Fréttablaðið - 09.08.2013, Page 6
9. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
VEISTU SVARIÐ?
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) voru aðalumsækjandi
í einu verkefni sem hafði fengið vilyrði um IPA-styrk að upphæð allt
að 490.000 evrum og voru meðumsækjandi í einu öðru sem hafði
komist á það stig. Aðalverkefni SSNV snerist um atvinnuuppbygg-
ingu og menntun fyrir ungt fólk en í heildina tóku SSNV þátt í fjórum
umsóknum.
Katrín María Andrésdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, segir að þar á bæ
sé ekki litið á málið sem tapað fé, enda hafi enn átt eftir að semja við
ESB um lokaútfærslu verkefnanna og framlag. Þá sé mögulegt að halda
áfram með marga þætti sem verkefnið tók til.
„Ég veit ekki til þess að nokkur hafi sett þetta inn í fjárhagsáætlanir sem fundið
fé á næsta ári þannig að það er ekki tapað fé. Verkefnið sem við byggðum upp er í
mörgum hlutum sem hægt er að halda áfram með með öðrum hætti.“
Hún bætir því við að þeir sem eru vanir því að sækja um styrki sem þessa ættu að
vera vanir því að fá bæði höfnun og samþykki.
„Það er enginn hérna sem lítur á vinnuna við umsóknina eða hugsanlegan styrk
sem einhvers konar tap heldur er þetta ferli sem við höfum lært af. Það er núna
statt á ákveðnum stað og maður getur farið í margar áttir með þau verkefni sem við
höfum verið að vinna með. Upplýsingaöflun og greiningar- og hugmyndavinna hafa
þegar nýst okkur við önnur verkefni. Við höfum ekki gengið þessa götu til einskis.“
Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri
Impru á Nýsköpunarmiðstöð, segir að þróun
mála muni sannarlega hafa áhrif.
„Þetta snertir rekstur stofnunarinnar næstu
tvö árin því að þetta eru verkefni sem gert var
ráð fyrir að færu af stað. Við höfum hins vegar
ekki lagt út í neinn kostnað fyrir utan þá vinnu
sem við lögðum í verkefnin. Þetta voru annars
metnaðarfull og spennandi verkefni sem hefðu
verið mjög mikilvæg fyrir okkur og íslenskt
atvinnulíf og því leitt að ekki verði af þeim.“
Aðspurð hvort stefnt sé að því að halda áfram með verk-
efnin segir Berglind að ekki sé hægt að svara því að svo
stöddu.
„Við reynum auðvitað að halda góðum verkefnum til streitu
en ég get ekki svarað með framhaldið núna.“
Helgi Thorarensen, prófessor og verkefnastjóri við Háskólann á Hólum,
segir að bagalegt sé að ekki verði af styrkjunum þar sem verkefni
þeirra, Futurefish, hafi snúist um að styðja við uppbyggingu í fiskeldi
víða um land, en það sé vaxandi atvinnugrein. Óvíst sé með framhaldið.
„Við höldum ekki áfram að óbreyttu en munum halda áfram að
sækja um svona styrki og finna aðrar leiðir. Eins og stendur sé ég það
samt ekki gerast í fljótu bragði.“
Þó segir Helgi að í ferlinu megi sjá afar góða stöðu rannsókna og
nýsköpunar um allt land.
„Það áhugaverða í þessu ferli er að sjá að úti um allt land er komin
reynsla og þekking til þess að sækja um og byggja upp svona verkefni. Það má vera
bæði ánægður og stoltur af því hvað er mikil gróska í þessum málum.“
Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþró-
unarfélags Vestfjarða, segir að þessi niðurstaða
sé afar mikil vonbrigði fyrir stofnunina, enda
hafi umsóknarferlið, sem laut að uppbyggingu í
ferðaþjónustu á Vestfjörðum, útheimt talsverða
vinnu og útgjöld.
„Það er auðvitað bagalegt að vera kominn
upp að endamarkinu þegar svona gerist. Þar
fyrir utan kemur þetta illa við okkur því Vest-
firðir hafa í gegnum tíðina borið skarðan hlut
frá borði varðandi uppbyggingu atvinnulífsins og við vorum
að vona að með þessum fjármunum gætum við lagt í stærri
verkefni í ferðaþjónustu og sjávarútvegi.“
Shiran segir félagið ekki hafa bolmagn til að ráðast í verk-
efnið eitt og óstutt og hyggst leita til stjórnvalda um framhald
verkefnisins.
1
2
3
4
EVRÓPUMÁL Fjölmörg tilraunaverkefni
um land allt eru í óvissu eða hafa jafnvel
verið slegin út af borðinu með ákvörðun
ESB um að veita ekki frekari IPA-styrki
til verkefna hér á landi.
Til stóð að veita allt að 3,5 milljarða til
ýmissa verkefna í ár og á því næsta en
Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti stjórn-
völdum að ekki yrði samið um fleiri IPA-
verkefni að óbreyttu eftir að hlé var gert
á aðildarumræðum, þar sem það sé í raun
skilyrði fyrir aðstoð að viðtökulandið
stefni að inngöngu í sambandið.
Hluti af fyrirhugaðri IPA-aðstoð var
að styðja við tilraunaverkefni á sviði
atvinnuþróunar- og byggðamála annars
vegar og velferðar- og vinnumarkaðs-
mála hins vegar. Alls átti að verja um átta
milljónum evra til slíkra verkefna.
Alls bárust 67 umsóknir og í vor var,
samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins,
búið að velja þrettán verkefni sem átti að
ganga til samninga við. Þar á meðal voru
þrjú verkefni á vegum Matís sem áttu að
fá um 1,5 milljónir evra, tvö verkefni frá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem áttu að
fá um 1,6 milljónir evra og verkefni sem
Vinnumálastofnun stóð fyrir og átti að
fá eina milljón. Næstu skref hefðu verið
að ganga til samninga við Framkvæmda-
stjórn ESB um lokaútfærslu en það ferli
hefur nú verið stöðvað.
Í frétt blaðsins í gær var ranghermt að
íslensk stjórnvöld væru að íhuga að fjár-
magna sum verkefnin sjálf. Utanríkis-
ráðuneytið hefur staðfest að ekki hafi
verið rætt um slíkt á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar og öll verkefnin séu stopp.
Margir viðmælendur Fréttablaðsins
sem höfðu hlotið umrædd vilyrði segja
bagalegt að svo sé komið, enda hafi verið
lögð mikil vinna í umsóknirnar.
Kristinn Kolbeinsson, fjármálastjóri
Matís, segir meðal annars í samtali við
Fréttablaðið að umsóknirnar hafi útheimt
mikinn kostnað og bagalegt sé að málum
sé nú svo komið. „Það eru miklir hags-
munir að fara þarna forgörðum. Við
höfum eytt mikilli vinnu í þessar umsókn-
ir og þetta getur haft mikil áhrif á okkar
starfsemi.“
Flestir aðstandendur verkefna sögðu
að erfitt gæti reynst að halda verkefn-
unum til streitu í ljósi þess að IPA-styrk-
irnir berist ekki en þó eru sumir sem líta
þannig á að umsóknarferlið hafi í sjálfu
sér skilað miklu.
Katrín María Andrésdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra, sem áttu aðild að
tveimur verkefnum sem höfðu fengið vil-
yrði um styrk, segir að þar á bæ sé ekki
litið á málið sem tapað fé.
„Það er enginn hérna sem lítur á vinn-
una við umsóknina eða hugsanlegan styrk
sem einhvers konar tap heldur er þetta
ferli sem við höfum lært af […].“
thorgils@frettabladid.is
Megin breytingar frá gildandi aðalskipulagi:
Þéttari og blandaðri byggð
Minna landnám og minni landfyllingar
Vistvænni samgöngur
Ákveðnari verndun opinna svæða
Húsnæði fyrir alla
Skýrari kröfur um gæði byggðar
Tillaga að nýju aðalskipulagi verður
auglýst frá 9. ágúst til 20. september.
Kynntu þér málið á adalskipulag.is
AÐALSKIPULAG
REYKJAVÍKUR
2010-2030
Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 4. júní,
2013 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur
2010-2030, samkvæmt 31. gr. laga nr. 123/2010,
ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006.
Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30 gr.,
voru teknar til umfjöllunar í borgarráði þann 25. júlí,
2013 ásamt minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs
um viðbrögð Reykjavíkurborgar við athugasemdunum.
Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2010–2030
og er endurskoðun á aðalskipulaginu 2001–2024.
Endurskoðunin hefur staðið yfir undanfarin ár og
hefur falist í margvíslegri greiningarvinnu, mati
valkosta og samráði við íbúa og hagsmunaaðila.
Aðalskipulagstillagan er kynnt samhliða breytingum á
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024,
sem nauðsynlegt var að ráðast í vegna endurskoðunar
á stefnu aðalskipulagsins. Athugasemdir Skipulags-
stofnunar, dagsettar 16. júlí 2013, eru lagðar fram
með aðalskipulagstillögunni, ásamt viðbrögðum
Reykjavíkurborgar við þeim, dagsettum 22. júlí 2013.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgi-
gögnum liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkur-
borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga
kl. 8:20 – 16:15, frá 9. ágúst 2013 til og með
20. september 2013. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu
er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi166,
3. hæð. Tillöguna og önnur kynningargögn má
nálgast á vefsvæðinu adalskipulag.is
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og
athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til
Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14
eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en
20. september 2013. Vinsamlegast notið uppgefið
netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
RÚMENÍA, AP Sérfræðingar við
þjóðminjasafnið í Rúmeníu hafa
fundið leifar af málningu, sem
einungis var notuð á 19. og 20.
öld, í ösku úr ofni Olgu nokkurrar
Dogaru.
Hún er móðir manns sem grun-
aður er um að hafa stolið dýr-
mætum listaverkum í Hollandi
á síðasta ári. Hún viðurkenndi í
fyrstu að hafa brennt listaverkin
til að vernda son sinn en neitaði
því síðar að hafa gert það.
Listaverkin sjö sem stolið var
eru eftir Pablo Picasso, Henri
Matisse, Claude Monet, Paul
Gauguin, Meyer de Haan og
Lucien Freud. - gb
Móðir grunaðs ræningja:
Brenndi stolin
listaverk í ofni
BRETLAND Um mitt síðasta ár
voru Bretar orðnir 63,7 milljónir
og hafði þá fjölgað um 419.900 frá
miðju ári 2011. Bretum hefur því
fjölgað hraðar en nokkurri ann-
arri þjóð í Evrópusambandinu.
Fæðingar í Bretlandi hafa auk
þess ekki verið fleiri síðan 1972,
eða 813.200 á tímabilinu frá júní
2011 til júní 2012.
Þetta kemur fram í nýjum upp-
lýsingum frá bresku hagstofunni,
Office for National Statistics,
sem BBC skýrir frá. - gb
Bretar fjölga Evrópubúum:
Bretum hefur
fjölgað hraðast
RANNSAKAR LEIFARNAR Svo virðist
sem ómetanleg listaverk hafi orðið eld-
inum að bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
13 IPA-UMSÓKNIR HÖFÐU HLOTIÐ
VILYRÐI UM STYRK EN FÁ EKKI
➜ IPA (Instrument
for Pre-Access-
ion Assistance)
er samheiti yfir
fjölþætta aðstoð
sem ESB veitir
umsóknar ríkjum til
að undirbúa aðild.
Óvissa um þróunarverkefni
Eftir að ESB lokaði á frekari IPA-styrki til verkefna á Íslandi ríkir óvissa um 13 tilraunaverkefni um allt land,
meðal annars á sviðum atvinnu- og byggðamála. Óvíst er hvort hægt verði að halda áfram með mörg þeirra.
1 Ekki gengið til einskis
SHIRAN
ÞÓRISSON
BERGLIND HALL-
GRÍMSDÓTTIR
KATRÍN MARÍA
ANDRÉSDÓTTIR
HELGI
THORARENSEN
2 Spennandi verkefni
3 Bagalegt, en jákvæð merki um grósku
4 Leita til stjórnvalda
Aðalumsækjandi
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Starf - vinnumiðlun og ráðgjöf
Akraneskaupstaður
Matís
Atvinnuþróunarfélag Vestfj arða
Vinnumálastofnun
Samtök sveitarfélaga á
Norðurlandi Vestra
Vatnajökulsþjóðgarður
Ferðamálastofa
Háskólinn á Hólum
Verkefni
■ Menntun í verk- tækni- og
raungreinum og nýsköpun í
skólastarfi
■ Vistvænt eldsneyti á Íslandi
■ Gerð forrits fyrir atvinnuleitend-
ur og atvinnurekendur
■ Málefni nýbúa
■ Vistvæn nýsköpun
■ Uppbygging þörungagarða á
Reykjanesi og Suðurlandi
■ Vöruþróun í sjávarútvegi
■ Ný verkefni í ferðaþjónustu
■ Atvinnuverkefni fyrir ungt fólk
■ Atvinnu- og menntunarverkefni
fyrir ungt fólk
■ Sjálfb ær þróun í ferðaþjónustu
■ Gæðakerfi í ferðaþjónustu
■ Framtíðarsýn í fi skeldi
Upphæð styrks í
milljónum króna
157
97
102
60
79
79
79
75
157
77
118
71
118
1. Hvað heitir framkvæmdastjóri
SMÁÍS?
2. Tónleikar til heiðurs hvaða hljóm-
sveit verða í Hörpunni 5. október?
3. Hvernig endaði leikur FH og
Austria Vín á miðvikudag?
SVÖR
1. Snæbjörn Steingrímsson
2. Hljómum 3. 0-0