 13° NA 7 Akureyri 14° S 3 Egilsstaðir 12° SA 3 Kirkjubæjarkl. 12° SA 6 Reykjavík 13° SA 7 Rigning með köflum um mest allt land en þó úrkomu minnst NA-til. Austan 5-13 m/s um miðjan dag en dregur úr með deginum. Hiti 9-17 stig. 4 Kvikmyndin Djúpið er í fyrsta sætinu á vinsældarlistanum á Deildu og í gær voru um 5.000 manns búnir að hala myndinni niður. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, segist ekki skilja hvernig eigandi vefsíðunnar réttlætir ákvörðun sína. „Ég skil netið að mörgu leyti en ég get ekki skilið af hverju það er allt í einu orðið í lagi að stela eignum annarra.“ Baltasar telur að með þessu sé í raun búið að hafa af sér DVD-markaðinn að miklu leyti, en kvikmynd- in á að koma út á DVD á þessu ári. „Ég velti því fyrir mér hvort þessum manni þætti í lagi ef ég myndi leigja út íbúðina hans eða bjóða fólki að vera þar.“ Baltasar bendir á að þó að þessi gjörn- ingur hafi ekki hlutfallslega mikil áhrif á hann persónulega þá hafi þetta gríðarleg áhrif á íslenska kvikmyndagerð almennt. „Flestir sem gera kvikmyndir á Íslandi hafa beinar tekjur af sölu kvikmyndanna,“ segir Baltasar og bætir við að nauðsynlegt sé að finna lausn á málinu. „Þróun sem þessi á eftir að eyðileggja íslenska kvikmyndagerð á endanum.“ 5.000 hafa stolið Djúpinu VÍETNAM Ho Van Thanh hefur falið sig í frumskógi í Víetnam síðan 1973. Hann fannst nýverið og hefur saga hans vakið mikla athygli í landinu. Hann er orðinn 82 ára núna en sonur hans, Ho Van Lang, sem var eins árs árið 1973, hefur verið með honum í skóginum þessi 40 ár sem síðan eru liðin. Frá þessu er skýrt á vefsíðu þýska dagblaðsins Die Welt. Than flúði út í skóginn eftir að eiginkona hans og tvö önnur börn höfðu látist í sprengingu í Víet- namstríðinu, sem þá geisaði. Feðgarnir hafa fengið inni hjá ættingjum sínum, en virka feimn- ir og fertugi sonurinn virðist helst vilja hverfa aftur út í skóg. „Við verðum stöðugt að hafa auga með honum,“ er haft eftir frænda þeirra í Die Welt. - gb Feðgar fundnir í Víetnam: Földu sig í skógi í fjóra áratugi TRÚMÁL „Tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina,“ segir Agnes M. Sigurðardótt- ir biskup um fyrirhugaða komu predikarans umdeilda, Franklins Graham, hingað til lands á svo- nefnda Hátíð vonar í september. Ekki stendur til að Þjóðkirkjan endurskoði aðkomu sína að hátíð- inni þótt Graham sé þekktur fyrir andúð sína á samkynhneigð. Sigríður Guðmarsdóttir, prest- ur í Guðríðarkirkju, er ósátt við komu Grahams og þátttöku Þjóð- kirkjunnar í hátíðinni. „Mér finnst ekki eðlilegt að Þjóðkirkjan, sem hefur heimilað vígslu samkyn- hneigðs fólks og verið að byggja upp samtal og samband við það, standi að samstarfi við Frankl- in Graham,“ segir Sigríður. - sh / sjá síðu 8 Biskup segist geta umgengist Franklin Graham þótt þau séu ekki sammála: Þjóðkirkjan mun ekki hætta við AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR FRANKLIN GRAHAM ➜ Vinsælustu íslensku skrárnar á deildu.net 1. Djúpið Sótt rúmlega 4.500 sinnum 2. Sönn íslensk sakamál Sótt rúmlega 3.500 sinnum 3. Borgríki Sótt tæplega 1.900 sinnum 4. Mannasiðir Gillz Sótt tæplega 1.800 sinnum 5. Ameríski og Evrópski draumurinn Sótt rúmlega 500 sinnum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.